|
símamynd. |
Systir mín fann þennann brúna 70´s Silver cross Berkley í Góða hirðinum í gær,
við byrjuðum að sjálfsögðu á því að myndann í stofunni um leið og hann kom í hús.
Í dagsbyrtunni var svo ástandið kannað nánar,
en vagninn er algjörlega orginal.
og auðvitað var hann myndaður frá öllum sjónarhornum.
Hann er alveg heill að innan, með einlita kremaða líningu sem sér ekki á en svuntan er mikið rifin og er nú komin til skóarans í bænum
í
Pífan framan á skerminum er frekar slitin en það má laga.
Með viðgerða svuntu og smá þrif má alveg fá sér göngutúr.
En hann þarf ný gúmmí og viðgerð á lakki, yfirhalningu á svuntu og skermi, til að tlejast uppgerður en ég tel hann góðann miðað við aldur.
og hlakka til að fá mér göngutúr með litlu ömmustelpuna mína í þessum eðalvagni.
Svo þarf amman bara að hekla fallegt teppi í stíl við vagninn,
ætli það verði ekki næsta handavinnuverkefni, í öllum mögulegum fallegum jarðlitum, svona ekta 70´s í brúnu og appelsínugulu ásamt mörgum öðrum fallegum tónum.
Hvernig líst ykkur á?
Hallærislegur í gær en algjört trent í dag er það ekki?
Kær kveðja
Stína Sæm
Linking @