Top Social

innlit í litla Íbúð í stokkholmi

January 31, 2015

Græn áskorun

January 30, 2015
Þeir sem hafa fylgst með Svo margt fallegt á Instagram hafa kanski tekið eftir að ég hef verið frekar græn siðustu daga, en ég skráði mig í Græna áskorun Hildar og netto,
sem þýðir að ég geri nýjann grænan drykk á hverjum degi í 30 daga.


Svo er hverjum drykk deilt á Instagram með hasstaggið #nettoaskorun.


Ég leit á þetta sem tvöfalda áskorun,
bæði þurfti ég virkilega á því að halda að bæta smá grænni hollustu inní mína daglegu rútinu,
og svo leit ég líka á þetta sem áskorun að taka 30 mismundi myndir með símanum, af nokkuð svipuðum grænum drykkjum og byrta á Instagram.
Svo margt fallegt á instagram.

Svo er mjög sniðugt að skera niður ef maður á nóg í afgang og frysta mátulega í einn skammt.
Þá er svo einfalt og fljótlegt að gera uppáhalds drykkinn aftur.

Þú getur séð allt um áskorunina á Netto.is 


Eigið góðan föstudag,
Sólskínskveðja
Stína Sæm



IB Laursen spring summer 2015

January 28, 2015


IB Laursen brings the beauty.......

 to our outdoors: 


hjarta heimilisins

January 27, 2015
Má bjóða þér....

Ilmandi expresso og besta sætið við gluggan?

Ég er ekkert of oft að bjóða ykkur þetta sjónarhorn frá eldhúsborðinu.
þetta er í raun hjarta heimilisins, 
eldhúsið, borðstofan, stofan og holið...
allt á sömu myndinni.
og hér er dáldið mikið í gangi, 
stíllinn hjá Stínu fínu fér eiginlega út um allt
Retro, vintage, shabby chic og antik
það er bara svo margt sem mér finst fallegt.

psst.... Tókstu eftir blómastrandi Amarillysnum þarna á borðstofuborðinu?
(vildi bara vera viss)

Þetta er aðeins kunnuglegra,
hef nú boðið ykkur þetta sjónarhorn oftar en einu sinni.

og jú jú eldhúsborðið er enn ómálað,
en það hefur lengi staðið til að mála það hvítt eins og stólana, því eins og ég sagði, er þegar dáldið mikið í gangi á heimilinu og dökka borðsofuborðið á bara að fá að njóta sín við hliðina á hvítum eldhúskróknum, 

Já talandi um borðstofuborðið...
voruð þið ekki alveg örugglega búin að taka eftir blómstrandi fegurðardísinni minni?
fyrsta skipti sem ég fæ mér Amaryllis lauk og hef beðið spennt eftir að hann blómstri,
og það er sko þess virði að bíða og fylgjast með.
I´m in looove

Ég þakka ykkur fyrir innlitið,
Hafið það sem allra best í dag,
Kær kveðja
Stína Sæm


laugardagsheimsókn í Stokkhólmi // house tour in Stockholm

January 24, 2015
 Welcome to a stunning attic apartment in beautiful property from 1785 with beamed ceilings, fireplace and plastered walls where the old town charm meets contemporary design.

Föstudagur.

January 23, 2015
Vá það er komin föstudagur aftur!

Ég tók þessar myndir af hvíta gamla míru skápnum mínum í gær,
en eins og sést þá eru jólakortin enn á skápnum... 


að vísu var ég einmitt að breyta þessu í gær og þess vegna ákvað ég að taka nokkrar myndir,
en ég tók þau kort sem eru ekki með  mynd og svo set ég jafvel barnamyndir þarna í viðbót sem td hafa komið síðustu ár og mig langar að hafa uppi við.
En mér finst bara æðislegt að hafa myndir á skápnum.

já og svo að sjálfsögðu kveikir maður á kerti,

Alltaf jafn notalegt.


Ég segji bara góða helgi
kær kveðja
Stina Sæm




í dag

January 20, 2015
jæja ég hef nú ekki alveg staðið við mín plön þessa viku,
til hvers að eiga sniðuga dagbók og gera plan fyrir vikuna ef maður svo stendur ekki við það?


En ég hef bara ekki verið í nógu góðu bloggstuði, aðalega hef ég bara ekki verið dugleg að taka myndir á daginn til að deila með ykkur.
Við skulum bara ilja okkur við þessar notalegu símamyndir af björtum degi í eldhúsinu.

 það hefur hinsvegar verið nóg að gera, ég hef verið að prufa nýja liti af málningu sem ég var að panta mér frá Ameriku og nota eldhússtólana mína sem litaprufur áður en ég ræðst í stærri verkefni.
Á morgun er það gordjöss borð fyrir litla frænku sem verður málað i fallegum bleikum og gráum litum. 

Þið getið kíkt yfir á Instagram þar sem ég set sneak peak af því sem ég er að brasa, þar til ég er tilbúin til að sýna ykkur afrakstur. 
Svo skráði konan sig í 30 daga græna áskorun og ætla að nota það sem 30 daga instagram áskorun líka, merkt #nettoaskorun.
Spurning hvort mér takist að taka 30 ólíkar myndir af grænum drykkjum.
 það er svo sannarlega  áskorun.

Kær kveðja 
Stína Sæm


Innlit í sjarmerandi vetrarbústað // House tour to a charming winter cabin

January 17, 2015
 Hvernig væri að skella sér í smá vetrarfrí, í notalegann bústað uppí fjöllum?


í stofunni í dag

January 15, 2015
Nú þegar jólin eru liðin 
tekur stofan í sig mun einfaldaðra og dempraðra yfir bragð,
ekkert glitrandi skraut og glingur lengur,

Nema einstaka einfalt og látlaust treskraut sem fær að vera áfram.

Mér finst þetta alltaf notalegt og það færist bara hversdagsleiki og annarskonar ró yfir heimilið.
Dáldið í takt við lífið og tilveruna.





Heklað afgangateppi úr léttlopa

January 14, 2015



Ég ákvað að draga framm körfuna með lopa afgöngunum mínum í gær
og byrja að hekla hlítt afgangateppi úr léttlopanum.
 Það ætti líklega ekkert að koma á óvart að garnið er næstum allt í jarðlitum 
og tónar nokkuð vel saman.
 og í morgun var rosalega notalegt að sitja smá stund og hekla áður en ég kom mér í gang að gera eithvað  af viti, 
vandamálið var hinsvegar að slíta sig frá heklinu

 Svo Þegar ég stóð upp til að  ná mér í nýtt kaffi og búin að taka nokkrar myndir.
kom  í ljós að sætið mitt var upptekið

Prinsinn á heimilinu búinn að koma sér vel fyrir
 og kúrir með nýja verðandi teppið mitt.

Ég sýni svo myndir af teppinu þegar lengra er komið, 
eins og er, er ég bara rétt að ákveða litauppröðunina og læra á mynstrið.
En Loga mínum líst greinilega vel á það.





einfalt og gott Kryddbrauð // Simple and good cinnamon bread

January 13, 2015

Ég bakaði uppáhalds uppskriftina mína af kryddbrauði í dag,
það er svo einfalt og fljótlegt að henda því saman 
og svo þarf bara að bíða smá, á meðan það er í ofninum
-------
og loks......... að njóta þess.

I baked my favorite recipe of cinnamon bread today.
It is so simple and quick to throw it together
and then you just need to wait a little, while it is in the oven
-------
and finally...... enjoy it.

Ég mæli með að borða það heitt og njóta þess með kaldri mjólk.



3 dl wheat
2 dl sugar
3 dl oatmeal
2.5 dl milk
1 tsp cinnamon
1/2 tasp cloves
1/2 tsp ginger
2 teaspoons baking soda

All mixed
and baked in bread pan
at 18-200 ° C for 50 -60 min.
Best served with butter and cold milk.

Kær kveðja
Stína Sæm


á mánudagsmorgni

January 12, 2015

það er voðalega notalegt að sitja við eldhúsborðið á mánudagsmorgni,
með kaffibollann og kertaljós, horfa á snjóinn fyrir utan
og gera smá plan fyrir vikuna.

Er með góða dagbók sem ég nota til að rissa niður,
 ætla að búa mér til ljósmyndaáskorun fyrir hvern dag og gera létt drög að bloggpóstum vikunnar.
Er að reyna að vera smá skipulögð,
(sem virðist alltaf ganga best svona í byrjun árs)
 á deginum í dag er m.a. tannlækna tími,
og nokkur erindi niðrí bæ sem ég er alltaf að gleyma.
Doing well so far.

Eigið góðann dag og vonandi verður vikan full af góðum fyriheitum..
enda árið bara rétt að byrja ;)

kær kveðja 
Stína Sæm


kanilsnúðar á sætum sunnudegi // Sweet sunday sinnamon rolls

January 11, 2015


Alexandra frá Úkraínu er með matarbloggið Eat me,
þar sem ég fann þessa girnilegu kanilsnúða.
---------
Alexandra from Ukraine is a food blogger, with the blog Eat me,
where I found this delicious cinnamon buns.

Heima hjá stílistanum Marie Olsson Nylander, house tour to a home of a stylist

January 10, 2015

The raw interior, in the stylists home is absolutely stunning. 
In black, white and neutral, with a blend of rustyc and chic, and a grate styling of every detale,
I think this home is just so beautiful.



Laugardagsheimsóknin

Hér kíkjum við í heimsókn á vetrarlegt og fallegt heimili 
á þessum góða laugardegi í jaúar.





ljósin í skammdeginu

January 9, 2015
þó ég sé langt komin með að taka niður jólin hjá mér,
þá er hellingur enn uppi. 
og þá sérstaklega ljósin,

og þar sem áramótaheitið var að læra á stórustelpu-myndavelina sem við höfum átt í mörg ár,
og gera bloggið betra og fallegra,
 með betri og fallegri myndum á nýju ári, 

Þá kemur sér vel að hafa eithvað af skrautinu enn til að æfa mig á,
og þá sérstaklega ljósin á trénu.

því þá fæ ég svona fallegann glitrandi bakgrunn á svona nærmyndum...
annars þarf ég að bíða í heilt ár með læra að ná þessu glitrandi  djásni á myndunum


já og svo bara tími ég ekki að taka tréð niður, það er svo langt síðan ég hef verið með alvöru lifandi jólatré og það er enn svo frísklegt og fallegt
svo myndavela æfingin er góð afsökun til að hafa það fram að helgi.


sjáið bara hvað þetta er fallegt svona í skammdeginu,
ég bara elska notalegu byrtuna sem kemur af seríum og kertum.

En annars verða nú ekki fleyri jólamyndir hér fyrr en í enda ársins, restin af skrautinu fer niður í geymslu í dag, nema þá bara eithvað af vetrarskrautinu mínu svo sem eins og könglar og trédót.
það fær að vera áfram og ljósaseríurnar í gluggunum.


Hafið það sem allra best í dag
kær kveðja 
Stína Sæm








Greengate vor & sumar 2015 // Greengate spring and summer 2015

January 7, 2015
Á meðan ég pakka niður jólunum skulum við skipta algjörlega um gír og skoða fallegar myndir úr vor og sumar  listanum  frá Greengate. 
En nú eru flestir vörulistar að senda frá sér vor og sumar línurnar fyrir 2015
og mér finst alltaf gaman að sjá nýja vörulista og fallega stílfærðar myndir til að dáðst að og deila með ykkur.











Greengate á Islandi: cupcompany.is








Auto Post Signature

Auto Post  Signature