Top Social

berjagleði á sætum sunnudegi

September 30, 2012Stína Sæm
á laugardegi

September 29, 2012
everythingfab.com.flickr


honeyandjam.com
Stína Sæm
á haust borðinu.

September 28, 2012
Við stöldrum enn við í skorradalnum
enda er svo undurfallegt þar í haustlitunu.

 Um alla brekkuna liggur berjalingið  i skógarbotninum og gefur umhverfinu enn ríkari liti,
og sumstaðar sjást enn leifar af berjum...
þessi sem pabbi náði ekki að tína og ekki fuglarnir heldur,
en við viljum gjarnar kalla bústaðinn Bláberjahæð (eða blueberryhill;)
sem passar svo vel við þetta frábæra berjaland,


og þegar ég fékk að leggja á borðið,
þá að sjálfsögðu hljóp ég út með garðklippur og tíndi slatta af greinum, lingi og laufblöðum...

og ég verð að segja að mér finst íslensku haustlitirnir passa alveg gasalega vel við Flórída húsgögnin.
Lítil búnkt af eldrauðu bláberjalingi voru bundin saman með snæri og einfaldlega bara lögð á hvíta diskana,


Stór og einstaklega litrík laufblöð sem vaxa í skógarbotninum (veit ekkert hvaða jurt þetta er)
eru eins og gerfiskraut þau eru svo flott lágu bara á borðinu, og birkigreinar voru svo settar í vasa,
ósköp einfalt og nátturlegt, dáldið bara eins og þetta er þarna úti.

og hvað haldiði að  hafi svo verið í matinn?

Það var sko boðið upp á gæs, með bláberjasósu og að sjálfsögðu heimalagaðri berjasultu,
gourme sveppum (sem ég man ekki hvað heita) og sallati.


Eins gott að hafa hraðann á til að smella af einni mynd....
áður en byrjað er að skera kjötið.

Munum að kíkja út og njóta haustsins, skoðum litina og verum þakklát fyrir alla fjölbreytnina sem landslagið okkar býður uppá.
Hver árstíð hefur sinn sjarma og er svo falleg á sinn hátt.
Eigið góðann föstudag:
Stína Sæm


í bláa herberginu í sveitinni

September 27, 2012
á mánudaginn deildi ég með ykkur hvíta, rómantíska gestaherberginu í sveitinni hjá mömmu og pabba,
og eins og ég sagði þá, er það herbergið sem ég vel mér helst þegar ég kem þangað,
og é ghef dáldið verið spurð um húsgögnin í því herbergi.
en öll búslóðin kemur úr orlofshúsinu þeirra á Florída, og þar var mér strax úthlutað hvíta herberginu, því það væri svo Stínulegt. og það fór sko ekki illa um mig þar.
öllu var svo pakkað í gám og flutt hingað í skorradalinn þar sem búslóðin öll býr nú í Ísenskri sveit.
og fjölskyldunni finst bara að við séum komin til Florida þegar við komum í sveitina, bara pínu styttra og ódýrara að heimsækja þau núna;)
.....já og birkið vex allt í kring en ekki pálmatré.


og í dag ætla ég svo að deila með ykkur hinu gestaherberginu,
en það er í allt öðrum stíl,
 alveg ótrúlega fallegt og hlílegt.

og eins og þið sjáið þá er sko hvergi stílbrot að sjá þegar foreldrar mínir setja saman herbergi


hér er sko amerískur stíll í sínu besta formi finst mér, svo mjúkt og hlílegt og ótrúlega flottir aukahlutir með, sem fullkomna myndina.
og trúið mér ég gæti sko myndað eithvað fallegt út um allt húsið..
en læt þetta nægja... amk í biliStína Sæm
Jeanne d´Arc Living

September 26, 2012

Hvað segiði um smá sneak peak í nyjustu tölublöð Jeanne d´Arc Living?
Hér kemur amk smá sýnishorn af því sem hægt er að sjá í tveimur síðustu útgáfum af þessum dásamlega tímiriti:
Jeanne d´Arch Living á facebook og blogg

Stína SæmAuto Post Signature

Auto Post  Signature