Má bjóða þér....
Ilmandi expresso og besta sætið við gluggan?
Ég er ekkert of oft að bjóða ykkur þetta sjónarhorn frá eldhúsborðinu.
þetta er í raun hjarta heimilisins,
eldhúsið, borðstofan, stofan og holið...
allt á sömu myndinni.
og hér er dáldið mikið í gangi,
stíllinn hjá Stínu fínu fér eiginlega út um allt
Retro, vintage, shabby chic og antik
það er bara svo margt sem mér finst fallegt.
psst.... Tókstu eftir blómastrandi Amarillysnum þarna á borðstofuborðinu?
(vildi bara vera viss)
Þetta er aðeins kunnuglegra,
hef nú boðið ykkur þetta sjónarhorn oftar en einu sinni.
og jú jú eldhúsborðið er enn ómálað,
en það hefur lengi staðið til að mála það hvítt eins og stólana, því eins og ég sagði, er þegar dáldið mikið í gangi á heimilinu og dökka borðsofuborðið á bara að fá að njóta sín við hliðina á hvítum eldhúskróknum,
Já talandi um borðstofuborðið...
voruð þið ekki alveg örugglega búin að taka eftir blómstrandi fegurðardísinni minni?
fyrsta skipti sem ég fæ mér Amaryllis lauk og hef beðið spennt eftir að hann blómstri,
og það er sko þess virði að bíða og fylgjast með.
I´m in looove
Ég þakka ykkur fyrir innlitið,
Hafið það sem allra best í dag,
Kær kveðja
Stína Sæm