Top Social

á ferðalagi

August 28, 2011

Nýjasta æðið hjá mér þessa dagana eru gömul og sjarmerandi hjólhýsi,
ég hef meira að segja gengið svo langt að skoða sölur, hér heima og erlendis í leit að nógu óskaplega gömlum hjólhýsum (á ekki einu sinni nógu stórann bíl til að draga svona) en aðalega er ég nú að njóta þess að skoða myndir af svona gersemum erlendis sem hafa verið tekin í gegn, máluð og skreytt og dúllað með svo unun er að skoða.


Dásemdar dúllerí!


Krúttlegt og sætt.


Eru þessi gömlu hjólhýsi ekki dásamleg?


Nú læt ég mig dreyma um að næla mér í eitt sem ég get svo málað hvítt og grænt að innann og skreytt með endalausu dúlleríi, fallegum munstruðum melamin diskum og bollum, áklæði og gardínum með polka dott munstri og fleyra fallegt og krúttlegt í retro stíl.
Held ég myndi alveg njóta þess að ferðast í svona dásemd.Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature