Top Social

Bjartur og fallegur mánudagur

April 23, 2018
Í byrjun sumars er hver sólargeisli himnasending,
það hríslast um mig þessi dásemdartilfinning að brátt sé allt komið í blóma og ég geti notið þess að vera úti í garði eða á pallinum dögunum saman, berfætt í sumarkjól að stússast úti í garði....
það er mitt uppáhald.Svo ég hita upp með þvi að setjast útá svalir með kaffið,
tek með mér blómstrandi plönuna sem er á eldhúsborðinu.....


skoða dásamlega fallega tímiritið Hageliv og uterom 
og sé fyrir mér draumagarðinn minn og garðhúsið.


Logi gamli fylgir að sjálfsögðu með og fagnar því að geta setið úti og fylgst með götuni af svölunum.


Tímarit stútfullt af fallegum blómstrandi görðum og dásamlegum garðhúsum er gott meðlæti með kaffinu á svona degi.Góð stund sem boðar upphaf á góðri viku og dásemdar árstíð.


Hafið það sem allra best í dag

í eldhúsglugganum

April 17, 2018
Plönturnar á heimilinu stækka sumar og dafna vel og svo bætast alltaf nýjar við... sumar að vísu dafna ekki svo vel og er skipt út en þó er það þannig að alltaf vantar nýja blómapotta fyrir þessar elskur.Ég er alltaf rosalega hrifin af leirpottum en gallin er að ég er ekki hrifin af þeim þegar þeir eru nýjir, vil þá gamla og "lifaða" með allskonar affellingum og gamalli áferð...
er einhver með mér í því?


Ég á td ónefndann þykkblöðung sem er búin að búa hjá mér í nokkur ár og ég keypti hann í þessum gamla litla leirpotti og líklega valdi ég hann að mestu útaf gamla lifaða pottinu.
En hann hefur vaxið allsvakalega í eldhúsglugganum hjá mér og potturinn orðinn allt of lítill, svo ég keypti flúnkunýjann leirpott, sem ég bara málaði með milk paint og stenslaði svo munstur á.


Gæinn sem hættir ekki að vaxa!


Nú er ég búin að vökva nokkrum sinnum með því að láta pottin standa í vatni í vaskinum þar til moldin er gegnum blaut og leirinn sjálfur búin að drekka í sig vatnið eins og ég geri með alla svona leirpotta.... 


og ég er svo að elska hvað leirinn er að spila með mjólkurmálninguni og hann virkar strax svo mun eðlilegri


Nýr og flottur kaktus fékk svo gamla leirpottin og finst ykkur þeir ekki gordjöss saman!


Þennan blómapott málaði ég fyrir 2 árum með gráu, svörtu og hvítu  þannig að hann virkaði gamall og hann verður bara flottari og eðlilegri með árunum.

Sjarmurinn minn!


Á vinnustofuni hjá mér eru svo aðrir pottar úti í glugga sem vilja líka fá athygli í dag.

Þessi er málaður eins og stóri potturinn í eldhúsglugganum, 
grár og með svörtu munstri... 


og svo er það þetta bjútí þarna á bakvið sem fékk fallegt munstur í lit.


Ég á svo eftir að sýna ykkur fleiri stenslaða blómapotta á vinnustofuni þar sem ég er með námskeiðin og við meðal annars erum að stensla á blómapotta, 
en þessi bloggpóstur er bara orðinn alveg nógu langur í bili.

þið finnið allt um námskeiðið hér:


Með bestu kveðju

Innlit með smá iðnaðartvisti

April 14, 2018
Þetta innlit finst mér ótrúlega heillandi!
Íbúðin er lítil, björt og að mestu í hvítu og svörtu en það eru grófu iðnaðar elementin sem mér finst gera íbúðina svo skemtilega....
svona nettur grófleiki í efnisvali!


decor.cloud

Takk fyrir komuna,

Innlit í pínulitla og bjarta íbúð.

April 11, 2018
decor.cloud

Takk fyrir komuna,

Góða helgi

April 6, 2018
 Föstudagur, sólskín og blómstrandi blóm í potti...


Það er komið vor!!
.... ok í bili amk
...... og ég nýt þess að setjast uppá svalir í dagslok og helli mér einum ísköldum í glas...


já mér líður eins og beljunum á vorin...
það er eithvað svo dásamlegt að setjast uppá svalir með nýtt tímarit, finna fyrir ilnum frá sólinni og hlusta á mannlífið í bænum lifna við eftir vetrardvala.....
það er bara eithvað við það!


Já og eins og kaffið bragðast betur í fallegum póstulínsbolla, þá er margföld ánægja af því að drekka bjórinn úr skornum kristal....
það er ekkert hversdags við það haha


Eigið góða helgi,
og munum að njóta dagsins meðan veðrið er svona gott því við vitum að það getur allt gerst á þessum árstíma,
 kanski snjóar á morgun... eða ekki!
hver veit, njótum dagsins bara!

Auto Post Signature

Auto Post  Signature