Top Social

Sumar inspiration

May 31, 2014
betterdecoratingbible.com

fánarnir og klippimyndirnar í barnaherberginu

May 28, 2014
þegar þessi mynd byrtist í bloggpóstinum um barnaherbergið hennar Írisar Lind,
voru dáldið margir sem spurðu mig um fánana, hvar ég hefði fengið þá osfr.
En svarið er nú einfaldlega það að ég keypti svona pakka eða sett með stelpupappír í föndru (eins og sést til hægri á myndinni) það var á svaka tilboði svo ég veit ekki hvort það fæst þar enn, en alltaf er hægt að fá allskyns skrapp pappírs sett í hinu og þessu þema, stelpu eða stráka.
svo bara klipti ég nokkrar mismunandi myndir út í þríhyrning og setti borða á milli.
 Fánarnir sjást einmitt tilbúnir þarna til vinstri á myndinni.

Hinsvegar hafa ekki margir spurt um myndirnar í römmunum, 
En ég ætla nú bara samt að sýna ykkur aðeins meira frá þeim, því ég er svo voðalega ánægð með þessar myndir.

Ég notaði sama pappírinn og í fánunum og klipti hann niður í hin ýmsu form og límdi saman í svona krúttleg dýr, svo voru útlínur, augu og ýmislegt annað eins og greinar, teiknað með svörtum fínum túss og rammað inn.

Hér er svo myndaveggurinn í kvöldsólinni í gærkvöldi þegar ég kíkti í heimsókn,
(já ég ákvað að hafa litla græna samman á ská... en hann virkar svo bara svona óvart skakkur, svo því verður breytt næst :/ )

Þessar tvær litlu myndir standa í glugganum, þarna er bakgrunnurinn teiknaður og svo bara ein ugla sett með eða fugl á fuglahúsi, ósköp einfalt en sætt.

pappírinn í fiðrildin, vagninn og blómin var keyptur og kliptur í garðheimum, í snilldar tækinu sem þeir eru með þar, Hvítu stafina á fánunum (á fyrstu myndinni) klipti ég út þar líka.


Hjá rúminu sefur svo litli uglu-unginn  hjá uglu-mömmu og pabbi

 En litli unginn minn vaknaði við bröltið í mér og brosti svona sætt þegar hún sá ömmu sína.... 
hmmm foreldrarnir eflaust ekki eins ánægðir ;)
En þannig eru ömmur, fá börnin til að brosa á öllum tímum og mamma og pabbi fá svo bara að svæfa aftur.

Smá viðbót, ég kipti með mér þessu fallega póstulíns stell sem var í kofanum hjá mér og er gamalt frá Írisi systir minni, nöfnu Írisar Lindar, svo það er á góðum stað í gömlu hillunni.... sem er pínu í uppáhaldi hjá mér þarna.

Svo er einn svona fyrir og eftir póstur eftrir, um þetta herbergi svo ég sé ekki að setja allt í einn alltof langann bloggpóst um herbergið. En vonandi verðið þið þá ekki komin  með yfir ykkur nóg af þessu herbergi.

þar til síðar, 
verið blessuð og sæl,
kveðja amma Stína



þar sem ævintýralegt landslagið og heimilið rennur saman í eina draumaparadís

May 26, 2014

Mánudagsinnlit -- Monday House tour


Islenskt innlit // home and delicious

Hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari reka saman vefin Home & Delicious, sem er frábær vefur um heimili, mat og lífstíl og hið dásamlega  veftímarit Home & Delicious.

Við ætlum aðeins að kíkja á bústað þeirra hjóna sem er frá 7. áratugnum en þau endurnýjuðu bústaðinn algjörlega en þar var kvorki vatn né rafmagn eins og oft var með bústaði hér á landi. Eins og við var að búast er breytingin vel gerð og bústaðurinn undurfallegur og hlílegur. 
Stór hluti af búslóðinni er hannað af þeim sjálfum og heimasmíðað úr rekaviði og það er greinilegt að hér eru miklir fagurkerar á ferð sem kunna sitt fag og hafa komið sér vel fyrir. 
Myndirnar eru að sjálfsögðu eftir Gunnar sjálfan en innlitið fann ég á netsíðunni Design sponge.

á fallegu heimili í Danmörku


Líflegt og litríkt innlit á mánudegi




Barnaherbergi ömmustelpunnar

May 23, 2014
Þegar litla fjölskylda sonar mins flutti í sina eigin íbúð fyrr á árinu, fékk litla ömmugullið mitt, sem þá var að verða 3ja mánaða, sitt eigið herbergi og amman bað um að fá að sjá um að gera herbergið alveg frá a til ö... 
svo litla daman svaf í vöggunni í nokkrar vikur í biðbót svo amman gæti dundað sér við herbergið. 

Farið var að sitja um hinar ýmsu gersemar í geymslum og nytjamörkuðum og barnaherbergi urðu aðal pælingin á blogginu og pinterest um tíma. 
Hér heima var svo gamla herbergi litlu fjölskyldunnar gert að vinnuherbergi, þar sem var pússað og  málað, klipt og límt, spreyjað og nelglt og skrúfað, þess á milli  var svo heklað og saumað.
og alltaf bætist  eithvað við og enn eru hlutir  í vinnslu.
 En litla daman er löngu farin að sofa í rúminu sínu og líður bara vel í nýja herberginu sínu.

 Herbergið er stórt og bjart,  í gruninn mjög hvítt og með mildum pastellitum.með eikarlituðum skáp, hurð og gólfi og alveg mögnuðu útsýni og fallegum kvöldhimni



og hér sést svo herbergið frá einu sjónarhorni,
hér er sv aðeins annað sjónarhorn, rúmið hennar og fatahengið
 Við dyrnar er skiptiborðið með öllu tilheirandi, þar sem þægilegt er að nálgast allt sem þarf til að sinna barninu og sækja hluti.

Hér er  "leiksvæðið" kommóðan geymir leikföngin, bækurnar eru í góðri hæð fyrir lítil krílli, ruggustóll og borð með fallega kanínulampanum og auðvitað mottan sem mamman heklaði sjálf fyrir ungann sinn.
myndaveggurinn og fánaborðinn komið á sinn stað, myndirnar eru klippimyndir kliptar út úr sama pappírnum og fánarnir, límdar saman og útlínur og bakgrunnur tússað með svörtu.

kommóðuna og ruggustólinn vorum við búin að skoða vel í vikunni, bæði fyrir og eftir myndir, bókahillurnar þekkjum við úr Ikea, ekkert voðalega frumleg þar, en þær eru bara svo einstaklega henntugar (og gamla diskarékka fann ég ekki, en það hefði verið fyrsti kostur fyrir bækurnar) ;)
Á kommóðunni er grænn rammi úr tiger, með aðalversinu úr laginu Is´nt she lovely með Steve Wonder en það lag var sungið í skírninni hennar.

Bara svo bjart og fallegt.

Borðið var kollur sem pabbinn smíðaði í námi og hefur beðið í geymslunni hjá mér eftir akkurat þessu hlutverki og í horninu er trékassi sem geymir öll mjúkdýrin hennar Írisar Lind


Rúmið er einfaldlega bara hvítt og með blúndu sem passar við gardínurnar. 
Einfalt og fallegt.

Hér er svo fatahengið sem er grein  úr birkiskóginum hans pabba í  Skorradalnum, en þarna verður aldeilis gott að hengja alla fallegur kjólana hennar.


Kannturinn í rúminu og rúmfötin eru ofurfalleg frá Lin design, hvít með hvítum og bleikum fiðrildum, sem við fundum á lagersölu  þeirra eftir áramót. 
Góð kaup gerð þar :) 




Mæðraplattarnir eru algjörlega gordjös finst mér ,með þeim er gamall vegglampi sem amma mín og afi áttu og ég bara spreyjaði  og sterkur liturinn er kærkomin innanum alla pastellitina. svo herbergið sé ekki eins og ís réttur.
fyrir /eftir póstur um kommóðuna og ruggustólinn er hér
Svo vorum við búin að skoða hekluðu amigurumi fígururnar sem eru meðal annars í A-hillunni  og á fatahenginu
sjáið þann póst hér.

Svo fáið þið að sjálfsögðu að fylgjast með þegar fleyra bætist við.
En hvað segið þið, er þetta ekki bara ósköp sætt?
 Dáldið hvítt ég veit það, en ég efa ekki að  herbergið á eftir að fyllast af alls kyns litum leikföngum með tímanum svo það er eins gott að blogga um það þar til.

En nóg i bili,
Eigið notalega stundir 
kær kveðja 
Amma Sína


sumarparadís

 Það eru mikil forrétindi að eiga sér afdrep úti í sveit þar sem hægt er að njóta frídaga í ró og frið og komast í snertingu við nátturuna.
Húsið hér að neðan gæti ég hugsað mér að eiga einhverstaðar á fallegum stað, ekkert of langt í burtu svo hægt sé jafnvel að skjótast eftir vinnu á sumrin í góðu veðri og dvelja svo allar helgar. 
Einhverstaðar þar sem er vatn, fallegur gróður og alltaf gott veður :)

Kíkjum betur á þessa fallegu sumarparadís.

Ikea/limited collection

May 21, 2014
Frá Ikea er að koma þessi dásamlega vintage lína Kejsarkrona sem verður í takmörkuðu upplagi og væntalegt í Júni, en hvort þessi lína kemur hingað til lands veit ég ekki....
 en við skulum nú bara rétt vona það













Gamalt og endurunnið hjá ömmugullinu

May 20, 2014
 Í herberginu hennar Írisar Lind er eitt og annað gamalt og enduruunið, bæði úr góða hirðinum og fundið í geymslunni hér heima eða annarstaðar. 


Þessi kommóða fanst td í góða hirðinum á lítinn pening
 og fékk smá makeover með málningu, nýjum höldum og glansmynd.
og er bara  eins og ný ..... eðaeiginlega virkar hún eldri núna en áður. 
Þegar ég fór að vinna með kommóðuna sá ég að líklega er hún mjög gömul og heimasmíðuð.
og hún fékk verðskuldaðann gamlann sjarma.


 Þessi ruggustóll beið í kjallaranum hjá tengdamömmu, og var orðin nokkuð slitinn og þreyttur með flagnaða málningu hér og þar og bara allt of skrautlegur og litríkur fyrir minn smekk , 
svo hann var pússaður niður, og spreyjaður.
(stóllin heitir royal princess rocking chair og auðvelt er að finna hann á netinu ef einhver grætur það að honum var breytt)

Hér er svo stólinn kominn á sinn stað í herberginu, svo undurfallegur og veglegur fyrir litla ömmuprinsessu.
við hliðina á stólnum sést svo aðeins í koll sem pabbi hennar gerði í skóla, og fékk smá pastelmeðferð og þjónar núna sem borð.
 Hinum megin við stólinn er svo trékassi sem var hér í geymslunni og eftir sömu pastelmeðferð og smá stenslun passar hann núna uppá bangsa litlu dömunar.
En skoðum þá betur seinna.


Hér er svo kommóðan fína og fallega kominn á sinn stað í herberginu, og nýtist sem dótahirsla fyrir öll leikföngin hennar.
en þegar hún var kominn á sinn stað mundiég eftir hillu sem kom með mér heim úr Góða hiriðnum fyrir nokkru síðan og bara beið eftir rétta hlutverkinu, 
og kommóðan bara kallaði á litlu sætu hilluna og þeim var svo greynilega ætlað að vera saman, 


svo ég fór heim og pússaði og málaði hilluna litlu .....
 án þess að taka mynd áður, en þið vitið hvernig þær eru er það ekki?

og hér eru þær svo sameinaðar báðar tvær.
og þegar ég setti upp myndavegginn með klippimyndum sem ég hef veirð að dúlla við,
vantaði eithvað uppá , svo ég ákvað að mála tvo súpersæta ramma sem ég var nýbúin að finna í nytjamarkaði og ætlaði allt annað hlutverk.
 En þeir fengu aðeins að finna fyrir pastelmálningunni minni og fá að vera með myndagrúbbunni.

já það er ekki að undra að herbergið verði seint tilbúið til vera byrt í heild sinni því alltaf er ég að finna eithvað nýtt og sætt sem á bara að vera punkturinn yfir i-ið.
En þetta er nóg í bili,
Sæl að sinni.

kær kveðja
Stína Sæm




mysnippetsofinspiration.com/weekend-wind-link-party
nancherrow.com/welcome-fridays-unfolded

Góðann daginn


Æðislegt veður í Keflavík í dag,
sólin skín inn um gluggana og býður góðann daginn.





Eiðið góðann dag í dag.
kveðja 
Stína Sæm






Auto Post Signature

Auto Post  Signature