Það sem ég heillast mjög af hjá mörgum bloggurum sem ég heimsæki reglulega er hvað hægt er að skreyta heimilin á einfaldann, ódýrann og fallegann hátt. Sem er mjög hentugt þegar maður er atvinnulaus, skxxblankur og ég hef endalausann tíma til að skoða falleg heimili á netinu og gjörsamlega obsessed yfir að gera mitt heimili aðeins fallegra.
Það sem helst gefur mér innblástur fyrir mitt heimili eru norrænu, hvitu heimilin, í pínu þreyttum sveitastil.
eins og td hjá
litt shabby, litt slitt og bare mitt.
Hér eru nokkrar myndir af eldhúsinu hennar og ein úr stofunni. Stóri skápurinn í eldhúsinu er td ekki svo ósvipaður og gamli miru sjónvarpskápurinn minn, hún málaði þennann og setti hænsnanet í hurðirnar.
svo finst mér hornið fyrir kattarmatinn svo flott, þar sé ég alveg hugmyndir sem ég get nýtt.
huset ved fjorden er einstaklega fallegt litríkt og líflegt heimili sem gaman er að skoða. Einfaldir hilluberar frá ikea, snagar til að hengja hitt og þetta á og svo krukkur á stofuborðinu með blómum í .
svo er það
Anya`s interiør, fotografi og hverdags blogg , kíkjum á eldhúsið hjá henni,
en ég mæli með að þið kíkið á bloggið hennar, hún er með svo falleg bútasaumsteppi og margt annað fallegt sem hún gerir, en hún er greynilega hæfileikarík handavinnukona, góður ljósmyndari og mjög smekkleg ung kona í hreiðurgerð.
ok bara örlítið meira, ég á eiginlega pínu erfitt með að velja úr
og hjá sumum er meira að segja uppvaskið smekklegt:
já nú sé ég ekkert nema krukkur og glerflöskur, litlar hillur og snaga og allt annað hvort hvítt eða bara gamalt og slitið.
Sem betur fer ætlaði ég að sulta í haust (en borðaði svo bara berin :)og var búin að geyma fullt af krukkum, plús að ég hef geymt flöskur og krukkur sem mér finst bara sætar og núna eiga þær ótalmörg hlutverk.
það er td sniðugt að stensla smá munstur á venjulega sultukrukku, vefja vír á hana og hengj´ana upp sem kertalugt. Eða binda blúndu á hana, geyma svo kerti eða aðrar nauðsynjar í henni uppi á hillu.
En þessi stendur bara á eldhúsborðinu hjá mér með gömlu teskeiðunum hennar ömmu, voða sætt:-)
svo er hér safn af krukkum og flöskum sem ég átti uppí skáp og standa í eldhúsglugganum.
Hlakka til í sumar þegar hægt er að fara út í móa og tína vilt lítil blóm og raða í gluggakisturnar í Heinz flöskm og sultukrukkum.
en krukkur sem borðskreyting er efni í heilt blogg svo ég læt þetta bara duga.
góða helgi