Top Social

Svo margt fallegt á Norðurlandi í nóvember

November 9, 2018
"Málum svo margt fallegt" námskeið í Héðinsminni og svo einstök upplifun í Sigluvík, 
í einu ótrúlega spennandi ferðalagi.
En fimmtudaginn 15 nóvember æltla ég að keyra norður með fullan bíl af málningu og verkfærum og halda námskeið í Skagafirði ( sjá meira um það hér) og halda svo ferð minni áfram og taka þátt í ótrúlega spennandi viðburði  um helgina, 17. og 18. nóvember,  sem mig langar til að segja ykkur frá og bjóða ykkur að vera með okkur.

Hún Kristín Bjarnadóttir  eða Kikka eins og hún er oft kölluð,  bauð mér nefnilega að taka þátt í Útgáfugleði Blúndu og Blóma....
(finnið viðburðinn á fb hér)


....sem haldin er á heimili hennar Sigluvík á Svalbarðsströnd,
 rétt utan við Akureyri 

Blúndur og blóm

Hún fagnar nýjum árgangi af dagatölunum sínum og tækifæriskortunum, sem eru með fallegu myndum Blúndu og blóma og hugljúfum teksta beint frá hjarta Kikku.
 og til að fagna því í ár, býður hún stórum hóp af skapandi fólki að taka þátt í gleðinni með sér þar sem hún opnar heimili sitt með glæsilegri hönnunar- og handverksveislu ásamt ýmsum uppákomum, svo úr verður einstök og falleg upplifun sem ég er svo þakklát fyrir  að fá að taka þátt í.
Þarna mun snarkandi eldur taka á móti okkur fyrir utan, inni verður ekki bara handverk heldur líka léttar veitingar, söngur, kleinur og sörur, þú getur fengið nudd eða látið spá fyrir þér og bara átt notalega stund með okkur á þessum ótrúlega fallega stað.Hér er mynd sem ég fann af léttu veitingunum frá fyrri útgáfugleði blúndu og blóma.
Ég verð þarna í fallegu borðstofuni hennar í ár, með undurfallegt útsýni út um borðstofugluggan að kynna  málninguna og ætla að vera með sýnikenslu fyrir gesti...en hún Kikka er með dásemdar stól sem hún keypt í Góða hirðina og við höfum nefnt Mddömuna,
 ég ætla að mála hann  þarna á staðnum í nokkrum sýnikennslum báða dagana. 
Hugmyndin er að halda í fallega áklæðið  og sníða stólinn að ljósum og rómantískum stílnum sem einkennir Blúndur og Blóm og heimili Kikku.


Svo ég hef valið nýja litin Damask sem ég var að fá og get varla beðið eftir að prufa sjálf: Svo sé ég fyrir mér að nota smá milk paint í hvítum lit líka og held að nýja perluvaxið í lokin myndi gefa maddömuni viðeigandi bjarma og virðuleik.
En við sjáum til hvað við nöfnurnar ákveðum  þegar ég loks hitti maddömuna og byrja á verkefninu. 

Með mér í útgáfugleðinni er eins og ég sagði alveg frábær hópur af skapandi fólki sem ætlar að gera helgina að einstakri upplifun og þið getið fundið þau og fylgst með kynningu og undirbúninigi í viðburðinum hér að neðan:


Útgáfugleði Blúndu og Blóma


Ég vonast til að sjá ykkur sem flest á norðurlandinu...
Skráning á námskeiðið  finnið þið hér (ath aðeins örfá sæti eftir)
Málum svo margt fallegt í skagafirði

og svo er fallega heimilið i Sigluvík  opið og við bjóðum ykkur öll velkomin til okkar á fallega og skapandi upplifun.

mynd fengin frá Blúndur og blóm á fb

Með kærleikskveðju
Stína Sæmstórar klukkur í sveitastíl og skillti með mandala munstrí eða heimskorti

September 24, 2018
EF þið hafið séð eithvað um nýju námskeiðin hjá Svo margt fallegt  og eruð pínu forvitin, þá ætla ég að sýna ykkur hérna bæði klukkurnar og skiltin sem við ætlum að gera á námskeiðunum. Ég hef verið að þreifa mig aðeins áfram með þessi ótrúlega skemmtilegu verkefni, en ég býð uppá bæði klukkunámskeið og svo skiltanámskeið með heimskorti eða mandala munstri.
Ég lét útbúa fyrir mig efnið í bæði klukkurnar og skiltin,
 svo ég fékk þetta gert eftir mínum tutlungum og hugmyndum og þessi námskeið verða öll unnin á þennan efnivið.


Ég byrjaði á því að gera klukkurnar og notaði þá bæði MMS milk paint, Fusion málninguna og Fresco sem er frábært efni til að fá grófari áferð í málninguna.


 Ég byrjaði á því að lita viðinn aðeins svo við værum ekki  með svona nýlegan og fínan við undir málninguni.

og prufaði mig svo áfram með Fusion og fresco til að fá það útlit sem ég var ánægð með.


ég prufaði líka að mála á bæði mjög gróft efni og láta pússa það aðeins meira ....
og ólíka liti og áferð og mér finst þetta allt bara jafnflott.
Það er það dásamlega við þetta að möguleikarnir eru svo ótal margir og ég á eftir að prufa margar litasamsetningar líka.


og hér er ein komin uppá vegg í versluninni svo ég viti nú hvað klukkan slær.


 Við munum svo líka gera skilti úr samskonar efnivið og notum þá bæði heimskort og mandala munstrið til að skreyta þau.


eftir að við málum skiltið með nokkrum lögum af málningu og leikum okkur aðeins við að fá mátulega gamalt og veðrað útlit er komið að því að stensla munstrið.


Á þetta verk valdi ég mandala og nokkra liti sem voru algjörlega undir áhrifum frá haustinu


og alltaf er jafnótrúlega gaman að taka mandala stensilinn af og sjá munstrið koma í ljós í allri sinni fegurð Mátulega sjúskað til og gamalt en ekki eins og um nýtt timbur sé að ræða... 

og segir okkur líka að svona er hægt að nýta gamalt timbur sem fellur til í framkvæmdum og gera flott skraut út því fyrir heimilið.

Mig grunar nú að ég eigi eftir að gera nokkrar útgáfur af þessu í viðbók... prufa aðra liti td
En þetta er alveg ótúlega skemmtilgt verkefni.
Ef þið viljið gera ykkar eigin klukkur eða skilti og læra í leiðinni bæði tæknina til að fá þetta útlit og grunnþekkingu í að nota bæði Milk paint og fusion málninguna, 
þá getið þið skráð ykkur á námskeið hjá mér hérna:

Á Santorini

August 23, 2018

Eyjan Santorini er ein af grísku eyjunum og líklega sú sem við sjáum mest af myndum af, en þessi litla ótrúlega fallega eyja er virkilega áhugaverð og merkileg af mörgum ástæðum en sérkenni hennar eru hvítu og bláu bogadregnu byggingarnar sem eru hreinlega byggðar inní klettana og mynda þessar einstöku klettaborgir sem draga að mikinn fjölda af fólki í dag. 
Við fóum þangað í dagsferð þegar við vorum á krít í sumar.. og eins og okkur hafði verið bent á, þá er eignilega nauðsynlegt að vera þar og gista því aðdráttaflið á eyjuni er einstakt, fegurðin, andrúmsloftið og einhver einstök ró þrátt fyir mikinn fjölda af fólki.
En við fórum í stutta dagsferð og sjáum sko ekki eftir því og hér koma nokkrar myndir sem við tókum í þessu stutta stoppi.

Ég ætla ekkert að setja teksta við myndirnar... 
þær segja bara sína sögu sjálfar.
Auto Post Signature

Auto Post  Signature