Top Social

Bleikur október // pink October, breast cancer awareness

October 11, 2014
Væri ekki heimurinn dásamlegur ef jörðin yrði bara bleik í Október,
 við byggjum í bleikum höllum og keyrðu um á bleikum eðalvögnum, öll blóm skörtuðu bleiku og allar konur gengu í bleikum fallegum kjólum með tjulli og blúndum .....

já eða bara ef allar konur sinntu reglulegu kalli krabbameinsleitarinnar..... alltaf!

Í tilefni af bleikum Október og í minningu elsku mömmu minnar,  deili ég með ykkur bleikum og fallegum  myndum, til að minna okkur á að huga að líkama okkar og lífi.
Mamma fann sitt mein snemma og þess vegna fengum við mörg góð ár í viðbót með henni.
og fyrir það er ég ævinlega þakklát.
Ég hef líka mætt reglulega í leitina alla tíð og þar hafa fundist frumubreitingar svo hægt var að grípa inní og koma í veg fyrir alvarlegt mein með einfaldri og lítilli aðgerð.
og því á ég krabbameinsleitinni líf mitt að launa. 











þessar myndir og fleyri á:
 pinterest//pink October, breast cancer awareness


 Krabbameinsfelagið leitar nú að stórum hópi Islenskra kvenna sem ekki hafa komið í leitina,
Ert þú í þeim hópi?
 Er verið að leita að þér?
 Ef þú ert ein af tíndu konunum, pantaðu þá tíma núna, ekki bíða lengur.
Hér er beinn linkur á tímapantanir á  krabb.is



Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature