Top Social

á árshátíð á Grand Hótel

February 28, 2014
Mér finst það eiga vel við núna á föstudegi að deila með ykkru nokkrum myndum sem ég tók þegar við fórum á árshátíð með vinnuni minni um daginn,

Við hjónin byrjuðum daginn snemma, mættum á hótelið og skelltum okkur í spa,

Ljósmyndarinn Anna Kern // Anna Kern foodphotographer #2

February 27, 2014

Ljósmyndarinn Anna Kern // Anna Kern photographer

Heima skrifstofu draumar // dreaming of a beautyful, creative home office

February 26, 2014
Langar svoooo í skemmtilega og creative blogg-aðstöðu í kjallaranum........Nýtt í eldhúsinu

February 25, 2014
 Það hefur ekki verið eldhúsborð hjá mér alla síðustu viku og rúmlega það,
sonur minn og tengdadóttir fengu eldhúsborðið okkar, því ég frétti af einu gömlu sem hefur beðið árum saman í kjallaranum hjá tengdamömmu og það var alveg kominn tími til að breyta pínu til hér heima.Fyrir mörgum árum fékk ég stóla frá tengdó sem ég að sjálfsögðu málaði  og þeir hafa verið hér í góðum félagskap með nokkrum öðrum af svipuðu tagi í mörg ár. Svo á laugardaginn urðu þeir loks sameinaðir með  borðinu sem upphaflega fylgdi þeim  og nú er bara að mála það líka svo allir séu í stíl og lifi hér í sátt og samlyndi.
Borðið er lítið, hringlótt og krúttlegt,
hæfir eldhúsinu mínu vel hversdags en hefur þann góða hæfileika að stækka þegar þörf er á.Nýja krúttlega borðið var svo víkt á sunnudaginn með köku ársins 
og hvítir túlípanar eru að vakana og ætla að njóta nýrrar og spennandi viku með okkur. 

Hafið það gott í dag
kær kveðja 
Stína Sæmá konudaginn

February 23, 2014
 Til hamingju með daginn konur
dustjacket-attic.com

Góðan daginn // good morning

February 22, 2014
apartmenttherapy.com

Í fínlegu og bleiku barnaherbergi // pink beautiful nursery

February 18, 2014
.Munið þið eftir fótboltafrúnni sem við heimsóttum um daginn?


Þessi fallega og fína, með fallega og fína heimilið, sem er bara nýbúin að eignast pínulitla dömu!
Munið þið eftir því?
(finnið það hér)
Ég lofaði að við myndum kíkja á barnaherbergið hennar fljótlega, þar sem það er efni í alveg sérbloggpóst og hér kemur þessi fallega paradís sem Nelia litla er svo heppin að eiga og á eflaust eftir að eiga góðar stundir þegar hún verður aðeins eldri.

Rosewood hotel í London

February 15, 2014
Ég pakka niður spariskónum og kjólnum, er á leið í Reykjavík á hótel og árshátíð, 
þó ekki á hótelið sem ég deili með ykkur, en það er stórglæsilegt hótel í London.


ömmugull í næturheimsókn.

February 11, 2014
Um síðustu helgi var vika frá því litla fjölskydan flutti á sitt eigið heimili, sonur minn, tengdadóttir og litla ömmugullið, eins og ég sagði frá í pósti um daginn
.
Við gömlu hjónin höfum nú aðeins þurft að aðlagast því að hafa Írisi litlu Lind ekki hér alla daga,
 þess vegna var það svo tilvalið um síðustu helgi, þegar pabbinn var á næturvakt og mamman á leið í afmæli, að þær mæðgurnar bara gistu hér hjá okkur og við pössuðum meðan mamman fór út.
Litla daman er oftast í fullu fjöri hálfa nóttina og átti góðar stundir þar til hún sofnaði í ömmubóli,

Litla ömmugullið  svaf svo vært á milli ömmu og afa alveg framm á morgun,
og  mamman svaf bara í næsta herbergi svo ég sá til þess að hún fékk sína brjóstagjöf og tók hana svo aftur uppí þar sem við áttum notalega morgunstund og mamman svaf út.
Verð að segja að mér fanst þetta fyrirkomulag æðislegt og allir njóta góðs af.

Með kveðju úr ömmukotinu,
Stína Sæm
mánudagsinnlit í fallega íbúð í Kaupmannahöfn // Home visit in vintage apartment in Copenhagen, white nordic style with high seiling

February 10, 2014

Innlit á fallegt Norskt heimili // Nordic home visit, vintage style,

Gamalt, nýtt, endurunnið og heimagert er það sem skapar þetta fallega og hlílega heimili í Oslo, þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín þegar kemur að því að nýta hluti og skapa fallega umgjörð um fjölskylduna.

Eins og áður látum við bara myndirnar tala sínu máli og njótum. 

lítil en stórkostleg íbúð // small apartment, grate style

laugardags kósý

February 8, 2014

flickr.

Vetrar hótel í ölpunum // winter hotel, French alps chalets

February 7, 2014

dagsbyrtan í borðstofunni

February 6, 2014

Datt bara í hug að leifa ykkur að njóta dagsbyrtunnar með mér í dag,
það er svo ánægjulegt að hafa svona bjart í marga klukkutíma á dag.kær kveðja 
Stína SæmGreengate vor og sumar vörurnar // greengate spring & summer catalog 2014

February 5, 2014

Ég fagna því  alltaf þegar nýr vörulisti kemur út frá  Greengate  með nýjum munstrum í bland við gömul í öllum dásamlegu vörunum þeirra....
og ómæ hvað það er ótalmargt fallegt sem mig langar í.

Kikjum á nokkrar vel valdar og fallegar myndir, úr vor og sumarlistanum 2014

mánudagsinnlit á litríkt heimili í Englandi // monday home tour @ a home in England, colorful bohemian and vintage style

February 3, 2014

sætur sunnudagur með dökku súkkulaði // sweet sunday with dark chocolate

February 2, 2014

ömmugullið

February 1, 2014
Nú er litla ömmugullið mitt flutt að heiman,
foreldrarnir fundu voða fína og góða íbúð og fluttu með litlu dásemdina mína með sér í dag.
Það verður mikil breyting að hafa hana ekki lengur hér inná heimilinu en spennandi fyrir litlu fjölskylduna að komast út af fyrir sig og hreiðra um sig á nýja fallega heimilinu.


En ég tók þessar myndir í vikunni þegar mamma og pabbi skruppu aðeins út og við vorum bara tvær heima, með kertaljós og kósý. 

Það hefur verið ómetanlegt að hafa hana hér inná heimilinu frá því hún fæddist þessi litla dama og svona kvöldstundir þar sem hún lá í vöggunni sinni og amman sat í tölvunni voru gæðastundir sem sitja eftir 

En þrátt fyrir  að hafa verið óhemju mikið á handlegg og fengið að kúra í fanginu á okkur tímunum saman frá fæðingu þá þykir henni ótrúlega notalegt að liggja á bakinu í vöggunni sinni, með snudduna og horfa í kringum sig. Þannig liggur hún og hjalar og hlær að hverju sem hún sér eða einfaldlega lignir aftur augunum og bara sofnar vært.

svo dró ég bara vögguna að stólnum og gat notið þess að fylgjast með henni meðan ég skoða allt það fallega sem ég fynn á netinu.

Íris Lind stækka hratt og dafnar vel, er voða dugleg og glaðlind lítil 2ja mánaða dama og er hér að fara á gólfið í fyrsta sinn og naut þess ótrúlega vel að geta horft allt í kringum sig.

En nú fær hún sitt eigið herbergi og þó það sé með trega sem ég sé á eftir henni þá hef ég tekið það að mér að innrétta og skreyta nýja herbergið hennar og það er nú spennandi verkefni sem þið munið sjá meira af á næstunni.

Hér er svo mynd af nýja heimili litlu fjölskunnar
 og eins og þið sjáið þá fer nú aldeilis vel um litlu prinsessuna mína á fallega nýja heimilinu sínu.

með kveðju 
frá ömmu í fráhvörfum

Amma Stína


Auto Post Signature

Auto Post  Signature