Top Social

Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir

March 26, 2017

Muniði eftir bloggpóstinum sem ég byrti um daginn, 
um framkvæmdirnar heima hjá syni mínum hérna hinum megin við götuna?
Þið getið skoðað þann póst hér:

Framkvæmdir hjá syni mínum, myndir fyrir og á meðan


Nú er komið að því að sjá hvernig gengur og skoða nýjar myndir frá heimilinu.
Er ekki alltaf svo gaman að sjá svona fyrir/eftir pósta

En áður en við sjáum nýjar myndir ætlum við að rifja aðeins upp hvað hann gerði svona í helstu fréttum:


Það var sem sagt veggur sem skildi að stofuna og eldhúsið 
og tvö hurðarop úr forstofuni inní sitthvort rýmið.....  
myndir teknar þegar hálfnað var við að rífa niður vegginn sýna eiginlega best hvernig þetta var... annars væru þetta bara myndir af  hvítum vegg!!


hér er gamla innréttingin komin í ljós og eins og sést hér var opið úr eldhúsinu inní herbergi/borðstofu og þaðan inní stofu... þessu gati var lokað og borðstofan varð að sjónvarpsholi og ýmislegt annað fylgdi líka eins og gerist og gengur .


Það þekkja það allir sem hafa einhverntíma sett saman heila eldhúsinnréttingu að það er nauðsynlegt að lesa alla bæklinga og fylgja leiðbeiningunum vel....
Ég mæli líka með að ráða góðann verkstjóra í verkið.

og þá er komið að því að sjá hvernig tókst til....Veggurinn er farinn og allt orðið opið og bjart með nýtt eldhús.


og hurðaropin tvö eru orðin að einu flottu hurðaropi með fallegum skrautlistum sem pabbi sonarins smíðaði fyrir hann, ásamt stórum og flottum gólflistum á alla hæðina.

En skoðum eldhúsið aðeins betur:Stílhreint og fallegt
Það er enn hitt og þetta eftir eins og að setja gólf og loftlista í eldhúsið, smíða utanum styrktarbitann í loftinu, setja enda plötuna á innréttinguna og svo allt þetta skemmtilega eins og að setja eithvað á veggina.... 
Bakhliðin á húsinu er líka alveg eftir að utan s.s. að skipta um járnið og þá fær heldhúsið nýjann gamaldags glugga eins og er í stofuni. 
Já það er af nógu að taka í gömlu húsi!


sjónvarpsherbergið þar sem borðstofan var áður... með nýjum sléttum og fínum veggjum þar sem áður voru  amk tvær gerðir af 70´s vegg klæðningum og komnir nýjir gólf og loftlistar.
svo ekki sé talað um að nú er ekki lengur hurð inní eldhús.


Innréttingin er frá Ikea og það er ótrúlega þægilegt að gera keypt allt þar, heimilistækin blöndunartækin og jafnvel það sem þarf að endurnýja í skápunum.
Hann setti ekki upp neina efri skápa en ætlar að sjá til með hillur ef það þarf..... 
En það þarf nú ekki mikið eldhús fyrir bara hann og litlu dóttur hans.og hann ákvað að setja upp létta og opna "morgunverðar" eyju... svona til að setjast með minni máltíðir í eldhúsinu. En svo er hann með stóra eldhúsborðið, sem hann gerði sjálfur fyrir mig í smíðinni, (en ég þarf alltaf að vera að breyta hjá mér og skipta um hitt og þetta) sem nýtist þegar fleiri eru í mat.


Það er ótrúlega gaman að því hvernig hann hefur verið að nota liti á heimilinu, með hvítu, gráu og dökkum við. Svo ég málaði þennann kertastjaka fyrir hann og notaði þá liti sem sjást hjá honum hér og þar...... og fleyra á væntanlega eftir að bætast við td í veggskrauti ofl.


Þessi skenkur er td algjört æði og setur svip sinn á allt rýmið.
Sjáið meira um hann hér:

Skenkur málaður í fallegum björtum lit með Milk Paint.
og má svo ekki bjóða ykkur í betri stofuna hjá þessum unga myndarlega manni? 
(segir ofur stolta mamman :)Pabbi hans smíðaði kerta arininn fyrir hann og kom með hann alveg ómálaðann svo ég fékk að mála hann með mjólkurmálninguni og við völdum að hafa hann gráann og með hvítu vaxi yfir. 


Mér finst stofan æðisleg hjá honum, hún er stílhrein en samt svo hlíleg og kósý 

Þakka ykkur fyrir  innlitið 
og um leið og við bætum einhverju við eins og td nýjar myndir á veggina og smáatriðið í eldhúsið þá mun ég örugglega leifa ykkur að fylgjast með því.

Við óskum svo Madda og Írisi Lind til hamingju með fallega heimilið sitt og takk fyrir að leifa okkur að fylgjast með

Eigið góða helgi
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
4 comments on "Eftir Framkvæmdir Hjá Syni Mínum, Nýjar Myndir fyrir og Eftir"
 1. Ingibjörg StefánsdóttirMarch 26, 2017 at 11:48 PM

  Þetta er bara svo ofboðslega fallegt, vel gert og smekklegt allt. Ekki við öðru að búast, einstakt hagleiksfólk hér að verki ��Gaman að fá að sjá ��

  ReplyDelete
 2. Virkilega vel heppnuð breyting, mjög notalegt heimili.
  Er hægt að kaupa svona arinn af ykkur :) Hvaðan er sófasettið hans ?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl og takk fyrir að skilaboðin.
   Ég veit ekki hvort hægt sé að kaupa svona arinn. Getur prufað að senda skilaboð á Madda (https://www.facebook.com/margeir.i.margeirsson?fref=ts) og hann getur frekar svarað því. Varðandi sófasettið þá held ég að bæði sófin og stóllinn sé frá Ilva.

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature