Top Social

sumarlegt og sveitó og alveg mátulega rustic innlit

July 25, 2016








ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Sumarlegt innlit í norskan sumarbústað











ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Hugmyndir til að gera kósý á litlum jafnt sem stórum svölum í sumar.

July 22, 2016

Ég hef lengi ætlað að gera bloggpóst með fallegum og notalegum svölum sem ég rekst á á netinu og þá sérstalega eru svalirnar á Sænsku fasteignavefunum að heilla mig
 og ekki er verra að auðvelt er að sækja þann stíl til Sænska vinar okkar í Garðabænum.


En ég vara ykkur við; 
þegar loks kom að því að velja myndir í þennann póst, missti ég mig aðeins og úr varð langur listi af kósý og huggulegheitum úti á svölum 
Svo ég mæli með að þið náið ykkur í kaffibolla og uppáhalds súkkulaðið og komið ykkur vel fyrir við tölvuskjáinn.

Blóm og ávextir útá palli.

July 21, 2016

það er  svo freistandi að smella af enn einum úti bloggpóstinum .....


þegar veðrið leikur við mann og notaleg-heitin felast í því að setjast út og bara njóta



Svo er það nú svo undarlegt að á sumrin sæki ég í ávexti sem ég annars lít ekki við.....


eins og þessar elskur sem eru svo ferskar og dásamlega sumarlegar 

Hafið það sem allra, allra  best í dag.
kveðja af pallinum,
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Í sumarbústað í Skorradalnum

July 16, 2016

Við kíktum í Skorradalinn til pabba og Kathy síðustu helgi með Írisi Lind svo hún kæmist amk einu sinni áður en hún færi í ársheimsókn til danmerkur.

Sveitin hans pabba er engu lík, með þéttum birkiskógi, dásamlegum viltum gróðri og allt í kring er svo heljarinnar berjaland


Ég elska það að labba um skóginn og sjá íslensku viltu blómin vaxa í skógarbotninum

Þetta er svona hrein græn orka fyrir sálina.

og svo þarf hreina orku fyrir kroppinn...
litla krúttið fylgdist spennt með langafa Sæma baka pönnukökur


Það er dásamlegt að fá nýbakaðar gamaldags pönnukökur í sveitinni....
Svona alvöru með fullt af sykri yummmmm

Þessi slakar síðan á og horfir á sjónvarpið í lok dagsins.




og það er dásamlegt að vakna svo upp í fallega hvita herberginu á sunnudagsmorgni...

með þetta fallega útsýni  yfir Skorradalsvatnið. 




Sunnudagsbrönsinn klikkaði ekki í sveitinni frekar en pönnukökurnar:


rjúkadi heit egg........

og ilmadi og gott steikt beikon, kartöflur og ristað rauð.
Góð byrjun á deginum.

og svo var farið út að njóta náttúrunar.
Þessi gamli sjarmur var fluttur í bústaðinn löngu á undan mömmu og pabba,

en pabbi fann hann einhverstaðar og bjargaði þegar hann var að byggja húsið og vantaði eithvað að sitja á þegar hann tók sér kaffipásur frá vinnu.
Núna vaktar hann trampolínið


Litla gullið hefði getað verið allann daginn á trampolíninu...


og þarna er lítill ævintýraróló í felum inní birkiskóginum


Litla frosen prinsessan mín í rauðum gúmmítúttum úti í skógi
gæti amman verið meira heilluð af þessari krúttbombu?

það er líka gaman að skoða gamlar myndir af  íris lind í Skorradalnum í þessum 2ja ára bloggpósti.


og við rólóinn er annar gamall sjarmur svo hægt sé að tilla sér meðan ungarnri leika

 Bjútífúl!!





Svo áður en haldið var heim á leið sat 'Iris Lind með pabba og Kathy uppí brekku og dáðist að útsýninu

"Amma sjáðu sveitina"


því miður tók ég ekki mynd af ótrúlega fallega útsýninu sem þau voru að horfa á,
 en hér er mynd af útsýninu frá gömlum bloggpósti,
Alla áður byrta bloggpósta úr Skorradalnum getið þið séð hér


Eigið góða helgi, njótið sumarsis og sjáið fegurðina í hverju strái og litlu villiblómi sem vex og dafnar í byrtunni.
Takk innilega fyrir innlitið og hafið það sem allra best í dag.
Stínnna Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Íris Lind með Kaffiboð í Kofanum

July 12, 2016
Litla ömmugullið mitt flaug til danmörku í gær með mömmu sinni og ætlar að vera það í vetur.
eftir sitja fjögur tómleg hús hér í hverfinu... ef við teljum kofann úti í garði með.
En við báðar ömmurnar og afarnir og pabbi hennar búum hér í sama litla hverfinu, eiginlega í sömu götu og húsin nú orðin barnlaus.... já og svo er það litla húsið hennar, sem við ætlum að kíkja á í dag.
En hér er lítið kaffiboð hjá Írisi Lind úti í Kofa...


Það er orðið langt síðan að við höfum kíkt út í Kofa,
en hinsvegar hefur kofinn sjaldan verið í jafn mikilli notkun og núna í sumar,
Litla ömmustelpan mín hefur verið dugleg að fara út í bofann sinn eða húsið sitt eins og hún kallar hann.


og núna um helgina fórum við saman úti Bónus og keyptum okkur kleinuhring og kókómjólk og hún bauð mér og pabba sínum í veislu og hann Logi var auðvitað með og vonaðist eftir að fá bita.


Hún dró fram uppáhalds stellið sitt, sem er oggupínulítið stell sem átti nú bara að vera skraut uppí hillu enda varla nothæft, en er það sem hún notar mest af öllu.


Hér er almennilegur búskapur og allt til alls fyrir lítið fólk.

Kókómjólkinni var sullað yfir í pínuoggulitla  teketilinn hennar og svo helt yfir í bolla og glös og okkur boðið baffi (kaffi)

 amman bara brosti og tók myndir og náði svo bara í tusku á eftir...
enda hversu krúttleg getur svona veisla orðið!!


Þessir litlu puttar!




Mikið að gera 



hér er allt það besta dregið fram fyrir veislu fyrir bestu sín.

Kókomjólkin bragðast best úr bleiku glasi...
þið ættuð bara að prufa.


Svo er bara að ganga frá,



Hún skellt sér svo út í göngutúr með dúkkuna sína,
 en var ekki alveg til í fleyri myndir....

já ok.... henni var nokkur alvara með þvi
Ekki meiri myndir!!!!!

Vonandi líkar ykkur þessi póstur og þið getið séð eldri bloggpósta úr kofanum hér að neðan:
kofinn

Ég á nú vætalega eftir að byrta amk einn sumarlegann ömmubloggpóst í viðbót, enda passaði ég að vera með myndavelina á lofti áður en hún fór.
og það er bara svo gaman að taka myndir á sumrin.

En hafið það nú sem allra best elskurnar
með kveðju
Amma Stína


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Auto Post Signature

Auto Post  Signature