Top Social

Borð Fyrir Tvo

June 30, 2017
það var eitt föstudagskvöld í sumar
það er lagt á borð fyrir tvo,
rauðvini hellt í glas
og á borðum var íslenskt lamb og litríkt sallat
einfalt, sígilt og svo sumarlegt.ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Garðurinn minn - blómstrandi júni

June 29, 2017
Voruð þið búin að skoða Garða bloggpóstinn síðasta?
þið getið séð þann póst hér fyrir neðan:

Ég ákvað líka að taka myndir af öllum blómum og runnum þegar þau eru í blóma, 
verða mér úti um nöfnin á þeim og halda skrá yfir þetta allt saman í einu garða-albúmi í tölvuni (endurnefni myndina með blómaheitinu og tölvan auðvitað heldur utanum allar dagsetningar svo ég get vitað námkvæmlega hvenær myndin var tekin) Gæti líklega verið að sniðugt að gera pinboard á pinterest fyrir þetta líka....  já ég kanski skoða það!
En þetta getur komið sér vel sérstaklega þar sem mikið af þessu eru ný fjölær blóm sem ég er að byrja að kynnast og á líklega eftir að færa til og þá er nú gott að vita hvenær þau blómstra og hvernig þau eru í blóma.

Gullregn og Allium laukur (haustlaukur)


Geislablaðka
Lewisia columbiana ssp. rubicola

Blágresi: 
Geranium sylvaticum

Glóðarvatnsberi: Aquilegia formosaGarðavatnsberi:
Aquilegia 'McKana's Giants' 

 Klappavatnsberi:Aquilegia saximontana 

Gullhnappur
Trollius europaeus
Rottueyra - Cerastium biebersteiniiGljámispill:
Cotoneaster lucidus

Blátoppur:
Lonicera caeruleaps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Garðurinn minn - svona lítur hann út sumarið 2017

June 28, 2017
Garðurinn minn er í mikilli mótun núna og langt í að mér finnist hann vera orðin það fallegur að ég geti státað mig af honum í held sinni hér á blogginu, en ég ætla samt að sýna ykkur hann eins og hann er í dag.
 Hvert einstakt blóm og skrautrunni er þó svo sannarlega orðið mikið prýði og veita mér ómælda ánægju yfir sumartímann og það sem ég er að njóta þess að móta og skapa mína litlu blómstrandi paradís.

já ég hef verið að njóta þess í botn að sinna garðinum mínum í sumar en tók mér smá pásu og ákvað að gera garðabloggpóst fyrir ykkur sem hafið áhuga á svona blómstrandi fegurð.
Þessi bloggpóstur er meira um það hvernig landið liggur hér í garðinum og hvað uppá vantar til að hann teljist nógu fallegur. 
En svo kíkjum við betur á hverja plöntu og hvað er að blómstra núna í júni í næsta bloggpósti. 
En allt sem vex í garðinum blómstrar fallega hvort sem það er blóm, runni eða tré. 
Svo geri ég ráð fyrir því að halda áfram og gera enn einn um það sem blómstrar í júlí osfr
og vonandi á þessa bloggsyrpa eftir að fylla bloggið af fegurð og gleðja ykkur þar til við getum farið að kveikja á kertum og gera innibloggpósta.

Ok svona lítur sem sagt garðurinn minn út snemm-sumars 2017:

Lóðin skiptist í efri og neðri lóð og þegar ég flutti var þetta bara grasflöt og svo pallur bakviðhús. 
lóðin skiptist í neðri/efri með brekku sem lá á ská frá húshorninu og ég byrjaði á því að planta stórvöxnum runnum í neðri hlutann til að fá skjól.... 
svo liðu nokkur ár þangað til ég gerði eithvað meira, en síðustu tvö sumur hef ég svo haldið áfram. td breytti ég þessari brekku í bogadregið steinabeð í fyrrasumar og gerði tröppur.... eins og sést  á þessari mynd að ofan. 


Stóru skrautrunnarnir eru að gefa ómetanlegt skjól, aðalega þannig að ég horfi ekki útá götu þegar ég sit við litla hvita borðið við kofann.... þe ef ég horfi í þessa átt haha 
Reyndar sé ég ekki yfir þessa runna þó ég standi þarna heldur því þeir eru það stórvaxnir
og ég er alveg að elska það.

og ég vil taka að fram að ég keypti allar pönturnar í Gróðrastöðinni Glitbrá í Sandgerði og það var löngu áður en ég  fór að vinna í blómabúðinni Glitbrá og hef haldi mig við að versla allt í garðinn þar.


Bakvið kofann eru Stórkvistur og Meyjarrós sem bæði eiga eftir að blómstra fallega í júlí og eru risastór og uxu hratt. (Rósin er þakin blómknúpum og mun líklega blómstra bettur en nokkurntíma áður) Þarna á bakvið er ég líka með moltu tunnu....  þetta er svona eiginlega eini bakgarðurinn þannig lagað þar sem hægt er að hafa það sem ekki er til skrauts eins og þessa tunnu og verkfærin í lok vinnudagsins.Við hliðina á Stórkvistinum er svo Sýrena sem við sjáum aðeins í blómin sem eiga eftir að verða ljós bleik og falleg, þarna í horninu á bakvið stóra steininn er rós sem er stór og þétt en ekki nærri eins stór og Meyjar rósin en blómstrar eins bleikum einföldum blómum í júlí og mér sýnist hún líka ætla að vera einstaklega blómviljuð í ár (man þó ekki nafnið á henni eins og er)


Að framan er meðal annars Blátoppur sem er í blóma núna.Þar sem ég var að breyta skilunum milli efri og neðri hlutarins og bjó til steinhæð sem nú tilheyrir samt neðri hlutanum, í staðin fyrir grasbrekku sem var áður, vantar að fá áframhald af þessum stóra skjólrunnavegg svo ég var að gróðursetja tvær rósir í viðbót og sýrenu sem munu þá enda þennann skjólvegg betur einhverntímann.....  og það fljótlega miðað við hvað tíminn flýgur áfram! Trúið mér!
Þessar stöllur heita þyrnirós sem fær hvít blóm í júlí og Fjallarós sem skartar einföldum bleikum blómum og er mjög lík þeirri sem er í horninu við steininn.

 Svo er það nýja blómabeðið mitt.....
 eða blómasvæðið:

Ég hef lengi átt mér draum um að gera svona mikið og villt blómahaf við kofan og með "gömlum" óreglulegum stíg sem liggur innanum blómin og inná pallinn. Sumarið 2015 byrjaði ég svo á því að leggja hellur og gera beðin.... og þetta er að verða svo dásamlega blómlegt og fallegt að ég fæ svona ótrúlega fallega tilfinningu þegar ég stíg þarna út...lyktin og suðið í flugunum ómæ!!!
Þarna sjáið þið líka hvað það mun breyta miklu þegar rósirnar mynda skjól þarna við grindverkið, en þær verða 1,5 til 2 metrar á hæð. Núna sést beint frá götuni og inná pall þegar pallurinn er opin.


Þarna er Allium laukurinn sem er að reyna að stela athyglinni.
Gullregnið mitt er í góðu skjóli inní horni við palla vegginn og blómstrar alltaf alveg ótrúlega vel í Júní og hefur stækkað ótrúlega hratt síðustu ár, það er meira að segja farin að slúta aðeins yfir á pallinn.
Ef einhver er að hafa áhyggjur af eitraða gullregninu þarna við göngustíginn þá er það alveg skaðlaust  þó fólk nuddist utaní það en ég nota það ekki í matargerð eða útá sallatið... það væri frekar illa gert af mér. Hundurinn á það til að naga sum blómin í gaðrinum en lítur ekki við gullregnið.
Bara svona áður en fólk fer að vara mig við.


Ég fór í heimsókn í gróskumikinn garð um daginn og fékk fullt af afleggjurum sem eru sumir litlir núna en eiga ýmist eftir að mynda háar þekjur eða skríða um í steinhæðinni síðar meir, svo beðin eru kanski frekar gisin núna en eiga eftir að verða mikið augnayndi og í vor var þetta bara moldarbeð með tveimur plöntum. 
svo.....
þetta er allt á réttri leið vona ég.

Svo er það  litla steinahæðin mín.
Það er alveg hægt að ná svona nærmynd frá vissu sjónarhorni þar sem hún virkar gróin og fín.
En......

það er dáldið annað að sjá hana í heild sinni, þessa mynd tók ég td meira til að hafa sem fyrir mynd seinna meir og ég ætlaði alls ekki að byrta hana en þetta er nú partur af því hvernig garðurinn lítur út í dag: grasið óslegið,  ungir runnar sem ekki mynda neitt skjól enn og hellur liggja á víð og dreif... því ég var að máta hugmynd  sem er í kollinum á mér.
 En mig langar til að sleppa alveg grasi á þessum hluta lóðarinnar.... já maður er alltaf að spá og plana.
Rósirnar eiga væntanlega eftir að gera mikið þarna til að mynda skjól við grindverkið. Gljámispillin var annarstaðar í garðinum og var fluttur til og er núna eins og lítið limgerði milli lóðarhlutana og er að þéttast vel.  hann hefur síðustu hár verið uppétin og allsber á þessum tíma en alltaf jafnað sig og fengið ný lauf, en í ár er hann næstum alveg laus við óværu og virkilega hamingjusamur og blómstrandi eins og allur annar runnagróður í garðinum í ár.
Ég tek það fram að ég hef aldrei eitrað hjá mér en hef notað rabbarbara-blaða-blöndu þegar ég er alveg að gefast uppá endalausum maðka ágangi... en það er önnur saga að segja.
Maðka hef ég hinsvegar séð aðeins í ár en engin plága, kanski er það eithvað í tengslum við óvenju mikinn fuglasaung sem ég verð vör við úr stóru öspunum í næsta garði við minn!! Hver veit. en er ekki náttúran dásamleg ef hún fær að vera í friði?  Svona oftast nær amk.
En ok nóg um þetta ljóta horn og maðkaleysið í gaðrinum.

 Svo er það efri hlutinn af lóðinni:


Vorið 2015 var efri hlutinn enn bara grasflöt en ég gerði runnabeð meðfram Vallargötuni með Birkikvisti og gerði breitt beð með blönduðum skrautrunnum Klapparstígsmegin, sumt af því keypti ég nýtt í Gróðrastöðinni Glitbrá og annað færði ég til annarstaðar frá í garðinum eða úr kerjum á pallinum.
Á myndinni hér að ofan eru td allir litlu Birkikvistirnir mínir í bakka... bara lítil kríli.

Birkikvisturinn tók strax rosalega vel við sér og þéttist helling og svo óx hann enn meira í fyrrsumar og það verður gaman að sjá hvernig hann verður núna í lok sumars


Hérna sjáið þið hvað hann ætlar að fara að blómstra rosalega (mynd tekin í síðustu viku) en svo er  spurning hvort það muni sjást almennilega því hann vex svo rosalega að nýjar greinar eru óðum að vaxa fyrir blómin.


Ég setti niður þrjá litla gullsópa sem mér finst algjört æði, þeir hafa stækkað ótrúlega vel og blómstra allt sumarið held ég... amk byrjar hann rosalega snemma og ilma dásamlega.


þessi beð eru að mestu með skrautrunnum sem eru lágir og litríkir og ólíkt neðri hlutanum þar sem eru stórvaxnir runnar og fjölær beð, þá eru þarna næstum engin blóm nema krókuslaukar og annað sem blómstrar eldsnemma vors áður en neitt annað vaknar í garðinum.. svona til að boða vorið.

Svo ætla ég að ljúka þessum langa bloggpósti á myndum af sumarblómum í pottum og kerjum.
Vonandi hafði einhver ánægju af þessum garðabloggpósti.... líklega eru það nú bara sérstakir og einstakir blómaálfar eins og ég sem nenna að lesa þetta upp til agna.

En takk fyrir innlitið
og hafið það sem allra best elsku litlu garðálfar.

með bestu kveðju
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan launa það með því að klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

innlit í stórt virðulegt setur frá þriðja áratugnum

June 26, 2017 Allt um húsið getið þið lesið hér: hemtrevligt.se/
grein eftir Anna Truelsen og Nina Sederholm Photo: Carina Olander


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature