Top Social

gamall stofuskápur fær nýtt hlutverk

July 17, 2011

Þessi gamli stofuskápur geymdi einu sinni spariglös og fleyra fínerí úr gleri í borðstofunni minni, en svo þegar nýjir og fínir hvítir skápar komu inn, missti hann vinnuna og hefur beðið efitr endurvinnslu uppi í aukaherberginu. 

í vetur var svo drifið í að mála og laga aukaherbergið og gera það að fínu föndur/bóka/stelpu herbergi, og í leiðinni þá málaði ég skápinn með kalkmálningu, pússaði vel og mikið alla kanta og gaf honum nýtt hlutverk sem  "gamall" linskápur í svefnherberginu.

öll sængurfötin voru rifin út úr fataskápnum og þvegin og svo hengd út á snúru í brakandi þurki...
ég tjáði mig örlítið um það í máli og myndum hér.


falleg glerkrukka með lavenderjurtum var sett í skápinn svo skápurinn ilmar alltaf af frískum góðum "þvottailm"

svo var öllu raðað í glerskápinn og þá þurfti svo sannarlega að vanda sig. Skápurinn reyndist mun minni en ég hélt svo að púðar og teppi pössuðu ómögulega og tvöföldu sængurverin voru brotin saman eftir kúnstarinnar reglum svo þau mögulega kæmust inn... 


Þessi fallegi hnúður bíður bara eftir að ég nái þeim gamla af...
sem tekst fyrir rest ...ég veit það!


Ég er bara voða sátt við nýja skápinn minn... 
og hver veit nema hann fái nýtt hlutverk seinna.
3 comments on "gamall stofuskápur fær nýtt hlutverk"
  1. Þetta er alveg yndislega fallegt hjá þér :) Dásemd!

    ReplyDelete
  2. En ótrúlega skemmtileg breyting :) Og sniðug leið til að endurnýta skápinn. Gæti hugsað mér að hafa svona inni á baði hjá mér undir þvottastykki og handklæði :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature