Top Social

Hrekkjavöku Graskerið Skorið út

October 31, 2017
Mig langar til að sýna ykkur ferlið þegar þetta flotta grasker var skorið út í síðustu viku.
Bara svona ef einhver á enn eftir að skera út fyrir kvöldið og segist ekki kunna það....
engin afsökun!
Svona er þetta gert.í síðustu viku kom eldri sonur minn heim í einn sólahring en hann var á leið til Ameríku að halda uppá Halloween, en hann er held ég einn sá mesti hrekkjavöku-fan sem þú getur fundið
 og í þessu stutta stoppi keypti hann sér grasker til að skera út.... og að sjálfsögðu nýt ég góðs af þvi, ég meina ekki tók hann graskerið með sér til Ameríku!Litla skottan fékk að vera með frænda sínum og fanst rosalega spennandi að fá að hjálpa til og miðað við það sem hún getur skapað og gert þá verður hún líklega farin að gera svona sjálf um leið og við fullorðna fólkið treystum henni fyrir að vinna með beittan hníf.

En það sem þú þarft í verkið er Grasker að sjálfsögðu, fæst í íslenskum verslunum á þessum árstíma í dag, beittan hníf, skál fyrir gumsið, fyrirmynd (google kemur að góðum notum) skriffæri og gott að hafa áhugasaman lítinn hjálparmann.

Byrjaðu á því að skera lok á graskerið.


Hreinsaðu næst allt gumsið innanúr... 
hér nýtist litli hjálparmaðurinn vel!


Notaðu nú fyrir myndina og rissaðu á graskerið....
það þarf ekkert að verða skírt, bara þannig að þú sért með allt á réttum stað og hlutföllin í lagi.

ath ef þú getur ekki teiknað fríhendis eftir fyrirmynd þá prentaru myndina bara út í réttum hlutföllum, klippir út götin á blaðinu og teiknar eftir því.


Svo er bara að skera út götin...
passa bara að skera sig ekki og halda litum hjálparhöndum frá rétt á meðan.


Skella svo kerti í 
og slökkva ljósin.
þessi hefur alveg fengið krekkjavöku genin frá báðum sonum mínum,
andlitsmálningin var lykilatriði og eiginlega málaði hún sig að hluta til sjálf.

 Graskerið bíður svo úti á tröppum,
eflaust fullt af þakklæti fyrir að vera í kuldanum á Íslandi.. 
en þessi mynd er tekin í dag þegar það hefur staðið úti síðan á föstudaginn.

Þoriru?

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Skelfilega Sætur Hrekkjavöku Póstur


Ég vara við því að þessi bloggpóstur gæti mögulega innihaldið....

 skelfilega mikið magn af......

 sætindum!

En ég var að hella sælgæti í skál í dag í tilefni hrekkjavökunar og gat ekki annað en dáðst að því hversu ....

...... fullkomnlega ófullkomnir litlu handgerðu molarnir eru.


 Alveg skelfilega mikill sykur ég veit það.... 
....en þeir eru svo ógó sætir þessar elskur!


Þetta grasker hérna á svo sinn eigin bloggpóst, en þú getur séð þegar það var skorið út hér!

Megi dagurinn vera ykkur sem skelfulegastur!
kveðja
Stína Sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Potta Plantan mín Fagra

October 30, 2017
Þessi duglega og kröfuga planta býr útí glugga hjá mér,
og hún fær að njóta sín á þessum mánudegi.....Eigið góða viku kæru vinir
Kveðja 
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Broste Coppenhagen / jólin 2017

October 26, 2017

Er ekki kominn tími á smá jólablogg?

Mér finst alltaf svo margt fallegt hjá Broste og þá sérstaklega borðbúnaðurinn hjá þeim en svo þegar ég skoða jólavörurnar þá fæ ég bara jólafiðringinn!
Hér er minn jóla-óskalisti frá Broste


Já þá er jólaandin farin á stjá hjá mér

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

MánudagsKveðja

October 23, 2017
Hér er bara stutt kveðja úr eldhúsinu meðan ég undir bý mig fyrir alveg nýja viku á þessum annars kalda mánudegi.


Í eldhúsglugganum er núna eldgamall prímus sem tengdó átti og kaktus sem bara heldur endalaust áfram að stækka..... 
held hann þurfi stærri pott greyið!Svo er ég að reyna að vera aðeins heilsusamlegri, 
minnka sykurinn eina ferðina enn og þá er gott að eiga epli til að freista mín í vikubyrjun...
halda mig frá öðrum freistingum....
og ekki veitir af.


Æi svo eru þau bara svo falleg og haustleg finst mér.

Hafið það sem allra best
og vonandi eigið þið von á góðri viku.

Kveðja
 Stínaps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Nýjir Stanslar fyrir barnaherbergið frá The Stencil Studio

October 21, 2017

Ég var að fá sendingu af  virkilega fallegum stenslum frá The stencil studio,
úrvalið þar er ótrúlega mikið og skemmtilegt og jeminn hvað mér finst þetta  rosalega spennandi kostur og vonandi finst ykkur það líka.
 Þar sem mér finst stenslarnir svo ofsalega fallegir ákvað ég að kynna fyrir ykkur í bloggpóstum þau  munsur sem eru fáanleg  hér hjá Svo Margt Fallegt og eru væntanleg í netverslunina. 


Í vikuni sýndi ég ykkur þau munstur sem ég býð uppá í veggstenslum sem hægt er að endurtaka og gera að heilmynstri í staðin fyrir að veggfóðra....
 ég meina hversu kúl er það??
Ef þið misstuð af því getið þið kíkt á það úrval í linknum hér að neðan:

Nýjir Vegg-stenslar frá The Stencil Studio í verslun Svo Margt Fallegt


En núna ætla ég að sýna ykkur stenslana ég er með fyrir börnin... 
sem suma er að vísu alveg hægt að nota víðar um heimilið.


þessi litlu krúttlegu ský er bæði hægt að hafa á bara smá svæði, eins og td yfir barna rúmi eða til að þekja alveg heilann vegg og svo eru þau æðisleg til að skreyta húsgögn, lampaskerm eða bara hvað sem er í herberginu hjá litlu krílunum.

Fjalla stenslilinn er ég með í A4 stærð sem hentar vel á td kommóðu eða sem munstur á vegg td fyrir ofan húsgagn. En hann er hægt að fá mun stærri og þá til að stensla sem stóra mynd á vegg.  
Hafið samband ef þið viljið fá það sérpantað!

Stjörnur fyrir fólk á öllum aldri!


Litlir krúttlegir fílar í indverskum stíl.....


Þessi stærð er til á lager,
 en hægt að panta hann í mörgum stærri stærðum.


Svo eru til undurfallegar veifur sem gefa mikla möguleika, 
þið bara raðið saman litum og gerið sérsniðna fallega veifu í herbergi litla fólksins


veifurnar eru til með annaðhvort stjörnu....


....eða þá með hjarta!


Komið við hjá Svo margt fallegt og skoðið úrvalið af stenslunum og svo er það ykkar að finna rétta litinn og gera þetta að ykkar einstaka listaverki.


Er þetta ekki dásamlegt?

Í næsta stensla-pósti ætla ég svo að sýna ykkur Mini stenslana sem eru fullkomnir til að nota í föndur eða til að lifga upp á húsgögn.
Mini Stenslana notum við líka á nýju milk paint jóla-námskeiðunum í næsta mánuði og ég segi ykkur aðeins frá því líka.

En þangað til...
hafið það sem allra best
 og vonandi finst ykkur nýju stenslarnir jafn spennandi og skemmtilegir og mér finst.

kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Innit í Fallegt Hús í Vintage Stíl

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature