Top Social

gamalt hús í Vesturbænum á fallegum degi í vikuni

March 18, 2017
Ég skrapp í bæinn í vikuni til að taka myndir af lítilli íbúð í undurfallegu gömlu húsi og ég ákvað að deila þeim með ykkur í dag..
Hvernig líst ykkur á það svona á laugardegi?


Í einu af stóru flottu skipstjóra húsunum svokölluðu í Vesturbænum, er hús sem skipstjórinn hann faðir minn á og hann bað mig um að taka nokkrar myndir af lítilli sætri íbúð í þessu fallega húsi.



Svo það var brunað í bæinn á sólríkum og góðum degi.....
bara við tvær, ég og myndavélin.


í íbúðinni er fullt af sjarmerandi og gömlum einkennum enn til staðar og strax í forstofuni heillast ég af gömlum gordjöss gólfflísum... 



og hurðin í forstofuni sem liggur að geymslu undir stiganum er bara einfaldur smíðaður hleri... og með þessum krúttlega gamla húni.


Í alvöru!!! 
Hversu flottar eru þessar flísar!


 En við ætlum ekki að hanga endalaust frammá gangi og stara á gólfið þó það sé freistandi


Forstorfuhurðin er svo annað atriði sem heillar og tekur á móti þér þegar inn er komið.


Eldhúsið er nýtt, látlaust og fallegt


 Gert er ráð fyrir að tveir til fjórir getir látið fara vel um sig
 og gert vel við sig.





Dinner for two!!
anyone?




Og aftur að smáatriðunum....
loftlistarnir í ibúðinni eru ekki skrautlegir en frekar einfaldir, virðulegir og alveg dásamlega fallegir.



Við ætlum aðeins að kíkja inní stofuna.


Þar sem þessi bogadregni gluggi sem vísar úti bakgarðinn er aðalstofustássið.






Undri þessum glugga er ekki amalegt að láta fara vel um sig....
halla sér aftur, með góða bók og kaffibollan.








Við sjáum ekki svona á hverju heimili í dag.




Og svo er það sefnherbergið....









Bakgarðurinn bíður nú bara eftir vorinu,


Ég tók með mér gott teppi og naut þess að setjast aðeins út.... ekki lengi þó. 



Drakk kaffibollann minn og hlustaði á fuglana sem voru í ótrúlegu fjörugir á þessum fallega en kalda degi.


Hugsið ykkur hversu huggulegt þetta verður í sumar, 
þegar allt er í fullum skrúða.




Ég rölti svo niður götuna og tók nokkrar myndir í nágrenninu en þar sem þessi bloggpóstur er þegar orðin allt of langur ætla ég að setja þær í sér bloggppóst á eftir.

Ég þakka ykkur innilega fyrir innlitið og vonandi komið þið svo með mér í göngutúr um Öldugötuna líka í nýjum bloggpósti.

Eigið góðann laugardag,
kveðja
Stína Sæm









ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature