Ég skrapp i Ikea í dag og nældi mér í fellistóla og borð.
Þið kannist sjálfsagt við þetta, voða einfalt og nett sett á spottpris. Sem kemst fyrir á minstu svölum og eiginlega bara hvar sem er.
en pælingin er nú að breyta því aðeins,
og fá á það pínu gamalt og kósý lúkk...
svo ég ákvað að safna saman "nokkrum" myndum sem ég hef verið að rekast á á netinu, af stólum með svipuðu sniði en að mínu mati mun meira spennandi..
|
Hartley Botanic |
Eiginlega finnst mér þeir lang flottastir svona gamlir og rustý þó þeir séu líka sætir í líflegum lit og heilir og fínir,
En Auður Skúla var alveg með þetta þegar hún tók svona stól í gegn á fb og notar sem náttborð!
og þá er bara að finna málningu og pensil og ekki er verra að eiga smá sandpappír til að fínpússa verkið í lokin.