Top Social

í borðstofuskápnum

May 30, 2012
Glerskápurinn í eldhúsinu er ekki eini skápurinn sem ég státa af hérna heima.
En í borðstofunni er annar, sem hefur ekkert verið mikið til að mynda hingað til, þó hann hafi nú lítillega ratað hér inn.. amk að hluta til.
En í honum hefur eiginlega bara verið hrúga af gleri(glös og skálar osvoleiðis)  bláa mávastellið og dúkarnir mínir (misvel raðaðir í botnhillunni) 
Eiginlega ekkert verið nógu vel sviðsett hingað til, svo mér finnist eithvað punnt af innihaldinu.

Eftir velhepnaða Ikea ferð um daginn varð pínu breyting í skápnum....
en ægilega fallegir hvítir diskar og skálar bættust við og gáfu innihaldinu pínu karakter.
 Glerdótið var aðeins grisjað og sumt fór inní eldhús og annað fær bara að sitja í kassa í geymslunni, (hægt að grípa í það  ef við viljum skála í freyðivíni eða ef óvenju margir þiggja hjá mér léttvín samtímis) 
Ég hafði séð þessar skálar á bloggsíðu hjá einni í Ástralíu og fór sér ferð í Ikea til að ath hvort þær væru til hér líka, og mikið varð ég glöð við að finna þær í hillunum...

Svo fann ég diska líka í stíl, sem eru einmitt það sem ég hef leiðað að til að hafa sem svona betri diska og hlakka bara til að dekka upp með þeim og sýna ykkur þá í öllu sínu veldi á uppá búnu borðinu... ætla að næla  mér í blóm og fíneri og svo fáum við sumarborð á næstunni með nýju diskunum. 

Hvernig líst ykkur á það? Það verður jafnvel bara á pallinum


já og þar sem myndavelin er loks komin úr viðgerð, voru líka teknar myndir af mávastellinu mínu sem situr virðulega í efstu hillu í skápnum, þær fá  bara að bíða eftir öðrum pósti, einhverntíma seinna, en nú er ég farin aftur út til að njóta kvöldsólarinnar
Stína Sæm

í heimsókn

May 29, 2012
Heimsóknin kemur á þriðudegi núna, enda mánudagurinn í gær eiginlega dulbúinn sem sunnudagur.
Við kíkjum núna í stórglæsilegt hús og sjáum neðri hæðina sem er með eldhúsi og nokkrum stofum og svo skuggalega flottann kjallara....
kíkjum á:
























Ég næ ekki að hafa myndirnar stærri nema á kostnað gæða (og ekki viljum við skoða blurraðar myndir er það?) og ef þið viljið skoða þetta hrikalega glæsilega hús frekar (almennilegar myndir) þá mæli ég  eindregið með því að þið kíkið á 1st-option.com. þar er hægt að skoða  floorplan með myndunum og alles, alveg ægilega flott.


Stína Sæm



á sólríkum sunnudegi.

May 27, 2012
Dagurinn í dag var allt of sólríkur og góður til að vera inni að blogga,
Ég eyddi honum úti á palli, að sópa og taka til, henda rusli eftir veturinn og reyna að koma mér fyrir og gera pínu fínt.
Fór í smá brettaleiðangur, langar nefnilega  í sólbekk á pallinn, 
stefni svo á Ikea- og blómabúðaleiðangur í vikunni, verð vonandi komin með voða fínann pall um næstu helgi.

En milli þess sem ég reyndi að gera eithvað gagnlegt, dró ég framm hressingu fyrir okkur hjónin (hann Gunni minn gerði nú mun meira gang en ég þennann sólardaginn)
og fagnaði því í leiðinni að myndavelin er komin úr viðgerð, svo ég get haldið áfram að æfi mig að taka myndir af þessu einfalda hversdagslega í kringum mig. 
Er eiginlega farin að hafa pínu gaman að því og fer vonandi að fara framm i þeirri list.



Á morgun er svo planað að fara í barna afmæli í Öndverðarnesinu, þar sem spáir jafnvel enn betra veðri en var hér í dag, svo ég ætla að draga framm sumarkjól og tásuskó, setja upp sólgleraugun og brosa framan í lífið.
Eigið góðar stundir og munið að líta eftir því fallega sem lífið hefur uppá að bjóða
Stína Sæm



á ferðalagi með Audree.

May 26, 2012



Á ferð um bloggheima er hægt að rekast á svo margt fallegt og á bloggsíðunni thefancyfarmgirl.com er svo sannarlega ótalmargt fallegt hægt að sjá og skoða.
Bóndabæ, ótrúlega sætann hænsnakofa, fullt af dýrum, antík trukka 
og núna hefur þessi gersemi bæst við.


Tiffany er ljósmyndari og algjör fagurkeri
og var að gera upp þetta gamla hjólhýsi sem hún kallar Audree
 og saman ferðast þær nú um með glæsibrag.


Að innan er það hreint út sagt dásamlegt, 
allar gömlu innrettingarnar eru nú hvítmálaðar ...


og gömlu borðplöturnar sem fengu að vera, njóta sín vel og mér finst þær algjört æði þarna inni.
og fallegt gamalt hjólhýsi er svo ekkert án þess að vera skreytt með fullt af sætum og krúttlegum aukahlutum.


Hér koma svo myndir af hjólhýsinu áður en Tiffany fékk það,

 en það kom í ljós eftir að hún keypti það af ókunnugum að þetta var sama hjólhýsið og vinkona hennar átti ári áður og vildi endilega að Tiffany kikti á það, enda væri þetta alveg eithvað fyir hana. 
Hjólýsakaup voru eiginlega ekki á dagskránni í það skipti svo hún passaði sig á að kikja ekki einu sinni á það (skil það vel, engin ástæða til að láta freistast) 
en í fyrrasumar varð það svo hennar.. í þessu ástandi.




En er hún ekki endalaust bjúti núna?
Og væri ekki dásamlegt að vera á feralagi  með henni núna um helgina?

En hvert sem þið farið eða hverngi sem þið ferðist, vona ég að helgin sé góð og þið passið að hafa  fegurðina og gleðina með í för.
Stína Sæm



góða helgi

May 25, 2012




flickr


cowboy, take me away


beimbued2.blogspot.com


dnkzonecom.tumblr






Stína Sæm



sumarið komið í eldhússkápinn

May 22, 2012

Glerskápurinn í eldhúsinu breytist nokkuð reglulega,
Pínulítið af björtum litum hefur nú verið bætt við til að gera hann sumarlegri og bjartari 
og svo færast hlutir jafnóðum til, jafnvel á meðan ég er að taka myndirnar.
og ofan á skápnum bíða kökudiskar og nethjálmar eftir að komast á veisluborð á pallinum í sumar.

pastellitir og blómamunstur hefur algjörlega tekið yfir og minnir okkur á sól og sumar.


Kannan og fleira sætt, með bleikum blómum, hefur beðið inní lokuðum skáp, eftir að komast inní glerskápinn, og fá að njóta sín með glerglösum og öðru gagnlegu til að skella á sumarborðið.

Glerskápurinn er eiginlega farinn að minna á eldhúshilluna í kofanum,
en hér leynast þrjár gerðir af sömu glösunum...
glösin á fætinum, mjólkurglösin og latteglösin,
 bara minni og allt í fallegu sumarlegu pastellitunum.




Stína Sæm




Auto Post Signature

Auto Post  Signature