Top Social

Helgarferð í Reykjavík

July 26, 2014
Eins og kom framm í bloggpóstinum í gær,
þá fórum við hjónin í helgarferð í Reykjavík um síðustu helgi,
og mér fanst tilvalið að nota myndirnar frá helginni í bloggpósta fyrir þessa helgi.

 Við gistum í pínulítilli og kósý íbúð í miðbænum, sem er verið að koma í stand og aldrei að vita nema ég setji inn fleyri myndir þaðan þegar búið er að stílfæra allt og gera  huggó.

Bakkgarðurinn er án efa það sem heillar einna mest, 
en þvílíki dyrðarstaðurinn.


 Við fórum út að borða eins og kom framm í síðasta pósti, 
og sváfum svo að sjálfsögðu út á Sunnudeginum

 útbjuggum síðbúinn og einfaldan morgunverð


 crossant með áleggi, appelsínusafi og ilmandi kaffi meðan lesið er í bók, er bara notaleg morgunstund í svona helgarferð.

 Við fórum í smá göngutúr....

gægðumst inn í nokkra heillandi garða ..

en gömul hlið heilluðu dáldið,


 ég stóðst það ekki að taka myndir af þessum fallegu blómstrandi Hortensíum sem eru eins og í erlendum garði.



Villtur og sjarmerandi garður í húsi með mikla sögu og nýja framtíð,


Gamall sjarmur.

Við gengum frammhjá mörgum stórum hvítum steinhúsum eins og þau gerast fallegust.....

  
og sjarmerandi bárujárnshúsum......
 í öllum regnbogans litum.


og svo settumst við niður úti í blíðunni og fengum okkur einn öll og nutum þess að sólin lét sjá sig í þessari dásamlegu borgarferð okkar.



og með þessari kísumynd varð síminn batteríslaus svo myndirnar urðu ekkert allt of margar til að velja úr....
sem betur fer.

já svona lítur nú Reykjvaík út í augum suðurnesja búa í helgar ferð,
en það er ótrúlega notalegt að fara að heiman yfir helgi þó það sé bara nokkra kólómetra í burtu.


Eigið notalega helgi
kær kveðja 
Stína Sæm



út að borða á Forréttabarinn

July 25, 2014
Forrettabarinn


Við hjónin skelltum okkur á Forréttarbarinn um síðustu helgi,


Staðurin er í gamalli verksmiðju, virkilega töff og flottur, matuinn góður og verðið líka gott.



Við fengum okkur af sitthvorum 4ra rétta matseðlinum og ég stóðst það ekki að dáðst að hverjum rétti og mynda hann áður en ég gat byrjað að borða, 
En ég fékk mér......


bragðmikla humarsúpu...

girnilegt og gott nautakarpaccio,


 Þorsk sem leit svo vel út að ég ætlaði varla að tíma að borðann
og ótrúlega góðann skyrrétt með kaffi

 Svo fórum við yfir á Barinn sem er þarna til hliðar 

og þar er grófur verksmiðu stíllinn enn meira áberandi

 þessi hurð td dæmis fanst mér pínu sjarmerandi 
og  tók þessa mynd um leið og ég gekk út í Islenska sumarnóttina, 


og litið um öxl þegar út var komið.

Forrettabarinn

Ég mæli eindregið með að kíkja á Forréttabarinn
hér er síðan með flottum myndum, matseðlinum og öllum nauðsynlegum upplysingum.
En við hjónin þökkum inniliega fyrir ánægjulegt kvöld og góðann mat og eigum vafalaust eftir að kíkja þarna við aftur.

I fréttum er þetta helst....

July 23, 2014
Enn einn skýaður dagur,
 en i staðin fyrir rigningu fáum við rok hér á Reykjanesinu í dag. 

Svo við bara höldum okkur við inni cozy þetta sumarið. 



Hafið það sem allra best elskurnar, hvar sem þið eruð og hvernig sem viðrar. 
Vona þó að þið séuð sem flest sólarmegin.

Kveðja 
Stina 
sem er alltaf með sól i hjarta


ljósmyndarinn Lina Ostling









Ljósmyndari: Lina Ostling,  fyrir Maison Mat og Vin, Norway

í vikunni

July 22, 2014

Þið sem fylgist með mér á Instagram hafið kanski tekið eftir því að við hjónin fórum í helgarferð til Reykjavíkur um síðustu helgi.


 Nú sit ég með tölvuna og fer í gegnum myndir sem vonandi verða að einum eða tveimur fallegum bloggpóstum í vikunni.



hafið að sem allra best
hveðja 
Stína Sæm

falleg Ibúð í Stokkholmi

July 21, 2014

Mér finst skemmtilegur stíllinn á þessu heimili, dökk rustic húsgögn og litir og munstur í Indverskum stíl er ríkjandi í annars bjartri og ljósri íbúð.

Stórglæsilegt heimili á hestabúgarði

Þriðja innlitið þennann mánudag er á stórglæsilegann hestabúgarð þar sem smá áhrifa gætir frá Tælandi, sem passar vel inn á þetta fallega og hlílega heimili.


Heimsókn í Ástraliu

Kara Rosenlund er ljósmyndari í Ástralíu sem ferðast mikið og er þá dugleg að safna hlutum fyrir heimilið sem allt virðist vera í brúnum og hvítum tónum.



Heima hjá bloggaranum Asa Myrberg


'I dag kíkjum við í nokkrar heimsóknir og byrjum á því að fara í heimsókn til hinnar sænsku  Asu Myrberg sem er bloggari hjá Skonahem

flott hönnun á Sænsku sveitahóteli

July 18, 2014
 Ég gæti vel hugsað mér að eiða helginni á þessu flotta gistiheimili í Sviþjóð,
hönnunin er nútímaleg og gamaldags á fremur einfaldann máta, þar sem hvert smáatriði fær að njóta sín.
Umhverfið  er alveg dásamlegt, vilt náttura og falllegt húsið fær að njóta sín.



kíkjum betur á þetta fallega hús:

Teak kommóða flytur inn // Teak dresser moving in

July 17, 2014

Þessa gömlu fallegu teak kommóðu rakst ég á í kjallaranum hjá tengdaforeldrunum um daginn,
í ljós kom að kommóðan var keypt undir ungbarnafötin hans Gunna míns árið 1970 
 og mér sagt að hún væri hans og við mættum endilega fá hana.


Mér finst hún ótrúlega flott en var ekki alveg að sjá að hún passaði hér inn, 
enda ekki mikið af retro mublum hjá mér,  sáum hana helst fyrir okkur i kjallaranum.


En þegar þessi elska var borin hér inn og sett á mitt stofugolfið,
 passaði hún bara svona glimrandi vel og hér skal hún bara vera.

Hún fék smá þvott, var örlítið strokin með fínum sandpappír og svo borin á hana teak olia
og hún er bara sem ný.... algjört bjútý.



og svo er bara bara að raða á hana,
fyrir ofan kommóðuna hangir fermingarmynd af mömmu og brúðkaupsmynd af foreldrum hennar, 
á kommóðunni er meðal annars gamlir teak upptakarar frá ömmu og afa Gunna sem mér finst algjört æði.... 

já ég bara elska það að fá smá nýtt lúkk hér inn, og mér líkar það vel að blanda saman ólíkum stílum og tímabilum, hafa persónulega  hluti í kringum mig sem eiga sér sögu.




Góður kaffibolli... // a good cup of coffee..

July 15, 2014

....getur gert rigningardaginn mun betri.


Gamla kaffikannann fylgir matarstelli sem... eins og svo margt annað hér.... 
kemur úr geimslunni hjá tengdaforeldrum mínum.

Svo dásamlega hversdagsleg og hallærisleg,
og alveg fullkomin á svona rigningar þriðjudegi.


Loga mínum hundleiðist nú þessi myndaskapur í konunni... eða endalaus rigningin.

En sjáið þið nýju gersemina á heimilinu?
já það er fleira en gamlar kaffikönnur sem finnst í kjallaranum hjá tengdaforeldrunum,
Sjáum meira af þessari gömlu kommóðu sem nýlega flutti inn til okkar í bloggpósti morgundagsins.

Kær kveðja
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature