Top Social

shabby chic með Rachel Ashwell

March 6, 2014
Shabby chic er sérstakur heimilisstíll sem mér finst dáldið heillandi,
eins og nafnið gefur til kynna er stíllinn annars vegar sjúskaður: allt á að virka gamalt og rustic,
og hinsvegar stelpulegur; pastellitir, pífur og blóm kemur þar sterkt inn.


Rachel Ashwell er án efa Shabby chic drottningin,
er með verslanirnar Shabby chic og sölusíðu með allskyns shabby dásemdir og  the Prairie b&b, sem er dásamlegt gistihús í gömlu býli sem samanstendur af nokkrum gömlum húsum í hinum fullkomna shabby chic stíl.

Ég valdi nokkrar myndir í þennann póst sem mér finst lýsandi fyrir shabby chic stílinn, og allar myndirnar eru fengnar frá Rachel Ashwell

pífur og blúndur í mildum pasteltónum, pínu slitnar og sjúskaðar,
örlítið fölnaðar rósir, blúnda og gamalt póstulín  á gömlu slitnu borði með gylltu munstri,
falleg borðstofa  í einföldum shabby chic stíl, hér er ekkert verið að ganga overboard í stílnum

tjull og meira tjull i fallegum litum og sjáið dásamlegu herðatren!

sjúskuð borðplata, fölnandi blóm, póstulínsvasi og vintage veggfóður í bakgrunni,

Dásamleg ljósakrónan, útsaumaði stóllinn og þessi guðmómlega vængjahurð, eru bara fullkomið myndefni í þennann póst.


Dásamleg rúmföt með pífum og blúnduverki og sjáið rúmgaflinn sem þarna glittir í.... dásemd!

Sjúskaður skápur í fallegum lit, fullur af vintage póstulíni er svo sannarlega mér að skapi.


Safn af gömlum dásamlegum mottum er að finna í verslun shabby chic ásamt mörgum öðrum sérvöldum gömlum gersemum.

Hér eru svo nokkrar myndir frá The Prairie:Að sjálfsögðu fáið þið svo linka með póstinum,
 svo þið getið skoðað enn  meira ef þið eruð jafn heilluð og ég

Sölusíðan með alls kyns shabby dásemdum, bæði gömlu og nýju:
Gistihúsin á sléttuni;
og bloggsíðan

Hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature