Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

Wednesday, October 22, 2014

Heklað á ömmugull

Í haust ákvað ég að hekla ungbarna peysusettið úr heklbók Þóru
á  litlu ömmustelpuna mína fyrir veturinn.


Dró framm heklunálina og hlítt og gott ullargarn, svipað og ég notaði í vagnteppið hennar 
og hófst handa við að gera fyrstu hekluðu flíkina,

 
Ég strandaði nú aðeins á húfuni, 
var eitthvað ósátt og lagði verkefnið til hliðar um stund....

en lokst kláraði ég það
og er hæstánægð með útkomuna,


og litla gullið mitt fékk loks peysuna, rétt mátulega áður en hún fór í ferðalag til Danmerkur,
 þar sem þessi skemmtilega mynd af henni var tekin í síðustu viku,
dásamlega litla, síbrosandi krúttið mitt.

Hafið það sem allra best í dag,
kær kveðja 
Stína Sæm


Best Blogger Tips

Monday, October 20, 2014

Góðan daginn
Eigið góðann dag í dag 
kær kveðja 
Stína Sæm


Best Blogger Tips

Saturday, October 18, 2014

á notalegu kaffihúsi í Berlin - TISCHENDORF

what should I eat for breakfast today in Berlin..........


Góða helgi
Stína


Best Blogger Tips

Tuesday, October 14, 2014

Haustið

Ég skellti mér aðeins út til að skoða haustlitina í garðinum hjá mér,
endalaust fallegu  litina sem fylgja þessari árstíð

Tók að sjálfsögðu með mér teppi og heitt kaffi á brúsa,
enda fremur kalt orðið á þessum tíma.


 Auðvitað  kom Logi með mér og fylgdist vel með því sem ég var að gera þarna í horninu hans,

og sjáið..... hann smellpassar inní haustmyndina.
svona rauðbrúnn, loðinn og hlílegur,og svo eru það litlu hörkutólin sem blómstra langt framm á vetur, 
hef séð þessa elsku (sem ég man ekki hvað heitir en ég á nokkrar) 
blómstra innanum hvítann snjóinn.


Vonandi eruð þið að njóta haustlitana og allrar fegurðarinn allt í kringum okkur á þessum tíma,
kær kveðja 
Stína SæmBest Blogger Tips

Monday, October 13, 2014

Kíkt yfir í næsta hús Í Ágúst sagði ég ykkur frá því að sonur minn keypti húsið hinum megin við götuna
 og flutti inn með litla ömmugullið mitt.Hann hefur verið iðin við að koma sér fyrir og núna um helgina fékk hann pabba sinn með sér í að leggja nýtt gólfefni í staðin fyrir grátt filtteppi sem var,

Svo ég ætla aðeins að kíkja með ykkur á stofuna og borðstofuna og monta mig af stráknum mínum í leiðinni..... 
sama stráknum og fanst svo pirrandi fyrir nokkrum árum hvað allt var gamaldags heima hjá mér og sýndi mér myndir af háglans innréttingum og spurði af hverju ég gat ekki bara verið með svona haha.


um leið og stofan var tekin í gegn fór hann í timburhrúguna sem var bakvið hús og bjó sér til hillur á sjónvarpsvegginn,
timbrið er fallega veðrað og grátt... nákvæmlega eins og hann vill hafa það

 Stofuborðið hafði beðið í skúrnum hjá mér eftir að ég nennti að mála það, svo hann tók það að sér og veitti því þá umhyggju og athygli sem það átti skilið.

Það er nú smotterí eftir,  eins og smá fínerí í hilluna og þar sem dótakassinn og dúkkuvagninn er ætlum við að gera leikhorn fyrir Írisi Lind, því herbergið hennar er á efri hæðinn, svo hún þarf að hafa góða aðstöðu hér niðri.

Minn sáttur eftir afrek helgarinnar.
Veggstubbur skildi að sofu og borðstofu og hann fékk að fjúka.... eftir mikilvæga athvæðagreiðslu á Snappinu.
 (þessar fyrir og eftir myndir fékk ég hjá Madda).

 og hér er svo borðstofan.

Borðið gerði hann í smíðanámi fyrir okkur, notaði fætur af gamla eldúsborðinu okkar, svo þegar ég fékk annað borð fékk hann þetta. skennkurinn er keyptur í gegnum fb og hann málaði hann, gamli gluggin er einn af nokkrum sem mér áskotnaðist um daginn úr gömlu virðulegu húsi í Rkv og stólana fann ég illa farna í geymslu, pússaði þá og bar tekkolíu á þá og þeir duga vel til að byrja með.

betri mynd af skenknum og glugganum
og hér læt ég svo eina mynd fylgja með af gömlu baðherbergishurðinni í forstofunni, sem enn hafði ekki verið skipt um og ég hef harðbannað honum að hreifa við.... dásamlega falleg og gereftin algjört æði.


Svo er barnaherbergið næstum klárt, amman á bara eftir að komast í eina bæjarferð til að klára.
en hér er póstur af herberginu sem hún átti fyrir flutninga.
Sjáum svo meira af herberginu seinna.

Hvað segið þið, fékk hann ekki flott uppeldi strákurinn ?
Alinn upp í rétta stílnum og með DIY á hreinu.

Með kveðju
Stína SæmBest Blogger Tips

Sunday, October 12, 2014

góðan daginn

Notalegur sunnudagsmorgun í eldhúsinu heima.
fæ mér ilmandi góðann kaffibolla á meðan ég skoða fallegar bloggfærslur hjá bloggvinum um allann heim, fallegar myndir sem veita mér innblástur og gleðja á sunnudagsmorgni.


Á borðinu stendur lítil og sæt, græn planta. 
 Svo ósköp heimilisleg og notaleg,
 svona á notalegum og björtum hausdegi.
(Sjáið hér bloggpóst með grænum pottaplöntum)

vonandi eigið þið góðan dag í dag.
Kær kveðja
Stína Sæm
Best Blogger Tips

Saturday, October 11, 2014

Bleikur október // pink October, breast cancer awareness

Væri ekki heimurinn dásamlegur ef jörðin yrði bara bleik í Október,
 við byggjum í bleikum höllum og keyrðu um á bleikum eðalvögnum, öll blóm skörtuðu bleiku og allar konur gengu í bleikum fallegum kjólum með tjulli og blúndum .....

já eða bara ef allar konur sinntu reglulegu kalli krabbameinsleitarinnar..... alltaf!

Í tilefni af bleikum Október og í minningu elsku mömmu minnar,  deili ég með ykkur bleikum og fallegum  myndum, til að minna okkur á að huga að líkama okkar og lífi.
Mamma fann sitt mein snemma og þess vegna fengum við mörg góð ár í viðbót með henni.
og fyrir það er ég ævinlega þakklát.
Ég hef líka mætt reglulega í leitina alla tíð og þar hafa fundist frumubreitingar svo hægt var að grípa inní og koma í veg fyrir alvarlegt mein með einfaldri og lítilli aðgerð.
og því á ég krabbameinsleitinni líf mitt að launa. þessar myndir og fleyri á:
 pinterest//pink October, breast cancer awareness


 Krabbameinsfelagið leitar nú að stórum hópi Islenskra kvenna sem ekki hafa komið í leitina,
Ert þú í þeim hópi?
 Er verið að leita að þér?
 Ef þú ert ein af tíndu konunum, pantaðu þá tíma núna, ekki bíða lengur.
Hér er beinn linkur á tímapantanir á  krabb.isBest Blogger Tips

Wednesday, October 8, 2014

Inn með pottaplönturnar í vetur

já bloggpóstur dagsins er myndasyrpa af pottaplöntum.
Hver man ekki eftir stútfullum gluggum af pottaplöntum hér í denn?
Að snikja sér afleggjara og koma til og vera með allar gerðir af pottaplöntum í hverjum glugga og blómasúlum, svo ekki sé talað um hnýttu blómahengin.
En svo hafa pottablóm varla sést á heimilum landins í mörg herrans ár,
 nema blómstrandi plöntur á sumrin og að sjálfögðu hinar mjög svo vinsælu orkideur.

En nú er aldeilis tíðin önnur,
 og pöttaplönturnar eru alltaf að verða meira áberandi með í uppstillingum hjá mínum bloggivnum.
og fallegt myndefni eitt og sér.

og nú þegar haustar heillast ég af þykkblöðungum og kaktusum í leirpottum,
og ekki er verra ef á myndinni eru líka tekkhúsgögn, litað gler eða jafnvel blómasúla....
úújá það er pínu nostalgía á sveimi í bloggpósti dagsins.
Vonandi njótið þið með mér.
Best Blogger Tips

Tuesday, September 16, 2014

Litríkt heimili á Spáni


Best Blogger Tips

Monday, September 15, 2014

hvítt mánudagsinnlit // monday house tour in white

Best Blogger Tips