Top Social

Hekluð amigurumi krútt fyrir ömmugullið

May 12, 2014
Í nýja herberginu sem litla ömmugullið mitt á, eru nokkur lítil krútt sem mig langar til að sýna ykkur. 
þau eru hekluð úr bómullargarni og hver bútur vel saumaður saman svo þau þoli margt og mikið  og geta svo bara farið í þvottavelina þegar þau þurfa bað.
Uppi á hillu í herberginu hennar Íris Lindar er þessi litli og þvældi bangsi sem var fyrsta bangsa verkefnið mitt í hekli,

pattern
Hann er sá eini af þeim vinunum sem er heklaður úr afgangs barna ullargarni og hefur verið knúsaður og nagaður og þolað allt það sem leikfang hjá ungabarni þarf að þola... 
sem er aðalega það að vera alltaf næstum borðaður.
Þessir sætu fuglar skreyta svo birkigrein, sem hangir neðan úr hilluni og  þjónar einnig sem fatahengi fyrir litla prinssessu, sem að sjálfsögðu þarf að geta hengt upp fínu fötin sín.

Íris Lind hefur fengið að hnoðast með og naga fuglana líka og þeir láta það ekki á sig fá, en nú hafa þeir fengið fína silkiborða og trékúlur svo þeir fá bara að hanga utan seilingar og láta nægja að vera lítil augnayndi.
pattern
og svo eru það ugulurnar.....

 þessar tvær vinkonur sofa bara vært meðan þær hanga yfir skiptiborðinu og lítið mál er að taka þær niður og leifa litlum puttum ná í þær. 

Þrír amigos.
Uglan í efri hillunni er nýjasta krúttið í safninu og tók bara smá tíma að gera,
 amman öll að koma til í þessu dúlleríi og bara að verða snögg að, enda eru uglurnar alveg dásamlega einfaldar að gerð og fljótlegar.
Bangsinn og kanínan eru svo sitthvor útfærslan af sömu uppskriftinni og hver veit nema nýjir vinir bætist í safnið.
(Spring bunnies pattern)Ég nota bómullargarnið úr söstrene grene í bangsana og fiber fillingu sem ég átti fyrir. Augun sauma ég bara í með svörtu garni.
Linka á uppskriftirnar finnið þið við myndirnar en fuglarnir eru á tungumáli sem ég skil ekki (Hollensku minnir mig) en eftir að hafa gert eina uppskrift er nóg að sjá bara umferð = likkjufjölda, svo ég mæli með að byrja ekki á fuglunum nema ef þið skiljið Hollensku. 
Kanski ég setji seinna upp uppskriftina fyrir ykkur á Íslenski ef óskað verður eftir þvi.

Svo nú er bara að draga fram heklunálina  
og gera svona lítil krútt meðan þú situr í sólinni í sumar.

kær kveðja
Stína Sæm

7 comments on "Hekluð amigurumi krútt fyrir ömmugullið"
 1. Yndislega fallegt hjá ykkur Stína mín :)

  ReplyDelete
 2. Væri æðislegt að fá uppskriftina af uglunum á íslensku, þær eru dásamlegar :)
  Ekkert smá fallegt hjá þér allt saman! Mér finnst æðisleg hugmyndin að hengja greinina svona upp.

  Kv. Sigrún (ókunnug)

  ReplyDelete
 3. Ji, þetta er nú meira dúlleríið- kemur fáránlega vel út!

  ReplyDelete
 4. carinissime le tue creazioni!!
  Elisa

  ReplyDelete
 5. Aaaaa tetta er sjuklega sætt!!! Endilega setja uppskriftina a islensku!! Verd ad ad gera tetta haha

  ReplyDelete
 6. Those little birdies are unbelievably sweet, and the perfect finishing touches for that sweet room. Thanks for sharing at Fridays Unfolded!

  Alison
  Nancherrow

  ReplyDelete
 7. Ótrúlega fallegt :) Búin að gera uglurnar og páska kanínuna, rosa gaman að hekla þetta :)
  Ekki áttu uppskrift af því hvernig þú gerðir breyttir kanínunni í bangsann?
  Hausinn á mínum og eyrun verða alltaf eitthvað skrítinn :/

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature