Top Social

...í pakkanum frá Noregi

March 30, 2011
Ég var ekki lengi að stilla upp og mynda það sem mér barst í pakkanum góða frá Noregi í dag.
hér er hluti af því:
hér búa Stina og Gunni


gestaklósettið er HÉR

fullt af æðislegu föndurskrauti frá panduro

og þessi dásamlega fallegu möffinsform.....


sem eru með sama munstri og kitchenaid hlífin frá henni ömmu minni,
dásamlegt ekki satt?

svo var í pakkanum fallegur penni (sem á eftir að mynda)
og 70% appelsínu súkkulaði...
ojá og það verður opnað og þess notið með kaffinu í kvöld :)
Takk kærlega fyrir mig

....á óskalistanum

March 29, 2011
fyrir sumarið:

Mig langar í svona gamalt grænt  hjól, með körfu

finst það svo óendanlega sjarmerandi og flott,
  bara til að komast þangað sem ég þarf að komast (sem er allt hér nálægt).

....... lítð borð og stóla í garðinn
fyrir svona kósyhorn í garðinum
til að fara út með kaffibllann og bókina eða prjónana

......og græn stígvel
 það getur farið að rigna í sumar,
en aðalega af því að þau eru bara flott...
White end table, ladder and green rain boots via citified

ég skal meira að segja ata þau út í mold við garðvinnu



sumarkveðja :)

endurunnið

Ég hef verið að nýta krukkur og flöskur, og gefið þeim nýtt líf með blúndum, böndum og kertum.
En það er fleira sem hægt er að endurnýta......



ég sá þetta borð hjá  Anettes hus og finst það alveg bráðsnjallt og töff,
 þó það passi kanski ekki hjá mér.... eða hvað?!
Það hefur allavegana poppað upp í hausnum á mér  undanfarið.

En svo er ég alveg veik fyrir alls kyns trékössum,
því eldri og þreyttari, þeim mun flottari.




fröken H á nokkra flotta, gamla og þreytta..  já og sko.. líka krukku með blúndu, kerti og steinum :-)

mæli með að skoða síðuna, hún er alveg einstaklega falleg.



á sunnudegi

March 27, 2011
Rólegur sunnudagur í dag,
planið er bara að njóta dagsins...




kanski að baka eithvað gott,
drekka gott kaffi....
 sjá eithvað fallegt,
gera eithvað skemtilegt
jafnvel að búa til eithvað fallegt
og bara njóta dagsins.


 

.. á borðinu

March 25, 2011
Á að bjóða í mat um helgina?


    ( mynd fengin hér.)

Er vorhugur í þér í dag?




komdu við á næstu bensinstöð og nældu þér í blandaðann blómvönd,.....,(þar til við getum farið að tína vilt blóm hér á Íslandinu góða)...


.. nú eða kiptu einum með þér um leið og þú gerir helgarinnkaupin....




teigðu þig í eldhúskápinn eftir krukkum, glerflöskum, niðursuðudollum eða bara rjómakönnu..




en umfram allt.....




notaðu hugmyndaflugið,
hleyptu vorinu og gleðinni inn
og njóttu helgarinnar <3

(myndir og hugmyndir fengnar hjá a beach cottage )



góða helgi

á stofuskápnum

March 24, 2011
Ég á lítinn dreng sem hefur setið fremur einmanna uppi á borðstofuskápnum mínum með tveimur furulituðum vínkössum á hinum endanum. Stundum hefur hann getað stutt sig við hvítann trébakka, en oftast er bakkinn nú bara í notkun. (enda einhver undarleg bakkadella í gangi á heimilinu ,þar sem dótti er raðað á bakka um allt hús)
En nú hefur orðið breyting uppá skápnum góða .

 

 nýmálaður spegill i bakgrunninn og nú eru þeir orðnir tveir að plokka flísina úr fætinum.

En hér er spegillinn fyrir og eftir:

ég fæ ekki leið á að þreifa mig áfram og leika mér með nýju kalkmálninguna mína og á skápnum eru nokkrar aðferðir .
spegillinn var grunnaður tvisvar, svo málður og púsað létt yfir.

Vínkassarnir voru úr alveg óunnum viði, og annann þeirra málaði ég tvær umferðir með kalkmálningunni og pússaði vel á eftir til að fá sjúskaða áferð, hinn kassan bustaði ég með mjög þynntri málnngunni (eiginlga vatn með smá málningu) og er svakalega ánægð með útkomuna, svona gráhvít áferð á viðnum eins og hann sé gamall og veðraður, á pottþétt eftir að reyna það á fleyri hlutum.


bara nokkuð ánægð með heildina ,
en næst ræðst ég líklega á húsgögnin með kalki og kúst.

Ég mæli með að þið kíkið á http://kalklitir.com/ þar er ýmislegt kennt, td að gera flott box ofl.






takk fyrir innlitið

ævintýrahús

March 22, 2011
Trúir þú á ævintýri?






fleyri myndir á nytimes.com
Ef ég ætti svona hús útí garði hjá mér, myndi ég trúa að ég væri ævintýraprinsessa.

edit;  Bloggsíðan hennar; myshabbystreamsidestudio.blogspot.com og fb; My-Shabby-Streamside-Studio



knús

simple living

March 20, 2011
Það sem ég heillast mjög af hjá  mörgum bloggurum sem ég heimsæki reglulega er hvað hægt er að skreyta heimilin á einfaldann, ódýrann og fallegann hátt. Sem er mjög hentugt þegar maður er atvinnulaus, skxxblankur og ég hef endalausann tíma til að skoða falleg heimili á netinu og gjörsamlega obsessed yfir að gera mitt heimili  aðeins fallegra.

Það sem helst gefur mér innblástur fyrir mitt heimili eru norrænu, hvitu heimilin, í pínu þreyttum sveitastil.
eins og td hjá litt shabby, litt slitt og bare mitt.  

Hér eru nokkrar myndir af eldhúsinu hennar og ein úr stofunni. Stóri skápurinn í eldhúsinu er td ekki svo ósvipaður og gamli miru sjónvarpskápurinn minn, hún málaði þennann og setti hænsnanet í hurðirnar.
svo finst mér hornið fyrir kattarmatinn svo flott, þar sé ég alveg hugmyndir sem ég get nýtt.


    
huset ved fjorden er einstaklega fallegt litríkt og líflegt heimili sem gaman er að skoða. Einfaldir hilluberar frá ikea, snagar til að hengja hitt og þetta á og svo krukkur á stofuborðinu með blómum í .



svo er það Anya`s interiør, fotografi og hverdags blogg , kíkjum á eldhúsið hjá henni,




en ég mæli með að þið kíkið á bloggið hennar, hún er með svo falleg bútasaumsteppi og margt annað fallegt sem hún gerir, en hún er greynilega hæfileikarík handavinnukona, góður ljósmyndari og mjög smekkleg ung kona í hreiðurgerð.

ok bara örlítið meira, ég á eiginlega pínu erfitt með að velja úr
og hjá sumum er meira að segja uppvaskið smekklegt:
 

já nú sé ég ekkert nema krukkur og glerflöskur, litlar hillur og snaga og allt annað hvort hvítt eða bara gamalt og slitið.
Sem betur fer ætlaði ég að sulta í haust (en borðaði svo bara berin :)og var búin að geyma fullt af krukkum, plús að ég hef geymt flöskur og krukkur sem mér finst bara sætar og núna eiga þær ótalmörg hlutverk.

það er td sniðugt að stensla smá munstur á venjulega sultukrukku, vefja  vír á hana og hengj´ana upp sem kertalugt. Eða binda blúndu á hana, geyma svo kerti eða aðrar nauðsynjar í henni uppi á hillu.
En þessi stendur bara á eldhúsborðinu hjá mér með gömlu teskeiðunum hennar ömmu, voða sætt:-)
svo er hér safn af krukkum og flöskum sem ég átti uppí skáp og standa í eldhúsglugganum.


Hlakka til í sumar þegar hægt er að fara út í móa og tína vilt lítil blóm og raða í gluggakisturnar í Heinz flöskm og sultukrukkum.

Eða skreyta fallega uppdekkað borð eins og a beach cottage gerir.

en krukkur sem borðskreyting er efni í heilt blogg svo ég læt þetta bara duga.




góða helgi

Auto Post Signature

Auto Post  Signature