Top Social

Ný Bloggvika

June 23, 2014
Ég sit við tölvuna mína með kaffibollann og stílabókina og byrja nýja bloggviku,


Við byrjum vikuna á innliti eins og flesta aðra mánudaga.
Í dag kiktum við á tvö innlit í boði Boligpluss, tvö mjög ólik, en falleg heimili, sem heilluðu mig bæði á sinn ólika hátt.
Missið ekki af mánudags innlitinu

Í vikunni kíkjum við líka á smá handavinnu:
  Ég er  bæði búin að klára ömmuteppi í gamla 70´s Silver cross vagninn.

og svo fær litla ömmugullið mitt heklaða dúkku til að kúra með, 
sem bætist í heklaða amigurumi safnið, í herberginu hennar.

Einfaldar hversdagsmyndir munu eflaust læðast inn,
 en með nýja símanum mínum eru svona hversdagspóstar mun fljótlegri og einfaldari í vinnslu.

Að venju skoðum við fallegar sumarmyndir af netinu, 
en mér finnst alltaf dásamlegt að setja saman fallega sumarbloggpósta.... á sumrin að sjálfsögðu. 

Svo er ég komin með Instagram
 sem er eiginlega persónulegri viðbót við Svo margt fallegt.
úúújá loksins!!!
En ég er að verða voða duglega að setja inn myndir af því fallega sem ég er að njóta dagsdaglega.

og hvað segið þið um vikulegan instagram póst?
Í vikulokin.
Þar sem ég deili svipmyndum af Instagram í vikunni!
Eigum við ekki að nota þessi tól eins og hægt er?




Já vonandi eigum við eftir að eiga góða viku saman,
Hafið það sem allra best
kær kveðja 
Stína Sæm



2 comments on "Ný Bloggvika"
  1. Yndislegt blogg hjá þér, kíki reglulega þegar þú póstar á facebook :)
    Kv. Gígja

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það Gigja og gott að vita að fb síðan sé að virka þannig.

      kv Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature