Top Social

pínu púkó og örlítið smart

August 31, 2012
Sjáið dúkinn minn....
hann er í algjöru uppáhaldi hjá mér, er frá House doctor, skemmtilega hversdagslegur og gamaldags og var brúðargjöf frá Ingu frænku sem veit sko alveg hvað virkar á mínu heimili.

í búðarferðinni sem ég sagði ykkur frá í síðasta pósti rakst ég á sama dúkinn (ok ekki sama eintakið en þið vitið hvað ég meina) og svona tauserviettur í stíl.  Svo ég kipti með mér heim einni svoleiðis og nota hana td í brauðkörfur.

Hér er hún í mandarínukassa sem virkar líka vel sem brauðkassi, en tauservettan er algjört æði með sætu fínu blúnduna sína.


Nú svo fékk ég mér ljúfengt Límonaði frá Nicolas Vahé, og flaskan er svo smart að hún stendur núna á borðinu sem vatnsflaska, með bara ósköp venjulegt Íslensk kranavatn. (Limonaðið er lööngu búið;)
Pínu fínni glös og sítrónusneiðar og myndin væri mun betri.
 En svona var þetta hér heima í dag.


Almennilegt og gott snæri er nauðsynjavara í hvert eldhús eða þvottahús,
 svo eitt stk. snæri á herðatré, rataði ofaní pokann og hangir núna á hillu fyrir framan þvottahúsdyrnar.... oh er það ekki alveg ægilega flott?
Ert þú búin að kíkja í Púkó og smart á Laugarveginum?.
Stína Sæmí púkó & smart

August 29, 2012
einn góðann dag í sumar, rölti ég um Laugarveginn í blíðskaparveðri og datt þá óvart inn um dyrnar á Púkó & smart.. nýjustu uppáhaldsbúðinni minni í bænum.
Nú Það er engin önnur en Hera björk sem er búðarkonan í þessari nyju dásemd 
og hún leifir okkur að fylgjast með hugrenningum sínum og jafnvel innkaupaleiðangri á fb-síðunni.. 

og það er svo gaman að fylgjst með þarna inni, alveg hellingur til að dáðst að og langa í...

En gefum nú frú Púkó sjálfri orðið:
"Æjj þetta er svo dásamlegt allt saman og við erum svo montin af því að vera að framkvæma þetta loksins:) 

Frúin er búin að ganga með þennan draum í mallakútnum í ca.12 ár og hefur talað linnulaust um þetta verkefni við öll möguleg tækifæri innan vinkvennahópsins undanfarin 3 ár...og svo var bara nóg komið og stefna tekin straight ahead:) Einhver sagði "first talk the talk...then walk the walk" og þetta er nákvæmlga það sem við erum að gera núna....og svo verður bara spennandi að fylgjast með þessu vaxa og dafna. 

Nýja barnið hefur semsagt fengið nafnið "Púkó & Smart" og segir það allt sem segja þarf:) 
Það er þetta dásamlega jafnvægi sem þarf að ríkja til að lífið gangi upp...ekki of púkó og ekki of smart...heldur sittlítið af hverju...og hárið gljáir meira:-) 
Knús og kleinur, 
Frú Púkó:) "

ég var einmitt að furða mig á að einhver nefni svona dásemdar búð "Púkó og smart"  en núna finst mér það bara alveg meika sens :)


Svo margt fallegt í eldhúsið og gourme dásemdir til að bragða á.

Bakkar, luktir, uglur og vasar... gæti það verið betra?!!

Þið vitið það að svona rómó og sveitó búð verður að vera með eithvað af snögum og hér eru þeir sko alveg gordjös.

En þar sem ljósanótt er næstu helgi hér í Keflavík, hef ég sérstakann áhuga á öllum undurfallegu luktunum sem eru af öllum stærðum og gerðum og hver annari fallegri.Úúúú ég væri til í að eiga nokkur stk af öllum þessum luktum í öllum stærðum og lýsa upp allt umhverfið á sjálfri ljósanótt.


Myndirnar og ummæli frú Púkó fann ég á fb síðunni
ef þið skilduð ekki enn vera búin að kikja á og læka síðuna þá mæli ég með því, 


í þessari búðarferð minni fyrr í sumar
 verslaði ég að sjálfsögðu eitt og annað, bæði púko og smart
og verð að sjálfsögðu að skella hér inn myndum fyrir ykkur fljótlega
Stína Sæm
innlit í London

August 27, 2012
á síðu sem ég kíki á rakst ég á þetta glæsilega en mjög svo sérstaka heimili,
hér er mjög klassískur stíll, poppaður upp með diskókúlum, trommusettum og fullt af listaverkum.
Látum bara myndirnar tala sínu máli, og dæmi svo hver fyrir sig.
Stína Sæmí teboðinu, á sætum sunnudegi

August 26, 2012
  
ég rakst á þetta fallega teboð á blogginu hennar Amy Atlas, sweet design, og fanst alveg tilvalið að bjóða ykkur með mér, á þessum sæta Sunnudegi í ágústlok

So much beauty.... 
at the tea party, on sweet sunday
I found this beautiful tea party at Amy Atlas blog; sweet design, and it seemed ideal to welcome you with me, on this sweet Sunday in late August  

Amy Atlas blog; sweet design
Photography by Lee Bird Photography & the Wedding Birds.

Vendor Credits:
Styling and Sweets: Boutique Affairs
Flowers: Ascha Jolie
Cakes and cupcakes: Kiss My Cakes & Boutique Affairs
Bunting: Emma Smith
Vinage crockery: Vintage Affair
Girls Clothing: The Tea Princess
Hair: Vogue Hair
Eigið dásamlegann sætann sunnudag
Stína Sæm

gleðilegann föstudag

August 24, 2012
Það er kominn föstudagur og að baki er heil vinnuvika hjá húsfreyjunni á þessu heimili,
 á mínum vinnustað er fólk búið að vera að tínast til vinnu síðustu dagana, 
en það þýðir ekkert að sumarið sé alveg á enda er það?
  

Það er amk ekki of seint að birta enn einn sumarlegan föstudagspóst.

raspberry basil mojitos
við stelpurnar í vinnunni ætlum að koma saman í kvöld
 og gleðjast pínu saman,


 svo að myntur, líme, klakar og jarðaber er nokkuð áberandi myndefni í dag.
strawberry mojito

enda ótrúlega fallegt saman...
og sumarlegt
eithvað svalandi og gott  í krukku...

Pomegranate & Lime White Wine Spritzer
eða fallegur glasi...

everythingfab.com
litríkt borð við vatnið...

Refreshing Lemon Mint Cucumber Wate
 enn meira svalandi í krukku..
 ekki má gleyma blómum í glerflöskum go vösum...
 og.....

kiwi capiroska
 júbb, pínu meira af fallegum drykkjum ....
lime juice, vodka and ginger beer.
svo fallega fram setta...
alveg dæmalaust fallegt myndefni finst mér.
countryliving.com


Eigið góða helgi elskurnar :)
Stína SæmAuto Post Signature

Auto Post  Signature