Top Social

Aðvenntustemning

November 30, 2014
Hér er bara notaleg aðvenntustemning þó úti geysi mikið ofsaveður hér á Suðurnesjunum. 
Hef verið að jólastússast alla helgina og nýt þess núna að hlusta á jólatónlist við þægilega byrtuna af jólaseríum og kertum.




Notalegt í stofunni. 




Í eldhúsglugganum er nú kveikt á fyrsta aðventukertinu,
og ég óska ykkur notalegrar aðventu.

Aðventan finst mér alltaf dásamlegur tími og hér óma hátíðleg jólalög í botni á meðan húsfreyjan skreytir og stússast og syngur hástöfum.... 
Þakklát fyrir umburðarlinda sambýlismenn...... 
(sem eru eiginmaðurinn og sonurinn)

Með notalegri aðventukveðju
Stína Sæm




Fyrsta afmælisveislan // 1st birthdayparty

November 27, 2014
Litla ömmugullið mitt varð eins árs 20. nóvember og
svo um helgina var haldin afmælisveisla fyrir litla gleðigjafann okkar.
Myndirnar  í þessum pósti fékk ég hjá frænku mömmunar, (nema þær sem eru merktar blogginu)
  sem tók svo fallegar myndir og leifði mér að nota þær.

Veislan var haldin heima hjá pabbanum og foreldrarnir (sem ekki búa saman lengur) sameinuðust í  að undirbúa fallega og notalega veislu svo allt folkið hennar Írisar Lind gat komið saman og átti góðar stundir á deginum hennar, og ég er svo stolt af ungu foreldrunum og litla dásamlega gullmolanum mínum.

Bræðurnir,synir mínir með afmælisbarnið


Veisluborðið.
Rósir,  fiðrildi og mildir pastellitir, 
aðalega bleikt og grátt 


sætt, gamaldags og svo dásamlega einfalt.





Rósarmuffins í fallegri körfu,
bara pínu krúttlegt finst mér.

 Rósarkakan sem er svo vinsæl í dag varð fyrir valinu og passaði fullkomnlega.

og  fallegar piparkökur klikka aldrei.

Litla afmæliskrúttið.


Mjólk og bleikt gos (kristall og berjasafi)  fór vel ofan í börnin.







Hún á afmælídag......
 Voða sátt við að láta syngja fyrir sig.


mmm vinber eru svo góð.
mömmukoss.

Með Sæma frænda.


 og hér er svo önnur af afmælisbarninu með pabba sínum og Sæma frænda.

Myndir: Sonný Norðfjörð.



Kær kveðja
Amma Stína



greengate jólainspiration

November 26, 2014








Greengate á Islandi: cupcompany.is








Góðan daginn

November 25, 2014
Hvað gerir bloggari sem hefur nógann tíma til að dunda sér?


Hún missir sig í að stilla upp morgunmatnum sínum.


Enn er það ab mjólk og muslí....
(neibb er ekki farin að mála gluggana með ab mjólkinni, ég borðana bara)

Svo er bara að bæta smá dúk og kertum á borðið.......


og njóta þess að byrja daginn í dag.

Eigið góðan dag.
Kveðja
Stína Sæm



Jólainnlit í sveitastíl

November 24, 2014













Þið sjáið allt  um innlitið á:


Eigið góðann dag
kær kveðja
Stína Sæm




eins árs í dag

November 20, 2014
Fyrir ári siðan eignaðis ég fyrsta ömmubarnið mitt og fékk þennann dásamlega ömmutitil sem ég held að sé besta hlutverk í heimi.
enda stollt amma sem bloggaði fyrir ári síðan
En hún Iris Lind okkar kom í heiminn 20 nóvember 2013 
á þeim tíma bjuggu foreldrarnir hér heima hjá okkur, svo heimilisbragurinn var með ólíku sniði þá.
og í dag leit ég um öxl og skoðaði árið í myndum og sá litla gullmolann okkar vaxa og dafna um leið og ég renndi í gegnum mynirnar mínar,
Það tók nú sinn tíma að fletta í gegnum myndirar og velja eina fyrir hvern mánuð, 
svo bloggpósturinn náðist ekki í morgun eins og til stóð,
En hér er litli gullmolinn minn:


 Nóvember 2013

nýfædd


Hárprúð og svo vær og góð strax á fyrstu dögum ævinnar.


Desember: 

Lítið jólabarn


Janúar: 2ja mánaða

Sefur best í vöggunni sinni.


Febrúar; 3ja mánaða

Lítli gleðigjafinn, hér að flytja frá ömmu og afa. 


Mars: 4ja mánaða

Í pössun hjá ömmu og afa,

og naut þess að fara í bað.

Apríl: 5 mánaða

Byrjaði að sytja uppí bústað um páskana.


Mai: 6 mánaða

Alltaf hlæjandi og ótrúlega hrifin af honum Loga.

Júní: 7 mánaða

 Situr á gólfinu og leikur sér og fer áfram á maganum þegar hún þarf.



Júlí: 8 mánaða



Farin að skríða um allt.

Er dugleg að borða og dafnar líka vel.

Ágúst: 9 mánaða

Er farin að fara út í kofa að leika sér.
Sjá hér
og hún flutti hingað í næsta hús í ágúst.

September: 10 mánaða

Finst skemmtilegast að fá að leika sér í stiganum og prílar bæði upp og niður
 (fær þó bara að vera í neðstu tröppunum og undir eftirliti)


Október: 11 mánaða

Já litla barnið bara orðið að krakka sem leikur sér inní herbergi.

20. nóvember 2014
eins árs í dag



Haldið verður upp á afmælið hennar um helgina,
 en við blesum í eina blöðru í dag fyrir hana.
Hér eru áður byrtir bloggpóstar um litla ömmugullið.



en nú er ég farin að skreyta kökur,
kær kveðja
Amma Stína




Auto Post Signature

Auto Post  Signature