Top Social

....upp á vegg

March 17, 2011
Fjölskyldu myndaveggurinn varð loks að veruleika í vikunni. Ég byrjaði á því að mála nokkra myndaramma sem ég átti og prufaði mig áfram í leiðinni með að nota kalkmálninguna;


þessi var svona skemmtilega rauður og gylltur
.... ekki alveg fyrir mig


en grunnur, kalkmálning, sandpappír og falleg fjölskylda
.... allt annað


ég hikaði ekki með sandpapírinn á þessum ramma..

 svo átti ég fullt af gylltum römmum sem fengu sömu meðferð,

voru gylltir en geyma fallega gullmola í dag

svo var safninu raðað á gólfið, allt mælt út, teiknað upp, mælt uppá vegg, nelgt upp... 


en þá var ég ekki alveg sátt, færði tvær til og skellti fallegum ramma, sem glerið hafði brotnað  úr, á afgangs naglann. Er svo sátt við það að ég skelli líklega einum tómum í viðbót ef ég finn hann.




 Núna get ég setið  í uppáhalds stólnum mínum, með tölvuna, kaffibollann og með alla familýuna hjá mér.
Svo sé ég fyrir mér að setja fullt af ljósum púðum í sófann og bara að halda áfram að mála það sem er ekki eins og ég vil hafa það.





takk fyrir komuna;
4 comments on "....upp á vegg"
  1. Þetta er rosalega smart hjá þér Stína. Sé líka skemmtilega breytingu á síðunni þinni sem gerir hana enn skemmtilegri og persónulegri

    ReplyDelete
  2. Geggjað flott - er einmitt í sömu útfæringum þessa dagana :) Skemmtileg alltaf síðan þín!

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  4. sæl Stína og kærar þakkir fyrir kommentin á síðuna mína. Eins og þú veist þá yljar það manni um hjartarætur að fá respons á það sem maður er að gera.

    Ég þekki þetta vel með að sitja heima og fá hreinlega ekkert sem mann langar í. Skoða öll þessi frábæru blogg og Ísland bara ósmekklegt. Þá er um að gera að leggja höfuðið í bleyti eða stela hugmyndum. Oft þurfa hlutirnir ekki að kosta svo mikið. Ég skemmti mér td of vel við að gramsa í dótinu hjá Fríðu frænku OG sumt er hreinlega ekkert svo dýrt hjá henni.
    Vona að púðaleiðangurinn hafi gengið vel, ætla sjálf að sauma nokkra...já ég á svolítið marga púða ;0)

    Gangi þér allt í haginn, ég fylgist með síðunni þinni og bæti þér við á listann minn ef það er í lagi.
    kveðja Dagný

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature