Top Social

Skapandi skipulag á þriðjudegi

January 31, 2017

í dag er tíminn til að safna skapandi hugmyndum i litlu snotru skapandi dagbókina mína,
hugmyndum fyrir námskeiðin og vinnustofuna,
hugmyndum til að vera lifandi og gefandi á nýju ári og efla sköpunargleðina.Litlu snotru stílabókina mína fékk ég að gjöf til að skrifa niður allar skapandi hugmyndirnar fyrir 
Svo Margt Fallegt, 
merkt með fallegri rithönd.... 
My Creative Journal

Ég velti því fyrir mér  hvernig ég vil þróa bloggið á nýja árinu,
í hvaða átt ég vil sjá það fara og hvernig ég ætla að forgangsraða tíma mínum og hugmyndum.

Vinnustofan og mjólkurmálningin taka sinn tíma og einbeitingu og mig hlakkar til að eiga það ævintýri með ykkur á nýja árinu og þið megið eiga von á að sjá meira af myndefni tengdu mjólkurmálninguni, verkefnunum á vinnustofuni og svona hversdagsmyndir líka.


Þannig vona ég að ég geti haldið áfram með bloggið af fullum krafti með því að sameina bloggið, vinnuna og lönguninni til að stílfæra og taka myndir.... 
myndir frá  vinnudeginum og daglegu lífi.

  
 Instagram finst mér td ótrúlega skemmtilegur farvegur til að deila daglega lífinu á skapandi og fallegann hátt og ætla mér að njóta þess mun betur á næstuni.Hafið það sem allra best 
Kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Nýju stenslarnir eru nú komnir

Miss Mustard Seed’s Hand Painted Stencils,  er ný vara sem við kynnum!!
Þetta eru stenslar sem eru skornir nákvæmlega eftir pensla strokum hennar Marian Hreifingar eftir penslahárin og ósamræmið í munstrinu fékk að halda sér svo munstrið virki raunverulega handmálað þegar það er notað á húsgögn.
Marian er þekkt fyrir elegant mynstur-máluð húsgögnin sín og hér eru tvö dæmi:

ljósmyndarinn og stýlistinn Paulina Arcklin býður okkur með sér í fallegt innlit,

January 25, 2017
Þegar ljósmhyndarinn Paulina Arckilin fer á stjá má alltaf búast við einhverju stórkostlegu. stíllinn hennar er alltaf  hlutlausir litir, rustic gamalt útlit og hlílegur efniviður... og í þetta sinn veldur hún okkur engum vonbrigðum. 
En þetta innlit er svo sannarlega alveg einstakt.

Myndir: paulinaarcklin.net/
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Heilsum uppá Outback Petticoat!

January 18, 2017
Í fyrra hættum við með tvo liti í  Miss Mustard Seed’s Milk Paint  línuni, Apron Strings og Dried Lavender. Við viljum halda 25 litum í línuni okkar, svo við erum að bæta tveimur nýjum litum við í staðin.

 Og annar þessara lita er nú loks formlega kynntur til sögunar – Outback Petticoat.


Hann er appelsinugulur, ef það var ekki augljóst.

Gamalt og sjarmeradi hús á Skáni

January 16, 2017

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Fjölskylda frá Skáni hreiðrar um sig í gömlu húsi í Svíþjóð.

Hafið það sem allra best.
Kær kveðja
Stína Sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan , svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

mini brownie með súkkulaðikremi

January 15, 2017
Mitt innlegg í dag á sætum sunnudegi eru ótrúlega girnilegar mini súkkulaðikökur með súkkulaði kremi.


í linknum neðst í póstinum er að finna uppskriftina  en myndirnar eru svo sannarlega alveg nóg til að njóta, dásamlega girnilegar kökurnar og falleg og töff myndatakan er bara efni út af fyrir sig á sætum sunnudegi....


 en gefa okkur líka hugmynd að framsetningu á uppáhalds súkkulaði uppskriftinni okkar, bökuðum í muffins formi og skreyttar með fullt af djúsí súkkulaði kremi,
 sprautuðu með stjörnustut í spíral og loks dreifum við súkkilaðispæni yfir til að toppa dásemdina.Útkoman er ótrúlega skemmtilegar  kökur sem gaman er að bera fram sem td eftirrétt.


og myndirnar eru alveg einstaklega góður innblástur fyrir þá sem hafa gaman að girnilegum matarmyndatökur í dökkum stíl.

og mikið ofboðrslega langar mig í bita af einni svona...
já takk fyrir kærlega.

Vonandi fáið þið eithvað sætt og gott í dag á þessum dásemdar sunnudegi.
og fyrir ykkur sem hafið unun af fallegum myndatökum og kökustíliseringum þá er nóg að finna hér:

Mínar allra bestu kveðjur
Stina Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Plöntu ást

January 12, 2017
jæja er ekki kominn tími á smá innblástur hér á blogginu...
svona fallega myndasyrpu af netinu?

Þegar ég kíkti inná pinterest voru það plöntur og svona frjálslegur náttúrulegur bohem stíll sem fangaði athygli mína. svo ég fór að fiska alveg sérstaklega eftir þannig myndum til að deila með ykkur í dag.
Myndini her að ofan er td í heildina bara svo dásamlega retro og skemtileg, tekkið, plönturnar, lampinn og textílinn og svo er það bröndótti kötturinn sem setur punktinn yfir i-ið og fullkomnar myndina.... 
ætli ég þurfi ekki að fá mér svona kött til að passa við pottaplönturnar mína?


 Gamalt fallegt útskorið borð, hlaðið pottaplöntum... 
hmmm ætli ég eigi nóg af plöntum til að fylla eitt svona borð?


hugmynd fyrir handlagna og litríka!


Hér lifga plönturnar og bastið svo sannarlega uppá gráann steininn,
þetta finst mér algjör dásemd!


já það er bara eithvað svo sjarmerandi við hrúgu af plöntum í blönduðum pottum....
elskaða!!


þar sem nóg er plássið og risaplönturnar njóta sín.


ómæ þetta er svo mikið yndi!

já takk, langar í nokkrar af þessum plöntum og baststól ... 
já og væri alveg til í að eignast meira pláss í leiðinni;)Hér er þetta... retro alla leið.
plöntur og þá helst alveg risastórar, viður, munstur í sterkum jarðlitum, leður og bast
svo skemtilga bohem.

Hvað segið þið? eru pottaplönturnar að læðast inná ykkar heimili? Farnar að hreiðra um sig í hillum og á borðum.... byrjaði það kanski á pínulitlum þykkblöðungum á bakkann?
Það þarf ekki mikið til að grænar plöntur gæði heimilið lífi og lit öllum til yndisauka.


Þessum myndum og enn fleyri til, hef ég safnað saman inná pinterest þar sem þið getið skoðað enn meira af plöntustíl og fundið upprunann að myndunum.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature