Top Social

Stína bakar Epla crumble á sætum sunnudegi

October 18, 2015

Ég skellti í uppáhalds eftirréttinn minn,
og þegar ég segji skellti í þá meina ég það ..
því þetta er með því einfaldara sem hægt er að gera.

Þú skerð niður 4 - 5 epli, setur í eldfast form og stráir rúsínum og kanilsykri yfir.

 Svo blandarðu crumble-ið úr þremur innilhaldsefnum, hveiti, smjöri og púðursykri.
Í hlutföllunum einn dl af mjöli (ég nota 50/50 heilhveiti og haframjöl)
hálfur dl af smjöri og hálfur dl af púðursykri.
Blandið þessu saman í höndunum og dreifið yfir kökuna,
Bakið við 200 c í 20 mínutur.

Svo er bara að njóta vel.




Mmmmm ilmandi nýbakað epla crumble hjá ömmu á sætum sunnudegi.



Smá klípa af vanilluís er svo toppurinn á sælunni.


Svo dásamlega gott og einfalt,


Eigið sætann sunnudag,
Með kveðju
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
1 comment on "Stína bakar Epla crumble á sætum sunnudegi"
  1. svo fallegar myndirnar hjá þér! og sammála, þetta eru bestu eplakökurnar! :-)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature