Top Social

páska inspiration #2

March 31, 2012
 Laukblóm og egg!!
 Tilvalið í páskasreytingar sem verða bjartar og grænar og minna okkur á vorið.
kíkjum á fleyri inspiration fyrir páskana;here´s how


here´s how

 myndirnar koma frá wunderweib og ef þið gefið ykkur tíma til að browsa þar um er hægt að finna mun fleyri myndir og oft leiðbeiningar um hvernig skreytingin er gerð og hvað þú þarft til... ég mæli aftur með að hafa google translate ;)

Ég  keypti mér tvær gerðir af laukblómum í potti og ætla að leika mér aðeins með það um helgina, ótrúlegt hvað það er komið mikið vor í eldhúsið við það að hafa blómstandi blóm á eldhúsborðinu.
Nú er svo bara að skella sér í búðina og versla fullt af eggjum.Stína Sæmpáska inspiration #1

March 30, 2012
Ég datt niður á síðu á netinu þar sem ég fann svo mikið af fallegum páskaskreytingum að ég ætla að  dreyfa þeim á nokkra pósta til að deila með ykkur.

Við byrjum á að skoða skreytingar sem eru sóttar í nátturuna.
 Efniviðurinn er viður, blóm og egg...og súkkulaði ;)
 myndirnar fann ég hjá  nicety.livejournal og margar þeirra komu frá wunderweib 
(til að nota linkana er ekki verra að hafa google translate en) Stína Sæm
á nytjamarkaði

March 27, 2012
Hér í Keflavík er nytjamarkaður, sem ég kíki ekki nógu mikið á. en í dag kom ég við þar eftir vinnu enda staðsett við hliðina á vinnustaðnum.. heppna ég.
Þar rakst ég á þessar eldgömlu bækur sem fengu það hlutverk að sitja á stofuhillunni


Þessar tvær eru Norskar gersemar frá 1907 og 1911

Þetta er smá sýnishorn af leturgerðinni í bókunum.

Þessar eru Danskar og frá  1911 og 1933 en amk önnur er þýdd frá Norsku
á líklega eftir að leika mér mikið með þessar sem uppstillingu og myndefni.... 
finnst þær bara svo fallegar....
og svo eru þær fremur áhugaverðar að kíkja í líka.

og svo datt ég niður á þessa fallegu mynd sem hékk þarna og beið eftir að komst heim með mér og  upp á vegg í risherberginu.

Veggurinn var svo tómlegur svo ég prentaði út nokkrar blómamyndir og hengdi upp með teiknibólum og svo bætist myndin við og er bara fullkomin með, á vegginn fyrir ofan rúmið.

Er þetta ekki fallegt?
Stína Sæm


í sænskri stofu

March 26, 2012
Einstaklega rómantísk og hlíleg stofa og borðstofa sem ég fann hjá Sköna hjem

Stína SæmBanana möffins

March 25, 2012
Ég á gamla uppskrift frá mömmu sem við systur höldum mikið uppá og er venjulega bökuð í hringlaga springformi...... svona með gati í miðjunni eins og ég gerði jólaskreytinguna á eldhúsborðinu úr.


En ég ákvað að gera svona stórar og matarmiklar möffins úr deiginu og líklega hefðu einhverjir í minni fjölskyldu mótmælt harðlega þar sem kakan á jú að vera bökuð í springförmi. 
Ég gerði tulipform úr bökunarpappír, með því að klippa ferkantaðar arkir og þrísta þeim í möffins pönnu og setti rúmlega tvær stórar matskeiðar í hvert form...  
það er auðvitað mun fljótlegra og einfaldara að skella bara öllu deiginu í eitt form en stundum er það bara ekkert gaman og svona er líka hægt að frysta kökurnar og taka þær út eftir þörfum..
og svo finst mér þær bara svo ægilega sveitó og flottar svona.

Stína Sæm
kjallarinn fyrir og eftir // the bacement before/after

March 24, 2012
Nirði í kjallaranum var áður fullbúin íbúð með tveimur svefnherbergjum.
  Það er nokkuð síðan við gerðum stiga niður og bættum kjallaranum við heimilið, unglingarnir hafa verið með herbergi þar auk þess sem við fluttum sjónvarpið niður. En þar var aldrei neitt sérstaklega huggulegt, svo ég fari nú mildum orðum um ástandið.

Núna var annar sonurinn og kærastan að byrja að búa og hinn sonurinn fór í 6 mánaða útlegð til Tælands svo við notuðum tækifærið og máluðum kjallarann allann og útbjuggum nýtt gestaherbergi í öðru herberginu.
Það eina sem var keypt var málningin (jú og ný sormjárn fyrir gluggana) , allt annað var þarna fyrir eða dregið upp úr geymslunni, búið til úr brettum og ávaxtakössum og jafnvel strigapokum.


í vikulokin

March 23, 2012
Ég er komin heim úr vinnu og er sest við eldhúsborðið með tölvuna og kaffibollann..   
Þessi vika er á enda, kominn föstudagur og ég geri ráð fyrir því að góð helgi sé frammundan 

Það mesta er búið í kjallaranum og ég er aftur farin að setjast niður hér á aðalhæðinni og eyða langtímunum saman við tölvuna, núna er ég að leika mér og laga til myndir í photoscape, svo þær verði voða fallegar og fínar fyrir bloggið. En ég er afleitur ljósmyndari og reyni þar að bjarga því sem hægt er, vona bara að þið horfið framm hjá ljósmyndagæðunum (eða skorti á þeim)  En mig langat til þessa að gera meira af því að byrta myndir teknar hér heima.
Þessi litli fallegi loðbolti er alltaf ægilega ánægður að fá mig heim  og ekki er hann ósáttur við að það sé komin helgi  og víkur ekki frá mér um helgar.        Hafið það sem allra best
Stína Sæmfyrir gestina

March 22, 2012

Við erum loks búin að flikka upp á kjallarann ... svona að mestu leiti, nú á ég bara eftir að klára smáatriðin; hengja upp hitt og þetta, föndra pínu meir. breyta smá. bæta aðeins við... sagði ég klára smáatriðin?!
jæja, halda áfram að punta smá, á betur við.


Ég hef verið að setja inn myndir af lagfæringunum nokkurveginn jafnóðum í albúmi  á  facebook. og ótrúlega margir hafa fylgst með því þar en þær myndir hafa bæði byrst hjá auskula sem framleiðir þessa frábæru kalkmálningu og hjá stöllunum með Hugmyndir fyrir heimilið og ég  þakka þeim öllum fyrir frábær ummæli og hrós um þetta skemmtilega og einfalda verkefni mitt. 

En mér finst amk kominn tími til að sýna ykkur hérna hvernig útkoman er
og byrja á gestaherberginu:


Þó við séum ekki mörg á heimili lengur, er full þörf á þessu herbergi, í fyrsta lagi þá eigum við tvö frábær börn sem búa í Noregi og koma reglulega til að vera hjá mér og pabba sínum. Unga daman hefur núna fengið risherbergið útafyrir sig og bróðir hennar mun þess vegna fá þetta herbergi til umráða.

Svo á ég fullt af frábærum frændsystkynum á öllum aldri sem eru mikið í heimsókn eða pössun hjá Stínu frænku  og Gunna og þarna verða núna leikföng og bækur fyrir yngstu gestina. En þar á meðal eru Tonka bílar sem Gunni átti og fullt af öðrum gömlum og furðu vinsælum leikföngum í bland við nýtt. 


En kíkjum betur á herbergið;

Rúmið er eins og þið sjáið búið til úr vörubrettum, náttborðið er trappa sem sonur minn gerði í smíðanámi og ég notaði sem borð fyrir kaffibollann úti á palli í amk tvö ár svo það var orðið skemmtilega veðrað.
Fjölin fyrir ofan rúmið er af einu vörubrettinu  og nöglunum úr brettinu var bara dreyft reglulega um fjölina til gera snaga fyrir hitt og þetta skemmtilegt.
 Púðarnir tveir eru svo gerðir úr strigapolum frá Kaffitár. ég þakka ykkur í auðmykt fyrir hreint ótrúleg viðbrögð við því sem komið er.
Hlakka til að sýna ykkur fleyra frá kjallaranum.

Stína SæmAuto Post Signature

Auto Post  Signature