Top Social

inná baðherbergi í Frakklandi.

July 20, 2011


Ég fann þetta dásamlega fallega baðherbergi hjá ameriskri konu sem hefur búið í Frakklandi í 20 ár og bloggar um leit á frönskum flóamörkuðum og lífið í Frakklandi


Ég er ekkert ein um að reyna að sættast við bláar baðherbergis flísar, 
en áður var baðherbergið hjá henni svona

Hún var ekkert of hrifin af báu flísunum en þær voru ekki það versta og margt annað sem lá meira á að gera.
En þá fann hún þetta á næsta markaði;
algjör dásemd!
þá var nokkuð ljóst að bláu flísarnar myndu fjúka fljótt..
og ráðist var í framkvæmdir og útkoman hreint út sagt frábær

vaskurinn og blöndunartækin er nýtt

....en flest annað fundið á flóamörkuðum.






veggina málaði hún með því að blanda saman nokkrar gerðir málningar og bera svo á þá húsgagnaáburð...
jebb alveg rétt... nema ég bara skilji alls ekki enskuna.
og ég sem hélt þetta væri kalkmálning, hefði svo getað svarið fyrir það.
En útkoman er alveg eins og eldgamalir veggir.
Bara flott

skápurinn var gamall og brúnn, en fékk sömu meðferð og veggirnir.
Hún er snillingur!
Á gólfið var svo lagt fallegt haðrviðargólf.

 þessi fallegi stóll situr á besta stað í herberginu enda er gaman að segja frá því að í Frakklandi er ekki klósett á baðherberginu, heldur er klósettið í skáp langt frá baðinu. 
Svo ef þú ert í frakklandi og vilt fara á klósettið spyrðu ekki hvar baðherbergið sé ...nema þú ætlir í bað, heldur spyrðu um klósettið.
 Þá vitum við það!


Baðkarið stendur virðulega á miðju gólfinu í þessu undurfallega herbergi og mér finst það eiga alla athyglina svo sannarlega skilið.

Þið getið lesið allt um baðherbergið hjá" tongue in cheek " sem þyðir safnari á flóamörkuðum, og nú bíðum við bara eftir að hún geri upp eldhúsið sitt.


Takk fyrir innlitið
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature