Top Social

Hnallþóran á jólasamveru fjölskuldunar

January 8, 2017
Ég ætla að byrja þennann fyrsta sæta sunnudag á blogginu á jólalegum nótum.


Ég gerði þessa tertu fyrst um jólin 2014 og hún sameinar allt sem mér líkar við köku, er algjör bomba, auðveld, falleg og girnileg. svakalega góð og virðist freista allra jafnmikið, svo hún var á borðum núna þriðja árið í röð.
(uppskriftina er hægt að nálgast neðst í póstinum)


Við systur hittumst hér á annan í jólum og þær komu með hangikjöt og uppstúf í hádegismat og ég bauð svo uppá heitt súkkulaði og tertuna og smákökur á eftir og saman áttum við bara yndislega jólastund í litlu stofuni á Lofstöðum.


Svo þegar allt var komið á borðið voru símarnir að sjálfsögðu dregnir upp og ófáar myndirnar teknar áður en við nutum veitingana.


Heitt súkkulaði komið í sparikönnuna


þessi terta er samsett úr tveimur frönskumsúkkulaðibotnum og tveimur marengsbotnum sem settir eru saman með rjóma, svo eiginlega er þetta eins og tvær tertur í einni og hún dugði vel í stóran hóp.



Ég mæli eindregið með að prufa þessa,
held að ef þú prufar hana einu sinni þá er hún komin á uppáhalds listann þinn líka.

Kakan er eftir Thelmu sem er með bloggið freistingar Thelmu 
og hér er uppskriftin af þessari dásemd:

Vonandi eigið þið góðan sunnudag í dag,
með bestu kveðju
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature