Top Social

stórar klukkur í sveitastíl og skillti með mandala munstrí eða heimskorti

September 24, 2018
EF þið hafið séð eithvað um nýju námskeiðin hjá Svo margt fallegt  og eruð pínu forvitin, þá ætla ég að sýna ykkur hérna bæði klukkurnar og skiltin sem við ætlum að gera á námskeiðunum. 



Ég hef verið að þreifa mig aðeins áfram með þessi ótrúlega skemmtilegu verkefni, en ég býð uppá bæði klukkunámskeið og svo skiltanámskeið með heimskorti eða mandala munstri.




Ég lét útbúa fyrir mig efnið í bæði klukkurnar og skiltin,
 svo ég fékk þetta gert eftir mínum tutlungum og hugmyndum og þessi námskeið verða öll unnin á þennan efnivið.


Ég byrjaði á því að gera klukkurnar og notaði þá bæði MMS milk paint, Fusion málninguna og Fresco sem er frábært efni til að fá grófari áferð í málninguna.


 Ég byrjaði á því að lita viðinn aðeins svo við værum ekki  með svona nýlegan og fínan við undir málninguni.

og prufaði mig svo áfram með Fusion og fresco til að fá það útlit sem ég var ánægð með.


ég prufaði líka að mála á bæði mjög gróft efni og láta pússa það aðeins meira ....
og ólíka liti og áferð og mér finst þetta allt bara jafnflott.
Það er það dásamlega við þetta að möguleikarnir eru svo ótal margir og ég á eftir að prufa margar litasamsetningar líka.


og hér er ein komin uppá vegg í versluninni svo ég viti nú hvað klukkan slær.


 Við munum svo líka gera skilti úr samskonar efnivið og notum þá bæði heimskort og mandala munstrið til að skreyta þau.


eftir að við málum skiltið með nokkrum lögum af málningu og leikum okkur aðeins við að fá mátulega gamalt og veðrað útlit er komið að því að stensla munstrið.


Á þetta verk valdi ég mandala og nokkra liti sem voru algjörlega undir áhrifum frá haustinu


og alltaf er jafnótrúlega gaman að taka mandala stensilinn af og sjá munstrið koma í ljós í allri sinni fegurð



 Mátulega sjúskað til og gamalt en ekki eins og um nýtt timbur sé að ræða... 

og segir okkur líka að svona er hægt að nýta gamalt timbur sem fellur til í framkvæmdum og gera flott skraut út því fyrir heimilið.

Mig grunar nú að ég eigi eftir að gera nokkrar útgáfur af þessu í viðbók... prufa aðra liti td
En þetta er alveg ótúlega skemmtilgt verkefni.




Ef þið viljið gera ykkar eigin klukkur eða skilti og læra í leiðinni bæði tæknina til að fá þetta útlit og grunnþekkingu í að nota bæði Milk paint og fusion málninguna, 
þá getið þið skráð ykkur á námskeið hjá mér hérna:

Auto Post Signature

Auto Post  Signature