Top Social

ó elsku Túlipanarnir... og fjölbreyttar en svooo einfaldar leiðir til að skreyta með Túlipönum

March 31, 2017
Mér finst Túlípanar æðislegir, þeir eru svo einfaldir og fallegir og svo gaman að punta með þeim hvort sem það er í veisluni eða heima þó tilefnið sé ekki annað en bara dagurinn í dag. 
 og svo er bara svo nauðsynlegt að njóta þeirra eins og hægt er á meðan þeirra tímabil er, því Túlípanar fást ekki  allan ársins hring... tíminn er núna :)

Ég tók saman nokkrar fallegar Instagram myndir með túlipönum í ýmsum útgáfum..
Svo njótum!!
og athugið að myndirnar er "life" linkar á Instagram.

A post shared by ♕ ℭlaudine Andreasen (@claudineandreasen) on

Mér finst þessi vöndur æði!
Keyptu þér tvö túlipana búnt í sitthvorum litnum, td hvítt og bleikt eins og hér og raðaðu öðrum litnum eins og þessum bleiku utanum hvíta buntið, ótrúlega stilhreint og fallegt <3

Borðstofuskápur Málaður með Trophy

March 29, 2017

Marian, eigandi Miss mustard seed´s eignaðist þennann fallega skáp á fremur óvenjulegan hátt, þegar nágranni bankaði uppá hjá henni með skápinn á bílpallinum og bauð henni hann til að mála.
Það tók hana tíma að leggja í verkið......

Málað Með Milk Paint Heima Hjá Madda

March 28, 2017

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir

Bloggpósturinn heima hjá Madda er aldeilis að slá í gegn hér á blogginu...
Ef þú misstir af því þá geturður kíkt á hann hér að ofan.

En heima hjá honum eru nokkrir hlutir málaðir með Milk Paint í nokkrum vel völdum litum og við ætlum aðeins að skoða það nánar og sjá hvernig hægt er á auðveldan hátt að bæta smá lit inná heimilin.  Við notum liti sem koma sérstaklega vel út á  stílhrein heimili í skandinavískum stíl.

Innlit inní fremur óvenjulegt heimili í Hollandi... // white rustic interior

March 27, 2017
 þar sem allt hvítt og allt svart myndar miklar andstæður í bland við náttúruleg og hlíleg atriði

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir

March 26, 2017

Muniði eftir bloggpóstinum sem ég byrti um daginn, 
um framkvæmdirnar heima hjá syni mínum hérna hinum megin við götuna?
Þið getið skoðað þann póst hér:

Framkvæmdir hjá syni mínum, myndir fyrir og á meðan


Nú er komið að því að sjá hvernig gengur og skoða nýjar myndir frá heimilinu.
Er ekki alltaf svo gaman að sjá svona fyrir/eftir pósta

Heima Hjá Litlu Systir og Fjölskyldu

March 20, 2017
Fyrir áramótin málaði ég snyrtiborðið hennar systur minnar svo dóttir hennar gæti tekið við því,
og gerði í framhaldi  bloggpóst um það, sem varð fljótt einn af mínu vinsælustu.


Þegar ég myndaði snyrtiborðið smellti ég af nokkrum myndum í viðbót á heimilinu og langar að deila þeim með ykkur þó það sé orðið nokkuð langt síðan þær voru teknar.
Myndirnar eru frá því daginn fyrir gamlársdag, svo það hefur áhrif.
Byrtan var ekki góð og þó ég sleppi myndum af jólaskrauti þá eru mandarínur í skál og ljósa stjörnur í gluggum.... 
Svo það er eins gott að drífa þessar myndir í loftið! ekki satt?


Eldri heimsætan fékk svarta snyrtiborðið,
 en litla systir hennar á án vafa krúttlegasta herbergið í húsinu og býður uppá jarðaberjaköku, möffins og ljúfengt te þegar komið er til hennar.


Hún er með velbúið eldhús og þessi unga dama passar vel uppá að alltaf sé allt í röð og reglu og veit nákvæmlega hvar hvernig hún vill hafa allt sitt.


Er þetta ekki dásamlega krúttlegt og fallegt?


Veisluborðið hennar er sófaborð sem fanst á nytjamarkaði og var málað með Milk Paint...
gömul sófaborð geta nefnilega verið fullkomin borðstofuborð fyrir lítið fólk.


Te og tertusneið einhver?


Svo er það töffarinn sjálfur,
10 ára fótboltastrákurinn....


sem lifir fyrir fótboltann og hefur rosalega gaman að alls konar þrautum, eins og töfrateningnum og svo ótrúlega mörgu öðru.


Niðrí kjallaranum býr svo 18 ára dóttirin...


sú sem á fallega snyrtiborðið,
 sem var málað með milk paint typewriter!


jú jú þessi býr þarna líka. 


Svo er það þetta súper huggulega herbergi.



Ókey förum aðeins upp aftur ......


Munið að myndirnar eru teknar í desember....
og nú langar mig bara í djúsí mandarínur!


Við vorum að gera klárt fyrir áramóta partý fjölksyldunar svo að ferskar fallegar rósir voru komnar á borðið.



Ég gjörsamlega dýrka þennan kertaarin 





Þetta er bara svo fallegt!


 Ljósastjörnur í glugganum , piparkökuhús i bakgrunni, mandarínur og dagsbyrtan að hverfa um miðjan dag.....
dásamlegur árstími en nú má vorið fara að koma.
Takk fyrir að kíkja með mér.

Stína.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

innlit... töff industrial style


Á Gömlum skipstjóraslóðum í Reykjavík

March 19, 2017

 Í gær deildi ég með ykkur innliti í íbúð sem ég myndaði í vikuni,


Íbúðin er við Öldugötuna, í einu af reisulegu fallegu steinhúsunum í hverfinu sem oft eru kölluð skipstjórabúsaðir 


og þegar ég fer þangað enda ég alltaf á að taka myndir af húsunum hinum megin við götuna... húsunum sem snúa betri hliðini útá götu, svo ótrúlega viðurleg og falleg.
En við ætlum að rölta aðeins niður götuna.


Gamli Stýrimannaskólinn í Reykjavík var til húsa á Öldugötu 23 á árunum 1898 til 1945. 
Síðar var gagnfræðaskóli í þessu húsi og enn síðar Vesturbæjarskólinn.

Þetta er glæsilegt timburhús sem lengi hefur sett svip sinn á bæinn


 og er friðað að utan enda alveg einstaklega fallegt hús.



Röltum áfram um götuna og látum myndirnar bara segja sitt.


Hvíta húsið á horninu finst mér svo ótrúlega fallegt











Hafið það sem allra best í dag.
takk fyrir innlitið
kær kveðja 
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

gamalt hús í Vesturbænum á fallegum degi í vikuni

March 18, 2017
Ég skrapp í bæinn í vikuni til að taka myndir af lítilli íbúð í undurfallegu gömlu húsi og ég ákvað að deila þeim með ykkur í dag..
Hvernig líst ykkur á það svona á laugardegi?


Í einu af stóru flottu skipstjóra húsunum svokölluðu í Vesturbænum, er hús sem skipstjórinn hann faðir minn á og hann bað mig um að taka nokkrar myndir af lítilli sætri íbúð í þessu fallega húsi.

Góða Helgi!

March 17, 2017


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Vara mánaðarin í Mars - Furniture Wax

March 16, 2017
Hversu mörg ykkar þola ekki að þurfa að vaxa húsgagn eftir að hafa málað það? þú hefur rosalega gaman að því að mála húsgagnið en þegar kemur að því að verja að, breytist brosið í grettu. Komið að  dramatísku tónlistinni. Það er kominn tími til að vaxa... og gráta!
Trúðu mér, við skiljum þig algjörlega því við höfum verið þarna líka.
Það eru tegundir af vaxi á markaðnum sem eru hörð, lyktandi og virkilega erfitt að bera á. Þú þarft að læra sérstaka tækni og kaupa sérstaka pensla til að bera þau á.

Við erum með góðar fréttir fyrir þig!

Dökkt, Gróft og Seiðandi Heimili í Innliti Dagsins

March 13, 2017
Otti og piet i Hollandi hafa komið sér vel fyrir og gert sér fallegt heimili á hæð sem áður var yfirgefin og í niðurníslu.
Heimilið er í frekar grófum industríal stíl en  sérstakir munir, grófur efniviður og munstaðar textílvörur gera þetta heimili einstaklega heillandi og hlílegt.









credit vtwonen.nl

Kíkið líka á Svo Margt Fallegt á Instagram.
og svomargtfallegt á Snapchat.

Takk fyrir að líta við og njóta þess að skoða þetta innlit með mér.
og Ef ykkur likar þessi póstur,
 þætti mér rosalga vænt um ef þið mynduð klikka á fb takkann hér að neðan,
 svo ég sjái betur hvað ykkur líkar og hvað ekki.

Hafið það sem allra best í dag og vonandi eigið þið góða viku frammundan.
Með góðri kveðju
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature