Top Social

Á heimaskrifstofunni - inspiration - home office

October 30, 2014
Nú er ég loks komin með aðstöðu fyrir tölvuna mína, þar sem ég get setið og unnið í blogginu.
Aðstaðan er bara skifborð úti í horni í sjónvarpsholinu en þar langar mig til að gera pínu huggó og fallegt í kringum mig,
gera svona moodboard með krítarmálningu og hengja þar upp og líma fallegar myndir, orð og fallega hluti sem hafa áhrif á mig hverju sinni.
Geta haft minnispunkta fyrir framan mig ( ég man nefnilega ekkert stundinni lengur)
bloggskipulag og margt annað sem gott er að hafa á einum stað og alltaf í sjónmáli.

Hér eru nokkrar flottar heimaskrifstofur sem ég fann á pinterest.

lamaisondannag.blogspot.fr

Heima hjá bloggara, Vintage House // house tour to a blogger

October 29, 2014
Það er alltaf gaman þegar ég finn nýar og heillandi bloggsíður.
Sérstaklega ef bloggað er frá fallegu heimili sem hrífur mig og veitir  mér endalausan innblástur.

Nýlega fann ég síðuna Vintage house og varð strax  heilluð af hráum, vintage stílnum. 
og dvaldi lengi á síðunni að skoða og fletta í gegnum síðurnar.
og bara varð að deila með ykkur þessu nýja uppáhaldsbloggi.

Komið með mér og kíkið á fallega heimilið
 hjá Vintage house:

Urban jungle bloggers, my plant shelfie

October 27, 2014

Þegar ég leitaði að fallegum myndum af pottaplöntum og uppstillingum á pinterest, fyrir nokkrum dögum, þá  rakst ég á síðuna Urban jungle bloggers, 
sem er með nýja skemmtilega áskorun í hverjum mánuði.

Október áskorunin er "My plant shelfie

 og þar sem ég hef gaman að svona bloggáskorun, þá ákvað ég að slá til og vera með.
og nota nýju pottaplönturnar mínar í þetta skemmtilega verkefni.
------------

October challenge is "My plant shelfie" 

  and because I like this kind of blog challenge, I decided to participate. 
and use my new plants in this fun challenge.





























En ég er ekki með neina hillu á aðalæðinni hjá mér, svo ég fór með allar litlu fyrirsæturnar mínar í gestaherbergið og stillti þeim þar upp  fyrir þetta verkefni.
-------
But I do´nt have any shelf on the main floor in my house, so I took all my little models to the guest room, for this little challenge.

Gestaherbergið er hinsvegar niðri í kjallara, þar sem birtan er alls ekki nógu mikil, 
hvorki fyrir plönturnar né fyrir myndgæðin, 
---------
The guest room is, however, down in the basement, where the light is not enough, 
neither for the plants nor the quality of the images.


en eins og alvöru fyrirsætur, þurftu þessar elskur að láta sig hafa það fyrir myndatökuna.
Hvað gerir maður ekki fyrir smá athygli og fegurð!
Til minnis:
Ljósmyndarinn hefði hinsvegar mátt vera aðeins úræðabetri, til að ná bjartari myndum.
-------------
But as real models, they can do it for the photoshoot, 
what dos´nt one do for beauty and attention!
Note to self:
The photographer could, however, use better resort to achieve brighter images.



Grænir og fallegir þykkblöðungar, leirpottar, trékertastjakar og bækur,
 í grárri hillunni,
 fer vel við þennann dimma og blauta októberdag.
----
Green and beautiful succulents, clay pots, some wooden candlesticks and books,
 in my gray shelf, 
  goes well with this cloudy, October day.




Haustið er svo sannarlega tími fyrir notalega stemningu,
og smá bloggáskorun.
-----
Autumn is definitely time for a cozy atmosphere, 
and a fun blog challenge.


Urban Jungle Bloggers is a monthly series hosted by two bloggers:Igor, happy interiorblog and judith, Joelix.
Want to now more about Urban Jungle Bloggers and how to join in? 
Visit the website: here
Let’s get  green into our homes and blogs!




Kíkt í bók

October 26, 2014
Ég á nokkrar gamlar og fallegar bækur sem ég nota til að skreyta með, 
bækur sem ég kaupi á nytjamörkuðum útaf útlitinu en ekki innihaldinu.


í dag ákvað ég svo að glugga aðeins í eina sem sat á eldhúsborðinu hjá mér....


 og datt bara aðeins niður í bókina, 
sem er rómantísk saga frá 1947





Falleg gömul bók,
jafnt að utan.....



....sem að innan.


Vonandi áttuð þið góða helgi,
með góðri kveðju á þessu sunnudagskvöldi
Stína Sæm

Beth Kirby | {local milk} photographer

October 22, 2014
Mig langar að deila með ykkur myndum frá ljósmyndaranum, snilldar stílistanum og matarbloggaranum Beth Kirby,
en myndirnar hennar eru dökkar, ularfullar og um leið  heimilislegar.

Heklað á ömmugull

Í haust ákvað ég að hekla ungbarna peysusettið úr heklbók Þóru
á  litlu ömmustelpuna mína fyrir veturinn.


Dró framm heklunálina og hlítt og gott ullargarn, svipað og ég notaði í vagnteppið hennar 
og hófst handa við að gera fyrstu hekluðu flíkina,

 
Ég strandaði nú aðeins á húfuni, 
var eitthvað ósátt og lagði verkefnið til hliðar um stund....

en lokst kláraði ég það
og er hæstánægð með útkomuna,


og litla gullið mitt fékk loks peysuna, rétt mátulega áður en hún fór í ferðalag til Danmerkur,
 þar sem þessi skemmtilega mynd af henni var tekin í síðustu viku,
dásamlega litla, síbrosandi krúttið mitt.

Hafið það sem allra best í dag,
kær kveðja 
Stína Sæm


Góðan daginn

October 20, 2014



Eigið góðann dag í dag 
kær kveðja 
Stína Sæm


á notalegu kaffihúsi í Berlin - TISCHENDORF

October 18, 2014
what should I eat for breakfast today in Berlin..........


















Góða helgi
Stína


Haustið

October 14, 2014
Ég skellti mér aðeins út til að skoða haustlitina í garðinum hjá mér,
endalaust fallegu  litina sem fylgja þessari árstíð

Tók að sjálfsögðu með mér teppi og heitt kaffi á brúsa,
enda fremur kalt orðið á þessum tíma.


 Auðvitað  kom Logi með mér og fylgdist vel með því sem ég var að gera þarna í horninu hans,

og sjáið..... hann smellpassar inní haustmyndina.
svona rauðbrúnn, loðinn og hlílegur,



og svo eru það litlu hörkutólin sem blómstra langt framm á vetur, 
hef séð þessa elsku (sem ég man ekki hvað heitir en ég á nokkrar) 
blómstra innanum hvítann snjóinn.


Vonandi eruð þið að njóta haustlitana og allrar fegurðarinn allt í kringum okkur á þessum tíma,
kær kveðja 
Stína Sæm



Kíkt yfir í næsta hús

October 13, 2014


 Í Ágúst sagði ég ykkur frá því að sonur minn keypti húsið hinum megin við götuna
 og flutti inn með litla ömmugullið mitt.



Hann hefur verið iðin við að koma sér fyrir og núna um helgina fékk hann pabba sinn með sér í að leggja nýtt gólfefni í staðin fyrir grátt filtteppi sem var,

Svo ég ætla aðeins að kíkja með ykkur á stofuna og borðstofuna og monta mig af stráknum mínum í leiðinni..... 
sama stráknum og fanst svo pirrandi fyrir nokkrum árum hvað allt var gamaldags heima hjá mér og sýndi mér myndir af háglans innréttingum og spurði af hverju ég gat ekki bara verið með svona haha.


um leið og stofan var tekin í gegn fór hann í timburhrúguna sem var bakvið hús og bjó sér til hillur á sjónvarpsvegginn,
timbrið er fallega veðrað og grátt... nákvæmlega eins og hann vill hafa það

 Stofuborðið hafði beðið í skúrnum hjá mér eftir að ég nennti að mála það, svo hann tók það að sér og veitti því þá umhyggju og athygli sem það átti skilið.

Það er nú smotterí eftir,  eins og smá fínerí í hilluna og þar sem dótakassinn og dúkkuvagninn er ætlum við að gera leikhorn fyrir Írisi Lind, því herbergið hennar er á efri hæðinn, svo hún þarf að hafa góða aðstöðu hér niðri.

Minn sáttur eftir afrek helgarinnar.
Veggstubbur skildi að sofu og borðstofu og hann fékk að fjúka.... eftir mikilvæga athvæðagreiðslu á Snappinu.
 (þessar fyrir og eftir myndir fékk ég hjá Madda).

 og hér er svo borðstofan.

Borðið gerði hann í smíðanámi fyrir okkur, notaði fætur af gamla eldúsborðinu okkar, svo þegar ég fékk annað borð fékk hann þetta. skennkurinn er keyptur í gegnum fb og hann málaði hann, gamli gluggin er einn af nokkrum sem mér áskotnaðist um daginn úr gömlu virðulegu húsi í Rkv og stólana fann ég illa farna í geymslu, pússaði þá og bar tekkolíu á þá og þeir duga vel til að byrja með.

betri mynd af skenknum og glugganum




og hér læt ég svo eina mynd fylgja með af gömlu baðherbergishurðinni í forstofunni, sem enn hafði ekki verið skipt um og ég hef harðbannað honum að hreifa við.... dásamlega falleg og gereftin algjört æði.


Svo er barnaherbergið næstum klárt, amman á bara eftir að komast í eina bæjarferð til að klára.
en hér er póstur af herberginu sem hún átti fyrir flutninga.
Sjáum svo meira af herberginu seinna.

Hvað segið þið, fékk hann ekki flott uppeldi strákurinn ?
Alinn upp í rétta stílnum og með DIY á hreinu.

Með kveðju
Stína Sæm



góðan daginn

October 12, 2014
Notalegur sunnudagsmorgun í eldhúsinu heima.
fæ mér ilmandi góðann kaffibolla á meðan ég skoða fallegar bloggfærslur hjá bloggvinum um allann heim, fallegar myndir sem veita mér innblástur og gleðja á sunnudagsmorgni.


Á borðinu stendur lítil og sæt, græn planta. 
 Svo ósköp heimilisleg og notaleg,
 svona á notalegum og björtum hausdegi.
(Sjáið hér bloggpóst með grænum pottaplöntum)

vonandi eigið þið góðan dag í dag.
Kær kveðja
Stína Sæm




Auto Post Signature

Auto Post  Signature