Top Social

I Grindavik hjá höllu og VIGT

November 29, 2016

Ég renndi með systur minni í nágrannaferð um daginn.....
við sem sagt fórum í einn nágrannabæinn, Grindavík.
Til að kíka á nokkrar duglegar kjarnakonur þar í bæ....
Við byrjuðum að sjálfsögðu á því að fá okkur að borða hjá höllu,
enda ekki hægt að komast inní Grindavík án þess að koma þar við... 
það er bara svoleiðis!

 Halla var búin að skreyta hjá sér... einfalt, stílhreint og óósvo fallegt hjá henni,
eins og staðurinn er allur.

Þessi tré eru bara æði og taka á móti þér þegar inn er komið,
Gordjöss.

 Ef þú átt leið inní Grindavík, kíktu á höllu, það er alveg nauðsynlegt,
staðurinn er töff og hlýlegur og maturinn, dásamlega góður, hollur og að sjálfsögðu alltaf smekklega framborin.


Svo kíktum við á VIGT 
en það er dásamlegt lítið fyrir tæki sem er samstarf, móður og þriggja dætra, 







Mæðgurnar hafa með ólíka menntun og reynslu sameinað krafta sína við framleiðslu ýmissa muna til heimilisprýði.
Gefum þeim orðið til að lýsa starseminni:

"Sameiginlegur áhugi okkar kemur til eftir að hafa lifað og hrærst í heimi innréttinga- og mannvirkjagerðar en allar höfum við starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu, Grindin ehf, sem hefur frá árinu 1979 byggt fjölda húsnæða og innréttað. 
Við framleiðslu á okkar vörum nýtum við meðal annars aðgengi og kunnáttu á tækjakosti trésmíðaverkstæðisins sem og það efni sem fellur til.
VIGT er starfrækt í húsnæði sem á árum áður hýsti Hafnarvigt Grindavíkur og þaðan er nafnið dregið."
Hulda | Arna | Hrefna | Guðfinna
og svo er algjör dásemd að skoða Instagram profílinn þeirra þar sem einn þeirra er ljósmyndari 






Myndir í eigu Vigt.

Með kveðju 
Stína

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

A4-jólaáskorun 2016, Málað, skreytt og notið

November 26, 2016

A4 hannyrðir og föndur, skoraði á nokkrar bloggara að koma og skoða allt úrvalið sem er í verslunum þeirra, síðan máttum við velja okkur efni til þess að vinna úr og blogga um.  Eina skilyrðið var að þetta væri jólatengt.
Neðst í póstinum finnið þið þá bloggara sem tóku áskoruninni og ætla líka að föndra smá fyrir okkur.
Ég kíkti í A4 í Smáralindinni og fann þar alveg ótrúlega margt fallegt til að gera mitt jólaföndur.... 

og þar sem ég er kona sem þefar uppi hluti til að mála... 
 þá fann ég þarna fullt af dóti til að mála.

í fyrsta lagi þá fann ég þessa bakka, sem eru þrír saman ooog eru líka til hringlóttir

ég nældi mér í svona kertastjaka,,, 
hver man ekki eftir þeim, litlum jólarauðum fyrir lítil kerti hér í denn?



Svo fékk ég mér pappastjörnu og stafi úr tré sem sjást þarna í bakgrunni.
Ég fór með þetta allt útí skúr og málaði það allt saman, 
ég ákvað að fara í svart og rustic stíl, notaði svarta, gráa og svo rauða og græna málningu...
málningarverkefnið er svo efni í alveg nýjann bloggpóst sem kemur seinna..

Hér er þetta svo allt saman málað og klárt til að nota í jólaskreytingu,
og fyir ykkur sem hafið verið að kaupa hjá mér mjólkurmálningu og elskið að mála allt sem í vegi ykkar verður..... ,
kíkið í A4 föndurdeildina,
 þar er svo ótrúlega margt jóla jóla sem er bara frábært efni til að mála með mjólkurmalninguni.

Í skreytingu notaði ég mosa, köngla og litla þykkblöðunga og afleggjara sem ég átti af pottaplöntum hér heima,
En mér finst ótrúlega gaman að sjá plöntur og þykkblöðungar í bland við greni og mosa í skreytingar, það gerist nú varla meira nutral og mér finst alltaf gaman að breyta aðeins til. 

hér er þetta svo allt saman komið í jólauppröðun á borðstofuskápnum
Bakkana þrjá ákvað ég að nota í sitthverjum tilgangi,
einn sem skreyting, einn sem bakki og einn varð að krítarttöflu,
og á hann krítaði ég hasstaggið sem ég hef verið að nota fyrir áskorunina á fb #A4jólaáskorun2016.
Ég sá svo fyrir mér að hægt væri líka að nota þá sem lyklatöflur, skella krókum á þá og setja uppá vegg, gera skillti og svo ótal margt annað sniðugt.

Stjarnan finst mér ótrúlega skemtileg og vonandi er til nóg af þeim því mig langar í mikið fleyri til að mála.

nei sko þarna er smá rautt í bókstöfunum!

Stjakarnir fengu sitt hvorn litinn og eru bara æði finst mér.
Veit bara ekki hvort þeir fari nokkuð niður í kassa eftir jól


 grænt og könglar í trébakka,
 svo náttúrulegt og fallegt



Svo er miðjubakkinn bara æði fyrir jólakaffið og smá jólagott 




 Kertaljós, smákökur og notalegheit...
seríurnar komnar í gluggan og jólatónlist ómar allann daginn í spilaranum.
Þá er konan komin i jólagírinn.

Svo við endum á smá rökkur stemningu.




Mig langar svo til að benda á það í lokin að þetta er í annað sinn sem A4 hannyrðir og föndur skorar á okkur bloggarana að velja, vinna og blogga.
Síðast valdi ég tvö verkefni, bæði að hekla krúttlega bangsa og svo hnýtti ég blómahengi.
Hér er linkur á: A4 áskorun fyrr og núna



Með í þessari áskorun núna eru 10 önnur frábær íslensk blogg og spennandi verður að sjá framlag allra í þessari skemmtilegu jólaáskorun.
Hér eru hin bloggin og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með hjá öllum.

Þær sem þegar hafa byrt póstana eru:
Skreytum hús/ A4-jólaáskorun 2016
Svo Margt Fallegt/ A4 jólaáskorun 2016

Smellið like á A4 – hannyrði og föndur, á Facebook og þá fáið þið þetta allt saman beint í æð.
Ég þakka svo A4 fyrir skemmtilega áskorun
 og ykkur fyrir að kíkja hér við og skoða mitt framlag. 

Takk fyir innlitið 
kær kveðja
Stína Sæm 


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Jólaheimsókn til Söndru hjá Vintage House

November 24, 2016







ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

jólainnlit frá made in persbo

November 22, 2016

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

jól í sveitastíl hjá Anna Truelsen

November 21, 2016

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature