Top Social

fyrir börnin stór og smá....

July 3, 2011


Í garðinum hjá mér stendur stórt og myndarlegt dúkkuhús eða kofi og hér er voða vinsælt að leika sér þegar komið er í heimsókn,
í kojunni eru púðar, bangsar og bækur. og kofinn fullur af alls kyns dúkkudóti.
Ég er að vísu búin að hreynsa út úr húsinu og taka þeðri kojuna eftir að myndirnar voru teknar
og svo er það bara málning,  blúndugardinur og alls kyns dúllerí á dagskrá næstu daga.


Sjáiði möguleikana?!
Já það er sko margt hægt að gera við svona fallegt hús, og hér er mitt "smáhúsa inspiration" 

Ég gæti td gert kofann að sælureit fyrir okkur fullorðnafólkið...
All about you
það er voðalega freistandi að opna það á gaflinum með tvöfaldri hurð
með kósy sófa og stólum og borði ,
svo að hægt sé að opna út í garð seinnipartinn og sitja í huggulegheitum og njóta síðdegissólarinnar en akkurat þar er lang best að vera seinnipart dags.

sjáiði hvað þetta er dásamlega flott og huggulegt!

En svo eru það blessuð börnin.
birdie blue; come on in..
Hér er eitt sem er alveg fullkomið og fallegt í alla staði.
En hjá Birdie blue væsir ekki um heimasætuna og hún bíður okkur að ganga í bæinn og skoða
Já hér vantar ekkert og ég held við finnum það varla flottara.

Svo var það næsta hús sem kveikti í mér áhuga á að taka mitt hús í gegn og  gera það allt í hvítu og pastellitum og með fínu dúlleríi, en ég rakst á það á netrápi í vetur.

restyled home

þetta litla fallega hús er nauðsynlegt  fyrir allar litlar búkonur.

Fyrir áhugasama mæli ég með að kíkja á" A place imagined "sem er blogg, að mestu um smáhús og leikherbergi. 

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature