Top Social

Eldhús moodboard

October 28, 2015
Ég er fyrir löngu komin með leið á eldhúsinu mínu og þegar nýjasti Ikea bæklingur kom út gerði ég svona lítið Ikea eldhús moodboard,


ég krotaði hringi og merkti við það sem freistaði mín mest,


og svo sat ég með bæklingin og litaprufur og planaði nýtt og fallegra eldhús...
eikarlistarnir með þessum græna lit var svo löngu farið að fara í mínar allra fínustu, (alveg neglurákritartöflu hrollur) 
og þar að auki voru tækin alveg við það að gefast upp og virkuðu bara að hluta til og höldurnar áttu það til að detta af skápunum við álag, brunablettur á borðplötunni og....
já svo það tókst að sannfæra eiginmanninn um að það væri nauðsynlegt að mála skápana.Flísarnar skyldu fá að halda sér og yrðu svona ríkjandi punktur í eldhúsinu, 
ég fór svo til strákana í Flugger í Keflavík og valdi ljósgrá/grænann lit á skápana og í skúrnum er ég með borð og stóla sem ég er að mála með svartri milk paint, svo þeir minna mig á svona rustic kaffihúsa stemningu.

Með þetta í huga skunduðum við hjónin svo í Ikea
 og hér er innkaupalistinn í myndum:Við völdum dökku tækin, með þessu gamla útliti að sjálfsögðu, bara ódýra plast borðplötu með rustic viðarlúkki, hvítann vask og svört blöndunartæki og höldur. svo svarta slá, til að frúin geti hengt hitt og þetta upp um allt, til að skreyta, enda dugar borðplássið ekki til.

Svo var hafist handa við að tæma skápa og skúffur, rífa burt það sem átti að endurnýja og byrja að mála, veggirnir verða líka málaðir hvítir en þeir hafa verið í þessum grágræna tón, sem núna er komin á skápana í staðinn. 
Eldhúsið er nú óðum að taka á sig nýja mynd og það verður gaman að sýna ykkur  eftir breytingar,
 en þangað til er nóg að gera og húsið í rúst... ég meina hvað var ekki í þessum skápum!?

En nú er ég farin í "eldhúsverkin" bloggið búið að fá nóga athygli í bili.
þar til næst...
hafið það sem allra best.
Kær kveðja
Stína Sæm.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

fallegt drauma baðherbergi

October 22, 2015
Svona... akurat svona baðherbergi langar mig í,
hvert smáatriði er eins og ég vildi hafa mitt baðherbergi,
Flísarnar á gólfinu, panellinn á veggjunum, klósettið og vaskurinn.... 
bara hvert einasta atriði.

skonahem.com

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Kaffipása við haustverkin

October 20, 2015
Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Mánudagsinnlit á fallegt heimili þar sem plönturnar dafna vel

October 19, 2015
Takk fyrir innlitið,
Kær kveðja,
Stína Sæm


Stína bakar Epla crumble á sætum sunnudegi

October 18, 2015

Ég skellti í uppáhalds eftirréttinn minn,
og þegar ég segji skellti í þá meina ég það ..
því þetta er með því einfaldara sem hægt er að gera.

Þú skerð niður 4 - 5 epli, setur í eldfast form og stráir rúsínum og kanilsykri yfir.

 Svo blandarðu crumble-ið úr þremur innilhaldsefnum, hveiti, smjöri og púðursykri.
Í hlutföllunum einn dl af mjöli (ég nota 50/50 heilhveiti og haframjöl)
hálfur dl af smjöri og hálfur dl af púðursykri.
Blandið þessu saman í höndunum og dreifið yfir kökuna,
Bakið við 200 c í 20 mínutur.

Svo er bara að njóta vel.
Mmmmm ilmandi nýbakað epla crumble hjá ömmu á sætum sunnudegi.Smá klípa af vanilluís er svo toppurinn á sælunni.


Svo dásamlega gott og einfalt,


Eigið sætann sunnudag,
Með kveðju
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

villigarðurinn við kofann

October 14, 2015
Snemma í sumar deildi ég með ykkur garðadraumórum mínum, með fullt af fallegum myndum af blómlegum görðum með óreglulegum stígum og litríkum og blómstrandi beðum, með svona frekar villt yfirbragð.


Í sumar gerði ég svo blómabeð, lagði stíg og hlóð tröppur ....
plantaði svo nokkrum gerðum af fjölærum blómum og sáði einhverjum fræjum.
útkoman í sumar var svo frekar villtur garður...
og þá er ég ekki að meina svona fallegt-myndefni-villtur, 
heldur bara blómabeð sem eru algjörlega í ruglinu. 
Næst á dagskrá er að færa til og grisja fyrir næsta sumar, núna þegar ég veit nokkurvegin hvernig þau blómstruðu og bara yfirhöfuð hvað kom upp,
Enn er þó fullt af plöntunum enn í blóma og nokkur blómstruðu bara mjög seint svona á fyrsta ári.Ég er þó ótrúlega ánægð með tröppurnar sem ég gerði úr gömlum, notuðum hellum, mosavaxnar og gamaldags.
Sumarblómin í pottunum virðast hæstánægð með tröppurnar líka.Annarstaðar í garðinum er svo runnagróðurinn kominn í haustbúning,
þessi dásamlegu litbrigði haustsins.
En mikið hlakkar mig til að hlúa að nýju beðunum mínum næsta sumar og sjá hvað úr þessu verður,
Vonandi verð ég komin með fallegann garð til að gera fullt af blómlegum bloggptum sumarið 2016.
Núna njótum við bara haustsins.
Hafið það sem allra best,
kær kveðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Hversdags

October 13, 2015

Sit við tölvuna  og þvælist um bloggheima,
ætlunin var að drekka einn kaffibolla og vera svo voðalega dugleg.


ótrúlegt hvað það er auðvelt að gleyma sér þegar svona margar flottar bloggsíður eru komnar á blogglistann minn.


og þá er nú eins gott að ramba ekki inná pinterst nema fylla á kaffibollann fyrst.

Á meðan bíða verkefnin eftir mér,
eins og td að mála eldhúsinnréttinguna, 
og veggina,
En ég er með smá eldhúsbreytingar á döfinni...
margt spennandi.

En ég bara fæ mér annann kaffi 
og segi góðann daginn
og hafið það sem allra best í dag.

Með kærri kveðju
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Innlit í fallegt heimili í noregi.

October 12, 2015
Í dag kikjum við í fallegt uppgert hús í Noregi.
Heimilið er notalegt þar sem nútímaleg klassísk húsgögn í bland við gamlt og rustic, myndar einstaklega sjarmerandi heild.

Takk fyrir að kíkja við,
eigið góðann dag.
Kær kveðja.
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature