Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Friday, August 28, 2015

Borgarferð í fallegu umhverfi í Reykjavík


Ég held það fari ekki fram hjá neinum sem fylgist með blogginu mínu að gömul hús heilla mig,
og þá finst mér að sjálfsögðu ekki leiðinlegt að þvælast um gömlu hverfin í henni Reykjavík og dáðst að gömlum húsum og görðum, skoða mannlífið og njóta.

Þess vegna var það eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég fékk  tækifærið til að hjálpa systir minni að innrétta og skreyta gamalt, en nýuppgert hús í miðbænum fyrir útleigu.
Á örugglega eftir að gera meira úr því hér á blogginu þegar við erum búnar með þetta verkefni allt
en þetta er nátturlega bara ótrúlega gaman. 

Um síðustu helgi nutum við svo góðs af,
fórum saman í helgarferð með menn og börn, 
aaaalla leið til Reykjavíkur.

Við hjónin krössuðum í krúttlegri  2ja manna kjallaraíbúðinni,

 og höfðum það mjög notalegt,

helltum uppá kaffi og fengum okkur morgunmat í krúttlega litla eldhúsinu.

Fyrir ofan okkur hreiðraði svo familýan um sig í íbúðinni sem við erum alveg að klára,
Stemningin er notaleg,
þar sem gamalt og nýtt skapar heimilislegt andrúmsloft
 og svo var grillað og slegið upp veislu,

 þarna er svo sannarlega hægt að slá upp fallegri veislu
og eiga notalega kvölstund saman.


Hér hjálpuðust svo allir að við að gera umhverfið snyrtilegt fyrir menningarnótt,
það var smúlað og skrúbbað og óboðinn arfi  og gras rekið burt harðri hendi.
krúttfrænkan mín litla tók vel til hendinni og gaf körlunum ekkert eftir.


Ég tók svo smá rölt um nágrennið með myndavelina


Var ein af Reykjavíkur túristunum sem mynda hús og garða,

fann td þennann garð sem mér fins algjört æði, 
skemmtilega villtur og gamall og skreyttur með fallegu gömlu bistro setti, fuglabúri og gömlum skóm með blómi í.

Hér hefur einn veggur verið gerður að fögrum garði.... 
talandi um að gera mikið úr litlu.

 Þetta fallega svarta hús er myndað stanslaust allann daginn... 
enda einstaklega snyrtilegt og fallegt.

Við nutum að sjálfsögðu menningarinnar um helgina og röltum um bæinn,

Fundum þennann snyrtilega bakgarð við Laugarveginn sem tilheyrir Hótel Frón

Þar settumst við út í fallegu veðri og fengum okkur hressingu.
En annars var myndavelin/síminn ofaní tösku meðan ég naut kvöldsins með fólkinu mínu,

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar.
Munið að líta ykkur nær og sjá það fallega í kringum ykkur,
hafið það sem allra best.
Kær kveðja
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips

Thursday, August 20, 2015

Rómantík á svölunum

 Við hjónin eigum 10 ára brúðkaupsafmæli í dag 20. ágúst 
og hvað á þá betur við en rauðvin og kertaljós á svölunum á rómantísku ágústkvöldi.Ég tók myndirnar áður en eiginmaðurinn kom út, 
en litli Logi minn stillti sér hinsvegar upp við blómapottinn eins og dagurinn væri hans.


 Það er dásamelgt að verða ástfanginn,
og að vera enn jafnástfangin eftir 10 ára hjónabandin er blessun.
Ástin mín
þú ert allt.....


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips

göngutúr á Esjunni

Ég er sko rosalega lítið í útivist þessa daga, hef ekki farið í ræktina síðan ég fór í sumarfrí þarsíðasta sumar, 
er hætt að hlaupa og útivist sumarsins hefur verið hér innan lóðarmarka við garðvinnu.
Á þriðjudaginn fékk ég svo skilaboð frá systur minni um að hún væri að fara NÚNA á Esjuna og hvort ég vildi koma með.
Esjuna!!.... er það ekki fjall?
Ég var sko heima að taka myndir af pallinum mínum (sjá blogpóst í gær) og ætlaði bara að kíkja yfir myndir og blogga og svona, hafa það bara huggó og kanski vökva!

En ég vissi ekki einu sinni um skóna mína, 
miðað við samfelagsmiðla þá fara allir Esjuna, fólk skokkar þetta eftir vinnu, með krakkana, 
bara eins og að skreppa í bónus.
ég meina... fer maður samt nokkuð Esjuna á sandölum?
En ég fann skó og skellti vatni á brúsa og dreif mig með,
sá sko ekki eftir því enda eigum við fallegsta land í heimi og ég kann alveg að njóta nátturunar okkar


 og stelpurnar höfðu orð á þvi að við fengum líklega nóg af pásum þar sem ég þurfti að taka myndir af  hverri lækjarsprænu og gróðri á leiðinni, 

en nátturan við Esjubotninn er dásamleg og svo tekur stórfenglegt útsýnið við þegar ofar kemur, 

en því miður varð síminn minn batteríslaus, 
svo myndirnar mínar eru bara af neðstu metrunum.

Lækir í íslenskri nátturu heilla mig alveg ofboðslega, það er eithvað svo magnað en þó svo róandi að sjá tært vatnið liðast niður grjótið og gróðurinn sem vex með hliðunum. 

listaverk nátturunnar í sinni fallegustu mynd.


Göngufelagarnir, litla systir mín og vinkona

Við systurnar.
Ég fékk svo lánaðar myndir hjá stelpunum af útsýninu af topnum,
svo það sé nú á hreinu að ég rölti ekki bara um Esjuhlíðina og tók myndir.


og að sjálfsögðu var tekin ein selfie
sem fær að fljóta með uppá stemninguna.

Njótið dagsins.

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips

Wednesday, August 19, 2015

Góður ágúst dagur á pallinum


Fyrr í vikunni minnit Facebook mig á mynd sem ég setti inn í fyrra af heiðbláum himni yfir kofanum okkar góða,
Ég deildi gömlu  myndinni (sjá neðst í póstinum) og fór svo út á pall, fannst sumarið vera búið í ár, þurfti aðeins að taka til eftir rok og rigningu síðustu viku, en uppgötvaði að veðrið var bara ósköp milt og gott, 
með bláann himin yfir kofanum okkar góða.

Svo ég deili nýju myndunum til að minna mig á að enn er sumar, gróðurinn er grænn og enn er hægt að gera sumarpósta.

Bara enn notalegt og kósý.


Hér að ofan sést svo munurinn á pallinum en mig hefur lengi dreymt um að mála allt tréverkið í kringum pallinn hvítt eins og treverkið á húsinu. Veit það verður meiri vinna að halda því við...
en það er svo fallegt.
En kannsi er ég að skoða of mikið af norskum og sænkum  húsum á netinu.

Eigið góðann dag í dag
kær kveðja
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Best Blogger Tips

Friday, August 14, 2015

Sumarlegt og einfalt dinnerborð

Þegar von er á gestum er alltaf gaman að nostra smá við matarborðið,
og þar sem ég vil helst hafa það frekar einfalt og er ekki mikið fyrir að ofsreyta borðið
þá er gaman að geta farið bara út og tínt fersk blóm og jafnvel greinar af blómstrandi runnagróðri,
 eins og ég gerði um síðustu helgi þegar við fengum góða gesti í mat.

Þetta er bara ofureinfalt og fljótlegt,
en mátulega sumarlegt og fínt.

Eigið góða helgi,
kveðja
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Best Blogger Tips