Top Social

út að borða

June 30, 2013
Í dag er svo sannarlega veðrið til að leggja á borð úti og njóta sumarsins með girnilegumm dinner úti undir berum himni.
Ég skellti hinsvegar á borðið í gær og fjölskyldan borðaði úti, þó það væri ekki sól og hiti eins og í dag en alveg blankalogn og blíða þó svo að sólin hafi ekki látið sjá sig, svo teppin komu að góðum notum. 





og svo sátum við áfram í kvöldblíðunni með kerti og teppi og ískalt hvítt í glasi, áður en haldið var áfram við garðverkin langt framm á nótt.

Núna er bóndinn að grilla pulsur í bongóblíðu, og svo er bara að njóta dagsin svo ég ætti að hafa eithvað af sumarmyndum til að deila með ykkur eftir daginn. 
En það kemur seinna... 
er farin út að sóla mig og svo í sumarkjólinn og eithvað á flakk.

sumarkveðja 
Stína Sæm




Kaffi-kósý utandyra

June 29, 2013

 Sólin lét sjá sig í gær, engin bongóblíða svo sem, en við tökum gulu vinkonunni fagnadi þegar hún lætur sjá sig, jafnvel þó það sé stutt stopp og í slagtogi með smá golu.

Meiri hlýjindi eru ekki í kortunum á næstunni hér hjá okkur,
svo Það er nauðsynlegt að nýta tækifærið 
og ég hljóp að sjálfsögðu út með kaffibollann..... 

.....nokkra púða og teppi, 
til að gera það pínu huggulegt,

og lét bara fara vel um mig ......
......á heimatilbúna sólbekknum mínum,
sem by the way, er bæði hægt að nota sem sófa eða legubekk þegar mikil sól og hiti fara saman og snúa honum þá í átt að sólinni.
Vona svo sannarlega að mér takist að nýta hann þannig í sumarfríinu....
amk einu sinni, væri gott.

En já það er svo ósköp notalegt að geta sest út smá stund, með blóma bollann minn fagra
 og njóta þess að það er sumar  og ég er í sumarfríi.

Eigið góða helgi 
kær kveðja
Stína sæm


Draumur um sumar og fallega nátturu

June 28, 2013

Skemmtileg og sveitaleg útistemmning úr sumarinnliti hér á blogginu frá því í vor.

 þessi fallega rómantíska garðstemning er úr einu af uppáhlds innlitunum mínum hér frá því í fyrrasumar, 
þegar við kiktum á sveitarómantík í Svíðjóð.



nicety.livejournal
Hér er ekki slæmt að leggjast og njóta sólar og blíðu í fallegu umhverfi.
 Dásemdarinnlit á eyju, þar sem nátturarn er villt og falleg og þetta smáhús er þess virði að skoða.




 þessi mynd er úr dásamlegri myndasyrpu frá 79ideas

singularesmag.com
 Þessar notalegu svalir eru úr innliti á einstaklega sjarmerandi heimili í veftímiriti sem ég á nú líklega eftir að kikja betur í síðar. 


flickr
Það er auðvelt að njóta fallegrar nátturu, sumars og blóma, þó hér úti sé rigning og rok, þegar við höfum Pinterest með óteljandi fallegum myndum af öllu því sem hugurinn reikar til.
Hér eru myndir sem ég hef safnað saman, bæði nýjar og gamlar og ylja okkur um hjartarætur þegar við þurfum virkilega á sól að halda.

Eigið góðann föstudag.
Sumarkveðja; 
Stína Sæm

Sumarstemning á pallinum

June 27, 2013
Við slógum upp veislu hér um síðustu helgi, 
grilluðum á pallinum og buðum ættingjum að fagna með okkur þeim áfanga að yngsti unginn okkar fermdist í vor, en hún býr hjá mömmu sinni og fjölskyldu í Noregi og er hjá okkur í sumarfríi, ásamt bróðir sínum, þessa dagana.

 Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og sleptu rigningunni þennann dag
 og sólin lét sjá sig með jöfnum hléum,
 svo að púðar, teppi, blóm , kertalugtir og kertaglös voru dregin framm og við sköpuðum notalega stemningu á pallinum
 Pappadiskar, glös, kerti og serviettur í líflegum sumarlitum sköpuðu sumarstemninguna á borðinu
 og svo fórum við hér út á götuhorn og tíndum blóm sem vaxa þar villt á hverju sumri og voru akkurat í réttu litunum, höfðum þetta bara einfallt og gott.
Blómavasinn var svo tekinn inn um kvöldið og svo við gætum notið hans á stofuborðinu,
 Stemningin á pallinum var svo ekki verri um kvöldið eftir veisluna þegar við kveiktum á öllum kerunum og tókum nokkrar kvöldmyndir.




Eigið góðann dag í dag,
knús og kveðja
Stína Sæm





í sveit og bæ

June 19, 2013
 Í sveit og bæ er netverslun með alveg dásamlega fallegar felligardínur, púða og rúmteppi í rómantískum og sveitalegum stíl eins og ég bara get varla staðist, með frönsku skript mundstri, blúndum og pífum.... algjör dásemd. 


Pastellitir og pífur er það sem þarf til að fullkomna shabby chic stílinn 

Fallegu blúndupúðarnir úr Mormor línunu, svo æðislega ömmulegir og sveitó


Svo er hægt að fá fallega bastvöru  fyrir sumarið á pallinum..... 

bastbakka í nokkrum stærðum og æðislegar kertaluktir.



og hér er að finna úrval af fallegum gardínum,




og að sjálfsögðu er hægt að fá púða í stil,


og aðra sem eru ekki í stíl við gardínur en bara algjört æði einir og sér eins og þessi geggjaði saumavelapúði.
Svo eru alls kyns ómótstæðilegt punterí .....

eins og þessi hjörtu  og kramarhús,
ó guð hvað ég gæti hengt þetta út um allt hér heima
og held þetta séu alveg ómissandi aukahlutir í bústaðinn.

Kíkið á í Sveit og bæ á facebook og netverslunina þeirra.

kær kveðja
Stína Sæm




á pallinum

June 18, 2013
 Við vorum að pússa upp pallinn og bárum á hann ljósgráa pallaoliu, 
erum alveg glimrandi ánægð með útkomuna og finst það passa svo dásamlega vel við gráu stólana við kofann.
já og svo passar þetta allt saman svo vel við grámann í veðrinu,
en hér bíðum við eftir sumri og sól svo hægt verði að njóta þessa að hreiðra um sig á pallinum. 



Ég er komin í sumarfrí og ætla að sjóta þess með ykkur,
taka mig á og vera dugleg að deila með ykkur því sem mér finst fallegt.
Eigið dásamlega viku, 
sumarkveðja  
Stína Sæm


vöfflur á borðinu í dag

June 17, 2013
Ég skellti í vöfflur í dag og bar þær framm með rjóma og berjum.



já vöfflurnar klikka ekki,
og bestar finst mér þær með smá rjóma og miklu af ferskum berjum
mmmmmmmmmmm

Gómsætar kveðjur
Stína Sæm



sætur 17 júni


Myndasafn dagsins í dag er íslenskt sætabrauð, 
sem myndi sóma sér vel á hvaða þjóðhátiðar hlaðborði sem er.

Hún Þórunn Ben bauð uppá þessa dásamlegu hnallþóru í dag, og hún er 17 júni kaka dagsins að mínu mati.
Gómsæt kaffikaka er góð á kaffihlaðborðið ....


 og rjómapönnukökur eða  sykurpönsur,
hvaða myndarhúsmóðir getur sleppt þeim?

 og svo er ekki verra að eiga bauk af heimabökuðum kleinum á tillidögum.

flestar myndirnar koma frá ljufmeti og lekkerheit  
og enn fleiri er að finna á pinterest.


Gleðilegann þjóðhátíðardag kæru vinir.
kveðja 
Stína Sæm

Auto Post Signature

Auto Post  Signature