Top Social

útí kofa

August 29, 2011
Kofinn er svo gott sem tilbúinn og hefur þegar fengið ágætis einkunn hjá yngri kynslóðinni sem hefur bakað þar möffins, eldað, straujað og lagt á borð og að sjálfsögðu boðið með sér (sem er aðalsportið)

 
Hér sést hvernig kojan nýtist sem kósý leshorn, en neðri hæðin er leiksvæði fyrir þau sem minni eru.

Á efri hæðinni  langar mig til að bæta við mun fleiri púðum svo það verði enn notalegra að hreyðra um sig innanum mjúk tuskudýr og púða með bókina. 
En útí endanum er lítið safn af disney bókum sem til voru á heimilinu.

Eldhúsið með öllum nauðsynjum (einn frændinn talaði reyndar um að það vanti uppþvottavel :)


Það hefur komið sér vel að hafa svona kósý aðstöðu fyrir Stínu frænku 
þegar litlir guttar sem ekki er treystandi til að vera einir, vilja dunda sér  endalaus við möffinsbakstur og fleyra.
Svo ég veit það á pottþétt eftir að koma sér mjög vel í framtíðinni fyrir okkur mömmurnar að geta setið saman með kaffibollann á meðan lítlir húsbændur og húsfreyjur sinna sínum störfum, undir öruggu eftirliti.

hér eiga myndir eftir að fara upp á vegg og líklega eithvað fleyra eftir að gerast til að gera pínu hlýlegra.  
Gardínukappi úr einhveju fallegu munstruðu efni og mild og falleg motta er td á listanum.
já hér ættu allir að geta unað sér vel held ég !Það var setið einn sólríkann dag á pallinum og blómapottar málaðir og blúnduefni og serviettur límt á glerkrukkur, svo þær séru bæði fallegri og ekki brothættar.


Pínulítill og fallegur blómavasi sem gæti hvergi passað betur en í litla hvíta dekurkofann minn :)


Með kveðju

cupcake picnic

August 28, 2011gleðilega möffinshelgi

Á Akureyri eru nokkrar  mömmur núna að hittast í litilli lautarferð þar sem þær ætla að mæta með möffins og njóta þess að skoða og mynda öll fallegu herlegheitin á meðan allir njóta samverunnar með fjölskyldunni og vinum í Lystigarðinum.
Svo eins og myndarlegum mömmum einum er lagið verður að sjálfsögðu góðu málefni lagt lið. 

Þar sem ég er órafjarri góðu gamni en með hugann í flottu möffins picnic 
ákvað ég að skella inn myndum af nokkrum möffins frá því í vor.


Við systurnar fögnuðum hækkandi sól með skemmtilegu möffinsboði,
þar sem við hámuðum í okkur fallegum og ofurblómlegum möffins.


svo pínu  páska möffins.
súkkulagi möffins með gulu krem, hvað annað

nú eða með súkkulaðikremi og gulu blómi.
ægilega páskalegt :)
Ég óska mömmum á Akureyri til hamingju með daginn <3
kveðja

á ferðalagi


Nýjasta æðið hjá mér þessa dagana eru gömul og sjarmerandi hjólhýsi,
ég hef meira að segja gengið svo langt að skoða sölur, hér heima og erlendis í leit að nógu óskaplega gömlum hjólhýsum (á ekki einu sinni nógu stórann bíl til að draga svona) en aðalega er ég nú að njóta þess að skoða myndir af svona gersemum erlendis sem hafa verið tekin í gegn, máluð og skreytt og dúllað með svo unun er að skoða.


Dásemdar dúllerí!


Krúttlegt og sætt.


Eru þessi gömlu hjólhýsi ekki dásamleg?


Nú læt ég mig dreyma um að næla mér í eitt sem ég get svo málað hvítt og grænt að innann og skreytt með endalausu dúlleríi, fallegum munstruðum melamin diskum og bollum, áklæði og gardínum með polka dott munstri og fleyra fallegt og krúttlegt í retro stíl.
Held ég myndi alveg njóta þess að ferðast í svona dásemd.á þvottasnúrunni

August 26, 2011
Í dag er alveg ægilega fallegur dagur og alveg tilvalið að hengja þvottinn út og láta sumargoluna leika um hann.
Ég byrjaði amk á því í morgun að hengja minn þvott út, en svartir bolir og gollur er ekkert sérstaklega fallegt myndefni svo ég hljóp ekki út með myndavelina heldur lét ég aðra sjá um það hér í netheimum.


Myndirnar koma allar úr pinterest safninu mínu, þar sem uppruni myndana er.


Eigið góðann dag í dag,

á náttborðinu

August 24, 2011
A beach cottage

gardenerandmarks.com

home-biba
home-biba

hviturlakkris
Petite Michelle LouiseAuto Post Signature

Auto Post  Signature