Top Social

mánudags innlitið

April 30, 2012
Mig langar til að deila með ykkur flottri íbúð í breyttri verksmiðju í Amsterdam sem ég fann hjá housetohome og ákvað í þetta sinn að láta óþýddann textann fylgja líka.


"The owners renovated the original ceiling to create a double-height space with a first-floor corridor overlooking the kitchen. There arelamps behind the shelf that direct light down onto the work surface and upwards to illuminate the bricks at night."

"With its mismatched chairs and oversized chandelier over a beaten-up table, this area sums up the couple's rough-luxe style. It's also the natural spot to enjoy the shift between indoor and outdoor spaces."


"This intimate space leads off the open-plan kitchen-diner. The muted colour scheme and low-level furniture were carefully chosen to create a warm, sensual atmosphere."

"The home office is situated at the front of the converted factory and shares the same brickwork and concrete floor as the main part of the house. Layers of light - from angled ceiling lamps and pendants - add depth and warmth to this functional space."

"The gentle injection of luxury, with richly gathered fabrics, cosy sheepskins and soft velvets invite lounging.The basket chair in the living room was a vintage find."

"The bedroom is fresh and clear of clutter. The muted walls and wooden flooring provide a link to the colour scheme in the rest of the house, but the finish is less raw, and more refined."



Photograph by Paul Massey


Stína Sæm


sætur og bleikur sunnudagur

April 29, 2012

















Svo mikið fleira sætt og bleikt á pinterest hjá Carolina



Stína Sæm

Góða helgi

April 27, 2012
Helt Enkelt


Dreamy Whites

peonyandsage.com

Our labor of love by Heidi

pinterest



Eigið góða helgi og munið eftir gleðinni

Stína Sæm


blogg vinir

April 26, 2012

Hefur þú gaman af því að blogga og skoða önnur blogg?


Langar þig til að kynna bloggið þitt og jafnvel finna nýjar bloggsíður til að skoða?

Þá langar mig til aðbjóða þér í heimsókn með bloggið þitt.
Við gætum jafnvel haldið lítið bloggparty....


Þar sem við að sjálfsögðu skörtum okkar fallegasta, eins og í alvöru partýi,
veldu uppáhalds myndina á blogginu þínu, eða bara uppáhaldpóstinn 
þinn og deildu því hér að neðan.

Þetta er ofur einfalt, hér neðst á póstinum er lítill blár, sætur froskur, sem þú klikkar á og copy/paste-ar  bloggpóstinum þínum sem þú hefur valið að deila með okkur.


Nú svo er ekkert gaman að partýi sem enginn mætir í svo endilega bjóðið vinum ykkar, með því að láta vita á síðunni ykkar að þið takið þátt.
Allir heimilisbloggarar eru velkomnir hvort sem bloggið er um bakstur, föndur, skreytingar eða bara lífið heima og fjölskylduna. Hvort sem innihaldið sé að mestu ykkar eigin myndir eða hugmyndir af netinu. 



og hér er svo uppáhaldsmyndin mín;

Hún er úr kjallaranum hjá mér. Við tókum allt í gegn þar í byrjun ársins og endurnýttum ýmislegt eins og vörubretti og trékassa og notuðum í bland við dáldið global hluti.  Útkomann er  framandi og spennandi finst mér, enda stíllinn ólíkur því sem er annarstaðar á heimilinu.
Fleyri myndir úr kjallaranum hér


Partýið er opið framm á miðvikudag, svo það er tími til að gera póst með uppáhalds myndinni af blogginu þínu eða bara að velja áður birtann póst og deila með okkur.






Stína Sæm



kökur, skraut og fallegar frænkur.

April 25, 2012
Það var óvenju rólegt hér á síðunni síðustu helgi, en ástæðan er kökur og veislur
Ég var sem sagt  upptekin við að baka kökur, skreyta kökur og borða kökur...
en fyrst og fremst að njóta þess að eiga dásamlegar stundir með fjölskyldunni...


Ég á þrjár frábærar og fallegar systurdætur sem voru að fermast, þar af tvær núna um síðustu helgi og þær höfðu báðar pantað köku hjá Stínu frænku sinni :)
Hér kemur að vísu smá játning frá frænkunni; 
ég á það til að fresta hlutum... oft svo lengi að tíminn er eiginlega runninn út og sólahringurinn dugar varla til, og þannig var það í þetta sinn, svo ég sat við að gera bleikar fondant rósir á síðustu stundu og þá er eins gott að loka bara blogglandinu í bili.

Kökurnar fyrir þær báðar voru baileys tertur með fondant hjúp og skreytar með hvítum og bleikum blómum.


Guðrún Anna bauð til veislu á laugardeginum og var með ljósbeikt og silfurlitað þema í sinni veislu,
og þar sem ég var upptekin við kökuföndrið missti ég alveg af því að græa og skreyta salinn, en mér finst litla systir mín hafa staðið sig vel og borðin voru æðislega stílhrein og falleg.
Hvítir túlipanarnir eru alltaf fallegir og komu vel út með bleiku skreytingunum... sem flestar var hægt að borða með kaffinu...... bleikir kossar og mm í nokkrum bleikum litbrigðum.. algjör snilld
Guðrún fékk ofboðslega flotta og góða marsipan fermingartertu að gjöf svo við höfðum kökuna bara minni og að sjálfsögðu þurfti ég þá ekki að skrifa á hana 
og svo verð ég að setja hér með eina mynd af  Viktoríu Rós, litlu systir fermingarbarnsins, sem var bleik og sæt eins og fermingarskreytingarnar.

Fyrir ári síðan gerði ég líka bleikann veislupóst, 

Svo voru dömurnar okkar fermdar á Sunnudeginum og á eftir var Lovísa Ósk með sína veislu

og ég gerði fermingartertu fyrir hana, með nokkurnveigin sömu skreytingum nema kakan var stærri og blómin dekkri...


Mér gengur að vísu ekki alltaf nógu vel með að skrifa á kökurnar og hér kom það ekki nógu vel út en að öðru leiti var ég mjög sátt við útkomuna, held td að rósirnar hafi aldrei tekist jafn vel og núna 

Hér var svo skreytt með hvítu, dökkbeiku og silfurlituðu. Dökkbleikar rósir og súkkulaðikossar..
einfalt stílhreint og fallegt... svo sannarlega það sem heillar okkur systurnar í skreytingum

 Hér er svo Viktoría Rós komin aftur... og ég held ég hafi aldrei séð fallegra stelpudress áður,
varð bara að láta þessa mynd af okkur frænkunum fylgja með.

 Svo fékk ég þessar myndir af Gabrielu lánaðar, en hún fermdist í mars.
Fermingarprinsessan sjálf, tertan (sem var súkkulaðikakan eina og sanna frá Ragga bakara) og salurinn, var allt í hvítu og bleiku..


Finnst svo þessa myndir frá Gabríelu minni alveg tilvaldar til að enda þennan langa og bleika póst.
Óska öllum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra, sem eiga leið hér um síðuna, til hamingju með áfangann, vonandi eigið þið góðar og eftirminnilegar stundir saman.
Hafið það sem allra best
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature