Top Social

á prívatinu :)

September 5, 2012
Sumarið er óðum að vikja fyrir haustinu, 
en enn eru sumarblómin í blóma og grasið grænt
svo að ég klippti  nokkur lítil sumarblóm  og setti í vatn á gestaklósettinu.
 En þar eru hálfgerðir haustlitir í gangi allt árið og appelsínugul, pínulítil blómin pössuðu alveg ágætlega þarna inn fanst mér...
svo að myndavelin var dreginn framm og litla gestaklósettið í forstofunni myndað í fyrsta sinn fyrir bloggið .

Jahérna ég er virkilega farin að byrta mynd af klósettinu sjálfu hér á blogginu...

og svona lítið rými getur verið dáldið snúið að mynda og sonurinn hafði orð á því að ég væri nú dáldið sorgleg stundum... þegar hann kom að mér sitjandi á klósettinu að taka þessa mynd hér að ofan af vaskinum pínulitla!!



Það er nú bara þannig að mér semur einhvernvegin mun betur við þetta herbergi en stóra baðherbergið uppi á efri hæðinni með bláu og hvítu flísunum, þó það sé svosem mun flottara að öllu leiti.... bara pínu of mikið blátt (sjá hér)

Hér get ég hinsvegar sett inn það baðherbergis punt sem mér líkar best
og allir eru sáttir :)





Stína Sæm
4 comments on "á prívatinu :)"
  1. Kemur svo flott út . Sé þig í anda standa upp á klósetti að taka myndir;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
    Replies
    1. nei Hjördís mín, ég SAT á klósettinu, mjög smart(en var sko í buxum og setan lokuð;)

      Delete
  2. Þetta er alveg virkilega fallegt gestaklósett, hvert smáatriði greinilega úthugsað.

    ReplyDelete
  3. Dullulegt Privat!
    Er voda skotin i hillunni upp a vegg med handklaedunum....

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature