Top Social

Kíkt yfir í næsta hús

October 13, 2014


 Í Ágúst sagði ég ykkur frá því að sonur minn keypti húsið hinum megin við götuna
 og flutti inn með litla ömmugullið mitt.



Hann hefur verið iðin við að koma sér fyrir og núna um helgina fékk hann pabba sinn með sér í að leggja nýtt gólfefni í staðin fyrir grátt filtteppi sem var,

Svo ég ætla aðeins að kíkja með ykkur á stofuna og borðstofuna og monta mig af stráknum mínum í leiðinni..... 
sama stráknum og fanst svo pirrandi fyrir nokkrum árum hvað allt var gamaldags heima hjá mér og sýndi mér myndir af háglans innréttingum og spurði af hverju ég gat ekki bara verið með svona haha.


um leið og stofan var tekin í gegn fór hann í timburhrúguna sem var bakvið hús og bjó sér til hillur á sjónvarpsvegginn,
timbrið er fallega veðrað og grátt... nákvæmlega eins og hann vill hafa það

 Stofuborðið hafði beðið í skúrnum hjá mér eftir að ég nennti að mála það, svo hann tók það að sér og veitti því þá umhyggju og athygli sem það átti skilið.

Það er nú smotterí eftir,  eins og smá fínerí í hilluna og þar sem dótakassinn og dúkkuvagninn er ætlum við að gera leikhorn fyrir Írisi Lind, því herbergið hennar er á efri hæðinn, svo hún þarf að hafa góða aðstöðu hér niðri.

Minn sáttur eftir afrek helgarinnar.
Veggstubbur skildi að sofu og borðstofu og hann fékk að fjúka.... eftir mikilvæga athvæðagreiðslu á Snappinu.
 (þessar fyrir og eftir myndir fékk ég hjá Madda).

 og hér er svo borðstofan.

Borðið gerði hann í smíðanámi fyrir okkur, notaði fætur af gamla eldúsborðinu okkar, svo þegar ég fékk annað borð fékk hann þetta. skennkurinn er keyptur í gegnum fb og hann málaði hann, gamli gluggin er einn af nokkrum sem mér áskotnaðist um daginn úr gömlu virðulegu húsi í Rkv og stólana fann ég illa farna í geymslu, pússaði þá og bar tekkolíu á þá og þeir duga vel til að byrja með.

betri mynd af skenknum og glugganum




og hér læt ég svo eina mynd fylgja með af gömlu baðherbergishurðinni í forstofunni, sem enn hafði ekki verið skipt um og ég hef harðbannað honum að hreifa við.... dásamlega falleg og gereftin algjört æði.


Svo er barnaherbergið næstum klárt, amman á bara eftir að komast í eina bæjarferð til að klára.
en hér er póstur af herberginu sem hún átti fyrir flutninga.
Sjáum svo meira af herberginu seinna.

Hvað segið þið, fékk hann ekki flott uppeldi strákurinn ?
Alinn upp í rétta stílnum og með DIY á hreinu.

Með kveðju
Stína Sæm



13 comments on "Kíkt yfir í næsta hús "
  1. Glæsilegt hjá drengnum. Greinilega vel upp alinn! Mig langar að forvitnast hvernig hann málaði míruborðið. Tók hann naglana úr og hornjárnin?

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl hann fór tvær umferðir af grunni og bara sneiddi hjá járninu og tók strax af það sem fór á það. svo sá ég um að pússa vel yfir borðið með sandpappír á eftir. það er smá málning á járninu en alls ekkert sem ber á, en þetta á líka alls ekki að vera of fullkomið.

      Delete
  2. Frábært hjá honum, vel upp alinn drengurinn ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já takk fyrir það, verð að vera sammála þér þar haha

      Delete
  3. Svo flott, hlakka til að sjá meira
    kv Ása

    ReplyDelete
  4. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete
    Replies
    1. já hlakka til að deila meiru með ykkur.

      Delete
    2. ég ýtti mjög óvart á delete takkann svo commentið datt út. ekki að það hafi verið óviðeigandi á neinn hátt. Bara ósköp ánægjuleg og falleg skilaboð hjá bloggvinkonu minni sem er svo dugleg að skilja eftir skilaboð til mín. knús og þakklæti fyrir það mín kæra :)

      Delete
  5. Flott hjá honum og smekklegur eins og mamma sín...kveðja birnabjork

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk fyri rþað birnabjörk.
      og innlitið :)


      kveðja Stína

      Delete
  6. rosalega flott stílhreynt og gammel :) vel gert hjá syninum, kannast við svona, ég á eina sem er dottin í það sama og ég en var alls ekkert spennt fyrir því hér áður . kv Hulda

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já smekkurinn smitar líklega, stundum :)
      Takk fyrir að kikja við Hulda

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature