Top Social

Litur mánaðarins í Mars - Trophy

March 2, 2017
Litir mánaðarins í Mars eru Trophy og French Enamel
og við munum skoða þessa tvo liti alveg sérstaklega í þessum mánuði.


Við byrjum á gráa litnum Trohy:


Trophy er hlýr, þéttur grár með smá gulum undirtón. Ólíkt Shutter Gray, sem er mjög blár og Scloss sem er með brúnum undirtón er Trophy meira grár og minnir á áfallið silfur líkt og á antík verðlaunagrip.
Það er einstaklega fallegt að mála umferð af Trophy undir Grain Sack eða aðra hvíta  til að fá líkt og máða sænska áferð.


Trophy er einn af þeim litum sem fá gjörólíkt útlit eftir því hverja af miss mustard seed vörunum þú velur til að verja málninguna, þú færð einstaklega hvittað eða white wash útlit með hvíta vaxinu, virkilega gamanlt antík lúkk með antik vaxinu og mikill tóna munur er á húsgagnavaxinu eða olíuni sem gefur þér mun dýpri og dekri lit, en með vaxinu færðu ljósara handbónað útlit.



Svo ef þú ert að leita að gráum lit, 
komdu þá við á vinnustofuni eða kíktu yfir á NETVERSLUNINA og náðu þér í einn pakka af Trophy.


Ef þú vissir það ekki þá er milk paint selt í duftformi og er aðeins sett saman úr 5 hráefnum: casein sem er mjólkurprótein, leir, kalk, krít og litarefni er allt og sumt sem er í pokanum þinum. 


Duftið er með endalausan geymslutíma....


 svo þú blandar bara það sem þú þarf að nota með vatni 
og geymir restina fyrir næsta verkefni.


þú blandar saman duftið í sömu hlutföllum og vatn og hrærir vel saman þar til öll hráefnin eru vel uppleyst...


og þú ert komin með fallega gráa málningu.
Láttu nú málninguna standa í 15 mínútur og hrærðu svo aðeins upp í því aftur.


Núna ert þú tilbúina að mála með Trophy litnum þínum.
Gangi þér vel. 
Sófaborð málað með Trophy
Hér að ofan er sófaborð málaði með Trophy, varið með Húsgagnavaxinu okkar og að lokum farið yfir með antík vaxi til að fá svona gamalt og sjarmerandi útlit og draga enn frekar fram karakterinn í viðnum á þessu fallega borði.

Sjáðu meira um litinn Trophy í þessum bloggpósti hér:


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature