Top Social

konfekt, kaffi, blóm og eðal súkkulaði... Gleðilega páska

April 20, 2014

Loksins fékk ég að opna undurfallega súkkulaði eggið mitt.


 Sem reyndist stútfullt af dýrindis handgerðum konfektmolum, sem er hver öðrum fallegri

Kaffi, konfekt, blóm og eðalsúkkulaðiegg....

fullkomið

og að sjálfsögðu fékk konan málshátt með;
Eitt hik gerir margt strik.


Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska,
njótið dagsins
Páskakveðja
Stína Sæm


Gullt og blómlegt um páska

April 19, 2014
Ég hef ekkert skreytt fyirr páskana í ár,
fyrir utan eina páska skreytingu á eldhúsborðinu og gula túlípana á stofuborðinu.


Langaði að sýna ykkur nýja mynd af páskaskreytingunni, en hún hefur aldeilis sprungið út og dafnað vel í vikunni og skartar nú sína allra fegursta.




 Túlipanana  tókum við með upp í sumarbústað þar sem þeir stóðu stolltir og fallegir á eldhúsborðinu í Öndverðarnesinu og komu svo með okkur heim og standa nú á stofuborðinu, 
svona dásamlega gulir og páskalegir.

Lítil amigurumi krútt bíða spennt eftir nýjum vinum



Þessi tvö litlu krútt eru bestu vinir og bíða spennt eftir páskunum,


 svo eiga þau von á fleyri litlum krúttlegum vinum sem núna eru á heklu nálinni

hér er von á annari bleikri kanínu, páska unga og sætum hangandi fugli
haldið þið að það verði nú ekki gaman hjá þeim vinunum?



Ekkert venjulegt páskaegg

April 17, 2014
Þetta unaðslega girnilega og fallega páskaegg bíður með mér eftir páskadegi,



Eiginmaðurinn gaf mér páskaeggið sem er handgert af Hafliða Ragnarsyni í Mosfellsbakarí,
og hvert egg er hrein  listasmíð,








mosfellsbakari.is

Hlakka til að taka mitt úr umbúðunum á páskadag og gefa mér tíma til að mynda það í bak og fyrir, áður en ég smakka á dökku girnilegu súkkulaðinu og unaðslegum konfekmolunum,
Vonandi eigið þið ánægjulegt páskafrí og fáið eithvað gott og narta í yfir hátíðarnar.
Kær kveðja
Stína Sæm




Jeanne d´Arch Living páskablaðið á stofuborðinu

April 16, 2014
Á stofuborðinu er ég með  blaðakörfu með hinum og þessum tímaritum sem mér finst gaman að fletta í gegnum í góðu tómi.
Efst í bunkanum að þessu sinni er splunkunýtt eintak af uppáhalds tímaritinum mín 
Jeanne d´Arch Living

Í þessu eintaki eru flottar greinar, ótalmargar undurfallegar myndir, páskaskraut, víraföndur og dásamlegar vorblómaskreytingar .


Hver vill sjá smá innlit í blaðið?
Nokkrar vel valdar myndir af þessum dásemdum?
Látið vita í skilaboðum og þá fáum við bloggpóst um páskablaðið.

kær kveðja 
Stína Sæm


Páska tarína

April 15, 2014


Súputarínan mín fallega er komin í páskabúninginn,

ég gróðursetti tvær gerðir af laukum; 
páskaliljur og túlípana í skálina

og notaði svo skrautegg og þæfðar ullarkúlur til að fylla upp í,
alveg mátulega nátturulegt og einfalt fyrir minn smekk.
Já bara elska þessa skál mína,
á hvaða árstíð sem er.

Eigið góðann dag i dag.
Kveðja 
Stína Sæm


Grátt og hrátt veitingahús á föstudegi

April 11, 2014






Eigið góða helgi elskurnar
kær kveðja
Stina Sæm



Barnaherbergi


Hér eru nokkar myndir af barnaherbergjum sem ég hef verið að safna saman sem innblástur fyrir herbergi litlu ömmustelpunnar minnar.
Það er gaman að setja saman fallegar myndir af barnaherbergjum
sumt af þessu er bara fallegt og mig langað til að deila með ykkur og annað er fyrirmynd af þvi sem ég er að gera og svo sjáum við til hvernig útkoman verður. 
 En njótið með mér

Mér finst allt við þessa mynd bara dordjös,
kommóðan,lampinn, hillan og barnafötin á herðatrénu...
bara fullkomið.

Barnaherbergi hjá Huset ved fjorden

April 10, 2014


Hér kemur myndasyrpa af barnaherbergjunum hjá Huset ved fjorden í gegnum árin, en litavalið og útsjónasemin hjá henni er einstaklega fallegt og skemtilegt, og þarna er hægt að skækja margar hugmyndir í fallegt barnaherbergi.



















Kær kveðja
Stína Sæm



Páskastemning frá GreenGate

April 9, 2014

Falleg mynstur, ljúfir litatónar, eggin, páskaliljur og sólargeislar inn um gluggann...
himnesk páskastemning frá GreenGate;







Eruð þið farin að huga að páskaskreytingum?





Flott heimili í svörtum tónum


Á þessu heimili er næstum allt svart eða í hinnum ýmsu gráum tónu, en heildar útkoman er alveg hreint stórkostleg.  Stíllin er flottur og hér er hugsað út í hvert smáatriði.









Ljósmyndari: Romain Ricard


Með kærri kveðju
Stína Sæm

follow us on facebook

Auto Post Signature

Auto Post  Signature