Top Social

Glæsihús í úthverfi Kaupmannahafnar komið í jólabúning

November 27, 2017

Hádegisverður á Matur og Drykkur

November 26, 2017
Við vinkonurnar vorum á bæjar rölti um daginn og fengum okkur  hádegisverð á 
Matur og Drykkur sem er  frábær staður til að kíkja á svona í hádeginu á þriðjudegi... eða hvaða dag sem er.

 En staðurinn er töff og skemtilegur og staðsettur í gamalli saltfiskverksmiðju  útá Granda.
í húsi sem var byggt 1924 í hefðbundum verksmiðju byggingarstíl þess tíma og notað sem saltfiskverksmiðja allt undir lok sjötta áratugarins. Byggingin er nú varðveitt sem sögulegar minjar og auk veitingastaðarins er þar líka sögu safn. Svo það þarf endin að efast um að þarna er vel haldið í gamla útlitið á bygginguni og allar skreytingar eru sögulegar og útfærðar á nútímalegan og frumlegan hátt.... 
rétt eins og maturinn sem er klassísk íslensk matargerð með nútímalegu ívafi.

Madam Stoltz / winter 2017

November 16, 2017

stórglæsilegt jólainnlit í Danmörku

November 13, 2017
Er ekki alveg allt í lagi að byrja á að byrta jóla innlitin aftur??
Hér kemur eitt ótrúlega töff og flott heimili í dökkum og rustic stíl þar sem búið er bæta inn greni og kertum til að setja tóninn fyrir jólin.
Fyrsta jólainnlit ársins..... gjöriðsvovel!


Milk Paint JólaNámskeið með Fallegu JólaStenslunum

November 10, 2017
Í vikuni var ég með fyrstu Jólanámskeiðin hér hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík 
og ég átti alveg æðislegar kvöldstundir hér í góðum félagskap frábærra kvenna.
Næstu námskeið eru svo á morgun, laugardag og svo á þriðjudagskvöldið 14. nóvember.Þetta námskeið býð ég svo uppá fyrir litla hópa fram að jólum ef þið eruð 4 eða fleiri, hafið bara samband og þá er hægt að setja saman notalega aðventustund fyrir þinn hóp.
(uppl i síma 8938963 eða á namskeid@svomargtfallegt.is)

Heart of Strings... elsku potta plöntu krílið mitt

Bara af því það er komin helgi.....
Munið að horfa í kringum ykkur og njóta þess sem er fallegt,
hvort sem það er lítið eða stórt.
Eigið góða helgi,
kær kveðja
Stína sæmps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

House Doctor, Jólin 2017

November 9, 2017

Á Föstudegi

November 3, 2017
 Systir mín sendi mér skilaboð um daginn og athugað hvort ég væri heima í hádeginu,
hún ætlaði að kaupa kjúklingasallat handa okkur  og koma mér.....


Ég þáði að sjálfsögðu boðið,
og ákvað að dressa sallatið aðeins upp.....
dró fram uppáhalds skálarnar mínar frá Greengate


blandaði því saman við ikea diska og lagði á borð með sparihnífapörunum

 Ég elska þessar munstruðu skálar og að blanda þeim saman við einlita diska eins og þessa og svo  eru lattebollarnir algjört æði, 
þó ég noti þá nú oftar sem skálar eða undir minni pottaplöntur heldur en sem lattebolla...
en þennan dag voru þeir sko settir á borðið fyrir kaffi


Sallatið komið úr takeaway boxinu, í fína skál og kalt hvítvín i glasið svo úr þessi varð einstök og falleg stund


já það þarf ekkert að vera mikil fyrir höfn, 
en fallega framreiddur matur er bara svo mikið mikið meira en bara matur,,,
það er upplifun.

Takk innilega fyrir að koma við
hafið það sem allra best í dag og góða helgi.
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Hátíðlegt Matarboði Hjá House Doctor

November 2, 2017


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Berglind Málar Með Svarta Milk Paint Litnum Typewriter

November 1, 2017

Hún Berglind byrjaði á því að mála einn gordjöss furuskáp í svefnherberginu sínu hvítann.... og hún féll svo fyrir málninguni og einstöku gömlu útlitinu við það verkefni, að hún hefur síðan þá málað heilmikið í viðbót með milk paint og er búin að  gefa heimilinu alveg nýtt heilsteipt lúkk með því að mála mörg gömlu viðarhúsgögnin sín svört með litnum Typewriter.


Ég verð að segja að mér finst þetta borð alveg geggjað svona.... 
það er svo gróft og töff


en eins og þið sjáið á þessari mynd þá var það áður svo gulleit fura að það jaðraði við það að vera appelsínu gult, en viðurinn massífur og þungur og var alveg æðislegt verkefni fyrir milk paint.


og svo var það skenkurinn....


hann var þungur dökkur viðarskenkur sem hafði verið  málaður hvítur!
Hún pússaði hvítu málninguna af toppnum og leifðu viðnum að njóta sín með nýja svarta litnum.
og við erum að fíla það!


Ikea hillurnar fengu líka umferð af Typewriter....


og svo er hún líka svo sniðug að skreyta hjá sér þessi snillingur að maður bara stendur á öndinni ;)


í forstofuni er hún svo með þessu geggjuðu "hlöðudyr"
og hér sjáiði vel hvað milk paint lætur viðaræðarnar og allan karakterinn í viðnum skína í gegn þrátt fyrir að málningin sé alveg þekjandi litur.
og uglan stendur sig vel á vaktinni.

Hlöðudyrnar smiðuðu þau hjónin sjálf og hengdu á braut.
Snillingar!


og svo er það litli skápurinn.....

hér er fyrir- mynd
juðarinn fékk að vinna á topp plötuni...


og svona varð útkoman.
Mér finst þessi totalí gordjöss!


Nýtt verkefni....

aftur var juðarinn ráðinn í vinnu við toppstykkið,


og sjáið bara viðinn sem fær að njóta sín á borðplötuni með fallegum máluðum fótunum


já hér er svo sannarlega margt fallegt sem hefur fengið alveg nýtt útlit með Miss mustard seed´s milk paint og ótrúlega gaman að sjá hvað hún notar málninguna til að sníða þessi gömlu húsgögn algjörlega að sínum stíl.

Ég vil þakka Berglindi innilega fyrir að senda mér myndirnar og leifa mér að deila þeim með ykkur í þessum bloggpósti.
Mér finst svo ótrúlega gamana að sjá hvernig þið notið milk paint.

Hafið það sem allra best,
kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature