Top Social

Við kynnum, handunnar og fallegar vörur frá Bungalow í danmörku

February 9, 2022

Ég kynni fyrir ykkur nýjar vandaðar og fallegar vörur frá danska merkinu Bungalower sem eru komnar í verslunina mína  Svo margt fallegt. 

Bungalow er hugarfóstur hinnar dönsku Minnu Hildebrandt og indversks eiginmanns hennar en 
Kerala á Indlandi er annað heimili þeirra og innblásturinn á bak við töfrandi heimilislínurnar, sem sameina indversk mynstur og handverk með skandi, nútímalegum stíl.
Ég kynntist fyrst þessum einstöku og undurfallegu vörum frá Bungalow í fyrra, 
þegar vinkona mín hjá Kimiko flutti þær inn í sína verslun 
(kimiko og Svo margt fallegt leiga saman húsnæði í Bæjarlind) 
og ég féll alveg fyrir sögunni, handverkinu og einstakri fegurðinni.

Núna höfum við Magga hjá Kimiko ákveðið að vinna meira saman að litlu fyrirtækjunum okkar 
og að Bungalow vörurnar eigi frekar heima hjá Svo margt fallegt 
og saman ætlum við svo að velja fleyri vörur sem heilla okkur og eru vandaðar, handunnar, fara vel með nátturuna og styðja við lítil fyrirtæki eða atvinnu á fátækari svæðum.

Bungalow vörurnar passa svo sannarlega við allt sem svo margt fallegt stendur fyrir og eru svo mikið meira en bara undurfallegar.

Þess vegna var ástæða til að endurvekja bloggið eftir langt hlé til að segja ykkur frá þessari nýju vörulína í versluninni og hvaða töfrar liggja á bakvið danska fyrirtækið Bunglow og hvað það er sem gerir vörurnar svo einstakar og sérstakar....
 sem þú reyndar bara finnur þegar þú snertir þær og skoðar.
Sagan byrjaði fyrir mörgum árum síðan:

Minna Hildebrandt  stofnaði Bungalow sumarið 2004 eftir margra ára fikt við hugmyndina um sitt eigið fyrirtæki. Hún hafði ferðast um Indland og Suður-Asíu síðastliðin 14 ár og hún hefur búið og stundað nám í Himalajafjöllum sem hluti af BA gráðu sinni í indverskri filologi frá háskólanum í Árósum. 
Í dag er Indland bókstaflega hennar annað heimili. Maðurinn hennar er frá hinu fallega Kerala fylki á Suður-Indlandi, þar sem þau halda sitt annað heimili og eyða fríunum sínum.

Minna hefur alltaf verið heilluð af fegurð og litum Indlands 
og er hugfangin af hefðbundnu gömlu handverki sem enn er iðkað.


 Og listin að blokk-prenta var ást við fyrstu sýn. 
Blokkprentunin er þúsund ára gömul og hefur alltaf verið innblástur fyrir textílhönnuði um allan heim. Provencal prentun, til dæmis, er undir beinum áhrifum frá indverskum blokkprentum.

Blokk prentuðu textíl línurnar hjá Bungalow eru af bestu gæðum blokkprentunar sem völ er á á Indlandi í dag og hefur verið hannað og framleitt í samvinnu við þeirra færustu handverksmenn.

 "Mér líkar sú staðreynd að vörurnar sem ég kynni eiga sér sögu og hafa verið búnar til af alvöru fólki frekar en vélum. 
 Það er markmið mitt að búa til nútímalega hönnun með því að sameina indverskan innblástur með nútíma litum og fagurfræði. Ég vona að vörurnar mínar færi lit og gleði inn á þitt heimili!"

- Eigandi Minna Hildebrandt
Eitt er svo sameiginlegt fyrir allar pappírsvörurnar þeirra; arkirnar, öskjur, kort og minnisbækur, 
er að þau eru öll unnin úr handunnnum pappír, 
sem er framleiddur úr endurunninni bómull. 
Blöðin eru viðarlaus og azólaus.
Sem þýðir að engin tré eru felld til að framleiða pappaírsvörurnar
 

Margar mismunandi vinnslu aðferðir eru svo notaðar á handgerða pappírnum þeirra. 
  • Notaður er heil-litaður pappír með sérstakri húðun til að fá leðurútlit, 
  • silkiprentaður pappír fyrir litrík mynstur 
  • og pappír með blað-gull stimpli fyrir alveg einstakt útlit.


Öskjurnar og aðrar pappírsvörur eru svo handunnar úr þessum einstaka pappír...
og þær færðu núna hjá Svo margt fallegt,
ásamt borðum og skrautgreinum,
bökkum 
og handunnum leirvösum og blómapottum.


Vertu velkomin til okkar í verslunina í Bæjarlind 14-16 
(gengið inn milli Nonnabita og Evuklæði)
Við erum með opið alla virka daga frá kl 11-18
og laugardaga kl 12-15

Svo er það netverslunin svomargtfallegt.is
og beinn linkur á Bungalow vörurnar

Hafið það sem allra best í dag.
Með bestu kveðju,
Stína Sæm


Í gamla bænum í Chania

April 13, 2019

Hér er einn bloggpóstur sem ég ætlaði að byrta síðasta sumar....
en myndirnar voru svo allt of margar í einn bloggpóst svo ég geymdi hann og ætlaði að grisja myndirnar aðeins.....
En skellum honum bara í loftið svona.í bíltúr á Krít

April 7, 2019

Þegar við erum að plana hvert við viljum fara í sumarfrí í sumar er alveg tilvalið að skoða myndir frá sumarfríinu okkar í fyrra.
Eins og fram kom í bloggpóstinum um sumarfríið okkar á Krít 
þá tókum við bíl á leigu fyrstu dagana og keyrðum aðeins um til að skoða nánasta umhverfi. 
Ég mæli eindregið með því, ef þið farið þarna, að þið annaðhvort farið í einhverja ferð sem ferðaskrifstofan bíður uppá, athugið á hótelinu hvaða aðrar ferðir eru í boði eða eins og við gerðum takið bíl og keyrið um.... þessi eyja er bara svo allt of falleg og áhugaverð til að láta það alveg framm hjá sér fara.þið þurfið ekki að fara langt, bara  beygja út af hraðbrautinni og þið eruð komin út í sveit og upplifið local stemningu.


Við byrjuðum á því að keyra í litla fiskimannabæinn Kolymvari sem er við tangann í enda strandlengjunar, þar eru Heimsferðir td með hótel sem við vorum nokkuð spennt fyrir en misstum af,


 þarna er rosalega rólegt, nokkur hótel í nágrenninu og ekki mikið um að vera en virkilega fallegt og  áhugaverðir veitingastaðir við höfnina .... eiginlega alveg fullkominn staður fyrir svona fólk eins og okkur sem sækir frekar í fallegt umhverfi, góðan mat og local stemningu í litlum bæ.

Við stoppuðum aðeins þarna, gengum um og fengum okkur hádegisverð á en keyrðum svo áfram...Við fórum eiginlega óvart inní eitt lítið þorp þarna í staðin fyrir að keyra í gegnum það....


þvældumst um litlar þröngar götur 


sem voru eiginlega eins og gördjöss völundarhús....


og vissum ekki alveg hvert við vorum að fara....
vorum eiginlega að elta hr google og létum hann leiða okkur í undurfallegar villigötur


Miðað hversu vel þessum er lagt þarna í bílskýlið held ég að fólk noti bíla ekki mikið þarna,
amk hlýtur að taka tíma sinn að komast eithvert og leggja svo bílnum aftur. 


En við enduðum í blindgötu og þurftum að hafa mikið fyrir að snúa við aftur... 
ég amk nauð þess að upplifa þetta litla þorp en lærði að þú leggur bílnum og labbar svo um!!
Munið það!  

Við sem sagt komumst út úr þessu fallega þorpi og héldum áfram,
dagurinn var skýaður á köflum, það var ýmist glampandi sól eða skýað og reglulega kom smá rigning svo það þurfti reglulega að taka niðður toppinn á bílnum og setjann svo upp aftur.
 en við keyrðum þröngan fjallaveg í alveg stórfenglegu umhverfi til að komast hinum megin við eyjuna og þu nýtur þess svo mikið betur í opnum bil.


Á leiðinni voru nokkriri litlir áningarstaðir með geggjuðu útsýni ...
og þar voru oftast litlir sölubásar með hunangi og ólífuvörum og þar var ungt par með  vörur úr sinni fjölskylduræktun en flestar fjölskyldur þarna rækta sínar ólífur og hunang og þau voru svo rétt að byrja þarna að þau voru hvorki komin með logo eða neinar aðrar merkingar 

en hunangið þeirra var svooooo ótrúlega gott.


ótrúlega falleg leið.Hinum megin við eyjuna er  Elafonissi ströndin sem er þekkt sem ein fallegasta ströndin í Evrópu en þarna í kring er varðveitt og merkileg náttúra, sérstæður gróður og gömul ólífutré.
Náttúran er friðuð og allt gert til að varðveita og passa upp á gróðurinn


ströndin er ótrúlega falleg og sandurinn hefur einstakan bleikan blæ við flæðarmálið.... hinsvegar þegar við vorum búin að straldra aðeins við og dáðst að fegurðinni byrjaði því miður að hellirigna, svo þetta er eina myndin sem ég tók áður en við forðuðum okkur aftur útí bíl.
á baka leiðinni stoppuðum við aðeins  í þorpinu Elos...


Við fengum okkur steiktann ost, grískt sallat og kaldann bjór... 
bara klassík í þessari ferð ;)


Næsti dagur var mun sólríkari við héldum áfram að keyra um og njóta...Það er ekki annað hægt en að stoppa þegar keyrt er i gegnum þorpið Vouves og finna kyrðina og fegurðina þarna


þessi töffari fylgdi okkur um þorpið 
en það var varla að við sáum nokkurn á kreiki á þessum tíma nema hundana

Við skoðuðum ævaforna ólífutréð í Ano Vouves.


sem er talið vera um 3000 ára gamalt og er sérstaklega varðveitt vegna þess hversu einstakt það er í laginu


þarna í þessu dásmalega umhverfi var ekki bara eitt gamalt tré, heldur lítið safn um sögu trésing og ólífuræktina ...

þarna er líka kaffihús


og ég fékk mér krítverskt kaffi og appelsínu og olífuköku... sem var mun betri en kaffið


svo ég svissaði yfir í bjórinnÚt um allar sveitir eru ekki bara ólífutré, heldur er líka vínrækt um alla eyjuna,


Svo við kíktum auðvitað í  vínrækt

Karavitakis emmanoui
þarna lá að sjálfsögu köttur á stól eins og á öllum öðrum stöðum sem við fórum á Auto Post Signature

Auto Post  Signature