Top Social

Heklað á ömmugull

October 22, 2014
Í haust ákvað ég að hekla ungbarna peysusettið úr heklbók Þóru
á  litlu ömmustelpuna mína fyrir veturinn.


Dró framm heklunálina og hlítt og gott ullargarn, svipað og ég notaði í vagnteppið hennar 
og hófst handa við að gera fyrstu hekluðu flíkina,

 
Ég strandaði nú aðeins á húfuni, 
var eitthvað ósátt og lagði verkefnið til hliðar um stund....

en lokst kláraði ég það
og er hæstánægð með útkomuna,


og litla gullið mitt fékk loks peysuna, rétt mátulega áður en hún fór í ferðalag til Danmerkur,
 þar sem þessi skemmtilega mynd af henni var tekin í síðustu viku,
dásamlega litla, síbrosandi krúttið mitt.

Hafið það sem allra best í dag,
kær kveðja 
Stína Sæm


2 comments on "Heklað á ömmugull"
  1. sæl kíki alltaf við reglulega, það er svo dásamlegt hjá þér og þínum takk kærlega. fæ yfirleitt fullt af hugmyndum, mig langar svo að vita hvaða garn þú notar í fallega settið. ertu kanski líka með teppið á síðunni?kv. Hulda

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Hulda, Ég man ekki hvað garnið heitir sem ég notaði, ég kaupi það í Netto og skal athuga hvað það heitir í næstu ferð þangað. hér er svo teppið en í það notaði ég margar gerðir af garni http://stinasaem.blogspot.com/2014/06/hekla-vagnteppi-ur-ommudullum-crochet.html

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature