Top Social

Aðfangadagur jóla 2017

December 29, 2017
Ég hef ekki verið dugleg að taka myndir yfir jólin, en hér eru örfáar myndir teknar á aðfangadagskvöld, aðalega í byrjun kvöldsins þegar við vorum að fara að setjast niður til borðs, synir mínir tveir, sonardóttir og tengdaforeldrar mínir voru hér hjá okkur og við áttum virkilega gleðilegt kvöld.
Borðið var dekkað upp kvöldið áður að vanda, skreytt með túlipana vendi, greni og kertum. Maðurinn minn reiddi fram graflas, húmarsúpu og svo beef wellington... 
og við endum svo á desert þegar fólk treystir sér til!













 Sú stutta var að sjálfsögðu ofurspennt yfir pakkaflóðinu fékk sér tvo bita af forrétt og sagðist þá vera búin að borða og fanst tímabært að opna pakkana strax!
Þetta mál reyndi hún að rökræða við ömmu sína allt borðhaldið.
Eftir matin var svo loks sest niður með kaffi og eftirréttin og jólaprinsessan tíndi pakkana undan trénu, lét afa sinn lésa á spjöldin og svo útdeildi hún gjöfunum. 
Held það megi með sanni segja að hún hafi verið í aðalhlutverkinu allt kvöldið og það verður gaman að líta til baka og minnast þessara jóla í framtíðini. 
Dásamlegur tími.




Jólakveðja 2017

December 27, 2017


Jólaljós og englaspil með kærri jólakveðju frá mér til ykkar elsku vinir mínir






ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Afmælis Lunch á LiBRARY bistro/bar

December 15, 2017

Ég átti dásamlega hádegis stund með systrum mínum og vinkonum á Library,
 nýstandsettum, ótrúlega töff og flottum  veitingastað hér í Keflavík.



Library er virkilega flottur staður, innréttaður í heimilislegum, virðulegum industríal stíl þar sem bækur eru út um allt í takt við nafn staðarins, sem gerir andrúmsloftið alveg ótrúlega sjarmerandi
og heillandi.

Litla systir mín hún Íris átti afmæli svo við höfðum góða ástæðu til að taka stund frá jólastussi og njóta.... eins og við þurfum svosem einhverja ástæðu!!
ónei þetta kunnum við nefnilega vel


En meðan við biðum eftir matnum, rölti frú Stína að sjálfsögðu um og tók myndir..
enda bara verð ég þegar ég er á svona fallegum stað.....
 og þarna er endalaust af myndefni, fallegum hlutum og uppstillingum út um allt!
Svo eruð þið með mér? 
Eigum við aðeins að rölta um og skoða? 

já og látum bara myndirnar tala fyrir sig....











og svo eru myndir af okkur sem vorum aðeins lengur eftir matinn...
þið vitið þessar sem sitja lengst og kunna ekki að hætta....

þessar tvær..... 
afmælis systirin og vinkonan
æðibitarnir mínir


 og ein af mér með litlu systrum mínum tveim...
því systur eru fjársjóður!

Takk innilega stelpur fyrir frábæran dag.

og ég mæli með að kíkja á Library, 
dásamlega fallegt umhverfi og léttur og góður matur...
mitt uppáhald.

Reykjanesbæ.









ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Fallegt og freistandi á aðventuni hjá Fraeulein Klein

December 10, 2017


Jóla Innlit í svörtum og hvítum Nordik stíl

December 4, 2017

Auto Post Signature

Auto Post  Signature