Top Social

Glæsilegt Hús í Frakklandi

June 27, 2016
Kevin Singer og  François Richard, hafa á síðustu 16 árum gert upp þetta 250 ára gamla hús í Frakklandi. Húsið hafði staðið autt í 50 ár þegar þeir keyptu það og því var það eins og auður strigi....  með fikjutrjám, þegar þeir hófust handa.
Nú er þetta orðið að glæsivillu þar sem þeir njóta tímans með 2ja ára syni sínum meðan þeir reyna að klára verkið.
En látum myndirnar segja sína sögu.

BerjaVeisla í Fánalitunum í Dag

June 25, 2016
Fullar skálar af berjum er bara svo girnilegt og fallegt að við ætlum að njóta þess hér í dag.
Litirnir  eiga vel við í dag, þegar þjóðin gengur stolt og hnarreist til forsetakostninga og fátt er betra á kaffiborðinu en fersk og sæt jarðaber og bláber með rjóma og súkkulaði köku.
 það er pínu uppáhalds hjá mér.












 Hamingju óskir með daginn,
Stína Sæm



ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Helgar Inspirationn, Sumarlegur Boheme Stíll,

June 24, 2016
Myndasyrpann sem ég deili með ykkur í dag, er fremur handahófskend, en sumarleg og frjálsleg.
Þetta eru fyrstu myndir sem byrtust á fréttavetunnni hjá mér á pinterest í dag, en um skjáinn flæðir sumarleg og bóhemisk fegurð á þessum tíma.
 Enda kann pinterest að velja fyrir mig myndir sem mér líkar.


Dásamlega Fallegt Innlit í Frakklandi

June 23, 2016
Er ekki vel við hæfi að við kikjum í undurfallegt heimili í Frakklandi í dag?
En þetta fallega gamal hús í provenca var endurhannað og uppgert af Mark Mertens, AM design, 
þar sem steinnin, kalkaðir veggir og gömul eikargólf spila saman og skapa undurfallega heild, í sullkomnu samræmi við umhverfið og söguna.

Dæmigerðar þröngar götur í Provence liggja upp að húsinu og leiða okkur á vit ævintýra og fegurðar.
götuhliðin á húsinu er lýsandi fyrir sögulegan arkitektúrinn sem var endurskapaður við endurbæturnar.

Dýrlegt kemur sumar

June 19, 2016
Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm,
vængjaþytur heyrist í himingeim,
hýrnar yfir landi' af þeim fuglasveim.
Friðrik Friðriksson 










Dásamlegir sumardagar í júni hafa gefið mörg tækifæri til að njóta þessa að vera úti, huga að garðinum og blómunum og bara sitja úti og hafa það notalegt.

Sólarkveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Svo Margt Fallegt í Sumar og Sól

June 16, 2016
Eins og svo oft vill verða þá er ekki mikið að gerast hér á blogginu þegar veðrið er gott.
ástæðan er einföld.., Garðvinna og slökun tekur yfir alla tölvunotkun og bloggstúss.
Hér gægjumst við aðeins inná pallinn á góðum degi 











Nú svo þegar sólin hverfur af pallinum þá er bara sest á bekk úti í garði..
 þar er sól frammá kvöld

Hrós dagsins fær svo gullregnið sem skartar sínu allra fegursta núna 


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Erika Brechtel býður í bohem party

June 11, 2016
Þegar stýlisti sem nýkomin er heim úr ferðalagi frá fjarlægum löndum á afmæli og ákveður að halda garðveislu fyrir vinkonur sínar...
þá getur  útkoman orðið ævintýralega falleg.
(allt um veisluna og hvað er hvaðan er í linki neðst í póstinum)

Gamall Trékollur Fær Nýtt Útlit

June 10, 2016

Ég datt niður á alveg eldgamlann og þreyttann trékoll um daginn, sem hafði fengið yfirhalningu á einhverjum tímapunkti, þá hafði verið bætt á hann sessu... svo hann væri nú aðeins mýkri til að sitja á giska á að það hafi verið á 9. áratugnum miðað við áklæðið sem hafði verið sett á hann.

Sumar Innspiration í Bohem stíl

June 4, 2016

Vissir Þú ..... um námskeiðin?

June 1, 2016
...... að á Svo Margt Fallegt vinnustofuni eru haldin milk paint námskeið?




óójá!!
Á síðunni hér fyrir ofan sem merkt er Námskeið geturðu fundið allar helstu upplýsingar um námskeiðin. 


Svo er auðvelt að fylgjast með næsta námskeiði sem Viðburði á facebook síðu Svo margt fallegt, 
þar  hef  ég verið að setja þau inn með ca viku fyrirvara, þú getur meira að segja gerst áskrifandi að viðburðum svo þú missir  ekki af  neinu.
Mæli nú ara með að þú hoppir þar yfir og lækir okkur á facebook.ef þú hefur ekki enn gert það.


Hlakka til að sjá ykkur. 
kær kveðja
Stína Sæm
ps myndarlega unga daman á myndunum mun ekki vera með okkur á námskeiðunum
 því miður;)


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature