Top Social

um áramót;

December 31, 2011

pinterest.com


pinterest.comeverythingfab.compinterest.com/champagne/Eigið ánægjulegt gamlárskvöld
kveðja;

jólakofinn

December 30, 2011


Svona var umhorfs fyrir utan kofann snemma í Desember, 


en í dag er snjórinn ekki alveg jafn mikill svo gamli jólasveininn getur kíkt út um gluggann og í glugganum standa tveir litlir jólskór sem merktir eru Sæmi og Maddi, og það hefur ýmislegt leynst í þessum litlu skóm þegar litlir snáðar kíktu á morgnana   

Inni í kofanum stendur lítið jólatré á borðinu, skreytt með ýmsu bæði nýju og gömlu  skrauti, pínu retro stíll á þessu.


kveðja;

Jólin heima hjá mér

December 28, 2011
Ég vona að þið hafið öll átt gleðileg og notaleg jól.
Það hef ég amk. Hef verið svo upptekin við að njóta daganna að ég hef ekki gefið mér tíma til að deila jólamyndunum mínum með ykkur fyrr, enda voru ný tæki sem þarf að læra á, pússl sem þarf að pússla og bók sem þarf að lesa, meðal þess sem leyndist í jólapökkunum,svo húsfreyjan hér á bæ hefur haft nóg að gera og svo er öll fjölskyldan mín heima þessa dagana og það er sko eithvað til að njóta .

En hér koma myndir frá aðfangadegi og svo nokkrar sem ég tók af  jólaskreytingum heimilisins í dag;

Nokkrir af jólapökkunum sem ég lék mér að pakka komnir undir tréð.


Borðstofuborðið okkar er eldgamalt og undurfallegt, en... 
það er bara fjögurra manna og engin stækkun. svo eldhúsborðið var fært inní borðstofu þar sem við vorum 7 í mat í þetta sinn en ekki fjögur eins og áður. Það gaf mér óneytanlega nýja möguleika og smá fjölbreytni í borðdekkningu þetta árið. En ég legg á borðið á þorláksmessu svo það gefst góður tími til að nostra við það.


Hér eru svo óvenjulegar myndir hér á blogginu, en þær sýna að hér býr fólk með öllu því sem fylgir jólahaldi;

sonurinn blandar jólaölið korter í jól....

og eiginmaðurinn leggur lokahönd á jólamatinn.

Svo er hér fjölskyldan samankomin í stofunni eftir mat, með kaffi og jóladesert og opnum jólagjafirnar.
En í ár voru foreldrar mínir hjá okkur og þrjú af börnunum okkar og tengdadóttirin kom  þegar leið á kvöldið. Áttum alveg dásamlega  kvöldstund. 

Svo fór ég aðeins um húsið í dag með myndavelina og smellti af nokkrum hér og þar;

Jólatréð er gamalt gerfitré sem mamma og pabbi áttu, og frekar gisið, en passar bara svo mátulega í litlu stofuna mína og á því er samansafn af bæði nýju fínu skrauti sem ég kaupi mjög gjarnan á útsölum í janúar og gömlu skrauti sem alltaf hefur hangið á trénu mínu...

Við stigann í holinu er svo litla jólaþorpið mitt, en þetta eru keramikshús sem ég málaði fyrir nokkrum árum og vekur alltaf mikla lukku hjá litlum gestum sem fá að raða og leika sér með fólkið í þorpinu (en láta húsin vera) og takið eftir ísbyrninum sem einhverjum hefur þótt eiga heima þarna.... mér finst það bara briljant og hann er sko  friðaður  hjá mér þessi jól.

Hvíti skápurinn í holinu er svo alveg tilvalinn til að geyma öll myndakortin sem bárust þessi jól...


...sjáið hvað við erum rík og lukkuleg með allar þessar fallegu gersemar í kringum okkur:)

og gluggarnir;
í nokkur ár hafa gylltar stjörnur og jólaóróinn hangið í gluggunum að framanverðu en núna bættust pappírsfrostrósirnar við í stofugluggann, eiginlega bara svo ég gæti sleppt því að vera með rimlagardínurnar niðri, sem ég er orðin svo þreytt á ,
 

í glervasanum eru þrjár svona smjókúlur sem ég vissi ekki alveg hvar ég átti að hengja en enduðu bara svona.

og svo var ég búin að sýna ykkur borðstofugluggann áður, en varð að setja mynd af lauknum mínum svona ægilega blómstrandi og fallegum
Svo eru hér nokkrar myndir úr eldhúsinu; 
en þar er núna litla fallega borðstofuborðið, með dúk að sjálfsögðu, eldgamla póleraða borðið er nú ekki óvarið í eldhúsinu á mínu heimili.. ónei!


En það er bara voða kósý og viðkunnanlegt þar og líklega breyti ég þessu ekkert aftur fyrr en í næstu viku. (enda verið að pússla á stóra borðinu í borðstofunni ;)

Svo skulum við enda á nokkrum myndum úr stofunni;


Hreindýrið sem mér var fært frá Ameríku núna fyrir jólin, finst það algjört æði.
(eiginmaðurinn svindlaði sér með á myndina haha)
á bakkanum á stofuborðinu eru innpakkaðar bækur með jólaglansmynd, kerti sem ég skreytti með englamynum og perlur,
alveg ægilega rómó og huggó ekki satt?


En svona var stemningin á meðan ég skrifaði þennann póst. kertaljós, kvítvín og konfekt, með jólatréð fyrir framan mig. Fékk svo kæra vinkonu í heimsókn (frétti líklega af hvítvíninu og konfektinu) svo pósturinn fór í smá pásu og byrtist mun seinna en planað var ;-)Vegna beiðni frá litlum frændsystkinum mínu bæti ég við myndum af Loga;
eins og þau benntu svo réttilega á þá vantaði alveg myndir af aðalprinsinum á heimilinu, 


en auðvitað var glugginn hans skreyttur, með ljósaséríu, gyltri stjörnu og jólaóróa og þar situr hann, sem fallegasta jólaskrautið mitt og fylgist með lífinu úti.

Takk innilega fyrir innlitið og vonandi líkaði ykkur þetta litla jólaboð mitt hér á blogglandi.
jólakveðja;
Gleðileg jól

December 24, 2011
hugmyndir fyrir jólaborðið

December 22, 2011Auto Post Signature

Auto Post  Signature